Ný stefna Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi var samþykkt af stjórn vorið 2023.
Gildi
Þekking, samvinna og virðing.
Framtíðarsýn
Framtíðarsýn Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er að vera afl til friðar, félagslegs réttlætis og umhverfisverndar með stuðningi við hnattræna heimsborgaravitund.
Hlutverk
Hlutverk Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er að næra starfsemi Sameinuðu þjóðanna með samstarfi og samvinnu og vera leiðbeinandi afl í þjóðfélaginu með áherslu á markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, heimsmarkmiðin. Þannig styður félagið við þekkingu og hvatningu í alþjóðastarfi Sþ og stuðlar að samstarfi og tengslamyndnun innan samtakanna.