Allsherjarþing SÞ staðfesti samþykkt númer 64/289 þess efnis að stofna (United Nations Entity for Gender Equality and the Empowerment of Women) UN Women sem varð þar með óaðskiljanlegur hluti af stofnanakerfi Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Allsherjarþing SÞ kom líka á fót framkvæmdastjórn fyrir UN Women sem sinnir yfirstjórn stofnunarinnar. Framkvæmdastjórnin á að veita aðildarríkjunum stuðning og hafa eftirlit með starfsemi hennar (skv. málsgrein 50 og 57). Reglur um starfsemi framkvæmdastjórnarinnar voru samþykktar af yfirstjórninni árið 2011. Stefna og starfsemi framkvæmdastjórnarinnar er lýst í hinum formlegum leiðbeiningum um framkvæmdastjórn UN Women.
Árið 2011 var UN Women myndað úr fjórum stofnunum: DAW (Division for the Advancement of Women) deild sem vann að því að bæta stöðu kvenna; INSTRAW (International Research and Training Institute for the Advancement of Women) alþjóðleg rannsóknar og þjálfunarstofnun til að bæta stöðu kvenna; OSAGI (the Office of the Special Adviser on Gender Issues and Advancement of Womren) skrifstofa sérstaks ráðgjafa um kynjajafnrétti og bætta stöðu kvenna; UNIFEM (UN Development Fund for Women) þróunarsjóður kvenna. UN Women myndar núna eina stofnun a sviði málaflokksins sem rekur skrifstofu framkvæmdanefndar um stöðu kvenna.
Nýbökuð framkvæmdastýra UN Women tekur við keflinu
Sima Sami Bahous hefur nýlega verið skipuð framkvæmdastýra UN Women. Sima tekur við af Phumzile Mlambo-Ngcuka sem lét af störfum í ágúst. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti skipanina 13. september síðastliðinn. Sima er jafnhliða aðstoðarframkvæmdastjóri Hinna sameinuðu þjóða og framkvæmdastýra UN Women.
Sima, sem er jórdönsk, hefur áratuga langa reynslu af stjórnunarstörfum bæði innan grasrótarinnar og á alþjóðavettvangi. Hún var áður fastafulltrúi Jórdaníu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og starfaði á svæðisskrifstofu Þróunaráætlunar SÞ í Arabaríkjunum á árunum 2012-2016.
Þá hefur Sima gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum innan jórdanska stjórnarráðsins og verið útnefnd sérlegur ráðgjafi Jórdaníukonungs. Hún er með doktorsgráðu í samskiptum og þróunarfræðum, MA próf í bókmenntum og BA gráðu í enskum bókmenntum.
Starfsemi UN Women um allan heim
UN Women vinnur að auknum réttindum kvenna, stúlkna og fólks af öllum kynjum með því að veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem ætlað er að efla kynjajafnrétti, þátttöku kvenna og fólks af öllum kynjum í stjórnmálum. Einnig er unnið á vegum UN Women að efnahagslegu sjálfstæði þeirra og stuðlað að afnámi ofbeldis gegn konum, stúlkum og fólki af öllum kynjum.
UN Women vinnur að því að tryggja réttindi kvenna, stúlkna og fólks af öllum kynjum um alla heim. Reynt er að þrýsta á að aðildarríki SÞ að taka fullt mið af Kvennasáttmála SÞ (CEDAW). Um leið er sömu aðildarríki SÞ hvött til að fylgja framkvæmdaáætlun Pekingsáttmálans hvað varðar réttindi kvenna og stúlkna.
Höfuðstöðvar UN Women eru í New York en starfsfólk, sjálfboðaliðar og velunnarar starfa í 88 löndum. Verkefni UN Women eru unnin í samræmi við svæðisbundið ástand í Afríku, Asíu og Kyrrahafseyjum, Suður Ameríku og Karíbahafseyjum, Mið- og Austur Evrópu, Mið-Asíu og víðar á meginlandi Evrasíu.
UN Women á Íslandi er ein af tólf landsnefndum UN Women, stofnunar Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti og valdeflingu kvenna. UN Women á Íslandi vinnur að því að vekja athygli íslensks almennings á þörfum kvenna í fátækari löndum og almennt á starfi UN Women. Einnig sinnir UN Women á Íslandi fjáröflun. Fjármunirnir nýtast til valdeflingar kvenna, stúlkna og fólks af öllum kynjum alls staðar í heiminum. UN Women hvetur ríkisstjórnir á Íslandi og víðar til að taka þátt í því mikilvæga starfi sem er það að auka kynjajafnrétti.
