Nýir félagar – verið hjartanlega velkomin.
Félagið hefur metnað að birta upplýsingar um Sameinuðu þjóðirnar, stofnanir þess og verkefni,en ekki síður um starfsemi félagsins sjálfs.
Félagsmönnum sem og öllum almenningi býðst upplýsingaþjónusta um Sameinuðu þjóðirnar með því að senda fyrirpurn hér á vefnum.
Félögum munu berast fréttir með tölvupósti, auk þess sem vefsíður okkar, www.un.is, www.globalis.is eru reglulega uppfærðar. Allar uppfærslur á heimasíðunum eru tilkynntar á Fésbókarsíðu félagsins www.facebook.com/UNAIceland líkið endilega við okkur þar til þess að fá fréttir. Félagið má einnig finna á Instagram, X, Youtube og Linkedin.
Félagsaðild fylgja hvorki skuldbindingar né kröfur, og félagsgjöld eru valfrjáls. Einu sinni á ári sendum við út félagsgjöld sem eru 3.500 kr. og er sá stuðningur gríðarlega mikilvægur fyrir Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Við látum þig vita áður en við sendum út gjöldin og munu engin auka gjöld leggjast á þau séu þau ekki greidd á eindaga.
Öll búsett á Íslandi geta orðið félagar – og jafnframt aðrir aðilar líkt og félög, fyrirtæki og stofnanir, bókasöfn og skólar. Við hvetjum lesendur síðunnar til að fá fleiri til liðs við þetta 76 ára gamla félag og markmið þess.