Meginhlutverk UN Women er:
- Afnám ofbeldis gegn konum og stúlkum
- Neyðaraðstoð til kvenna, stúlkna og fólks af öllum kynjum
- Útrýming fátæktar
- Að efla pólitíska þátttöku kvenna og fólks af öllum kynjum
- Konur, friður og öryggi
Völd og áhrif kvenna á vettvangi stjórnmála og á vinnumarkaði eru takmörkuð um alla heim samanber eftirfarandi:
- Aðeins 1 af hverjum 5 þingmönnum í heiminum er kona
- Starfandi þingkonur í heiminum eru rúm 20% allra þingmanna
- Tuttugu konur gegna embætti forseta eða forsætisráðherra í heiminum í dag árið 2020
Viðvarandi ójafnrétti og glerþakið alræmda
Of fáar konur og fólk af öllum kynjum eru leiðtogar og fylla forystusæti kjörinna fulltrúa í bæði ríkis- og sveitastjórnum sem og inna háskólasamfélagsins. Kjörsókn kvenna er lakari en karla víða um heim. Konur og fólk af öllum kynjum standa frammi fyrir ýmsum hindrunum á leið sinni til áhrifa. Kerfisbundin mismunun ásamt með óréttlátum lögum gera konum og fólki af öllum kynjum erfiðara fyrir með frelsi til athafna og valdasóknar. Staðan er því miður sú að þrátt fyrir að konur, karlar og fólk af öllum kynjum séu jafn hæf til að vera í forystu þá ríkir enn ójafnrétti, samanber kynjahallann og glerþakið alræmda.
Þegar konur og fólk af öllum kynjum eru virkir þátttakendur í stjórnmálum eru teknar ákvarðanir sem gagnast öllum þar með talið konum, karlmönnum og fólki af öllum kynjum. Leiðtogaþjálfun og efling þátttöku kvenna og fólks af öllum kynjum í stjórnmálum eru lykilatriði við að lagfæra hinn skaðlega kynjahalla.
UN Women styður konur til forystu og áhrifa um alla heim með því að:
- þrýsta á stjórnvöld að breyta lögum sem mismuna á grundvelli kyns
- tryggja konum greiðan aðgang að kjörklefum sem og þingsætum
- veita konum frumkvöðla- og leiðtogaþjálfun þar sem staða kvenna er hvað verst
- Standa vörð um réttindi kvenna, kosningarrétt og réttinn til að lifa án ofbeldis
UN Women lagði fram áætlun sína fyrir árin 2018-2021. Hún leggur grunn að starfsemi, stefnumótun og verkefnum UN Women til framtíðar litið. Það er gert í því augnamiði að ná fram kynjajafnrétti og styðja við valdeflingu allra kvenna, stúlkna og fólks af öllum kynjum. Hin sama áætlun styður við framkvæmd á Pekingsáttmálanum (PFA) og er vettvangur fyrir aðgerðir í átt til kynjafnréttis. Jafnframt er um að ræða framlag til kynjajafnréttis í tengslum við innleiðingu og framkvæmd á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Heimsmarkmið SÞ númer fimm snýr beinlínis að jafnrétti kynjanna með tilheyrandi undirmarkmiðum. Alls eru heimsmarkmið SÞ sautján að tölu og hafa 169 undirmarkmið.
Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna (Convention on teh Elimination of All Forms of Discrimination against Women – CEDAW) og hinn valkvæði viðauki. ,,Réttindaskrá kvenna” (e. ,,women´s bill of rights”) hefur lykilþýðingu í öllum verkefnum UN Women. Rúmlega 185 ríki eiga aðild að Kvennasáttmálanum.
Pekingsáttmálinn og verkefnaáætlun (PFA). Samþykkt af ríkisstjórnum árið 1995 á Fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Pekingsáttmálinn setur fram skuldbindingar ríkisstjórna sem ganga í þá veru að auka jafnrétti kynjanna. Aðildarríkin endurstaðfestu og styrktu enn frekar í sessi þennan vettvang árið 2000. Það gerðist við það tækifæri þegar litið var fimm ár aftur í tímann í því skyni skoða hvað árangur hefði náðst fram. Við það tækifæri var ákveðið að flýta framkvæmd Pekingsáttmálans og fylgja honum eftir við tíu ára endurskoðun árið 2005, 15 ára endurskoðun árið 2010, 20 ára endurskoðun árið 2015, og 25 ára endurskoðun árið 2020.
Samþykkt öryggisráðs Hinna sameinuðu þjóða númer 1325 um konur, frið og öryggi frá árinu 2000 felur í sér viðurkenningu á því að stríð hefur annars konar áhrif á konur og endurstaðfesti mikilvægi þess að auka hlutverk kvenna í ákvarðanatöku hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir gegn átökum og við úrlausn átaka. Í kjölfarið staðfesti öryggisráð SÞ sjö aðrar samþykktir um konur, frið og öryggi: 1820 (árið 2008), 1888 (árið 2009), 1889 (árið 2009), 1960 (árið 2010), 2106 (árið 2013), 2122 (árið 2013), 2242 (árið 2015), 2467 (árið 2019), og 2493 (árið 2019). Ef þetta er dregið saman skipa þessar tíu samþykktir veigamikinn sess í því að bæta stöðu kvenna, stúlkna og fólks af öllum kynjum í ríkjum þar sem átök og stríð geisa.
Enska heitið Women sem er fleirtala af woman á ensku þýðir kona og konur. Uppruni orðsins woman er wo-man eða af karlmanni komin. Af þeirri ástæðu eru sumir femínistar farnir að skrifa á ensku womxn. Þau gera það sem aðferð til að valdefla konur og fólk af öllum kynjum.
Heimild