Gerast UNESCO-skóli

Samvinna skóla við UNESCO

Að vera UNESCO-skóli felur í sér samkomulag og samvinnu milli skólans og UNESCO þar sem skólinn innleiðir verkefni tengdum einhverjum af fjórum þemum UNESCO-skóla. Þemun eru: 

 • Alþjóðasamvinna
 • Starfsemi Sameinuðu þjóðanna
 • Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun
 • Friður og mannréttindi

UNESCO-skólar skuldbinda sig til að halda árlega upp á tvo ólíka alþjóðadaga Sameinuðu þjóðanna, t.d. alþjóðadaga læsis, mannréttinda, hafsins, einhverfu, barnsins, friðar, jarðarinnar og vísinda. Skólarnir standa jafnframt árlega fyrir einum viðburði sem tengist Sameinuðu þjóðunum. Þetta geta verið þemadagar eða viðburðir sem tengjast gildum Sameinuðu þjóðanna eða heimsmarkmiðunum. Á hverju ári skila síðan skólarnir yfirliti yfir þau verkefni sem skólinn hefur sinnt innan vettvangs skólanetsins.

Ótal tækifæri

Það felast ótal tækifæri í því að vera hluti af UNESCO skólanetinu, og er það í höndum hvers skóla fyrir sig að útfæra sína þátttöku.

 • Skólarnir hafa aðgang að fjölbreyttu alþjóðalegu tengslaneti og geta valið að starfa með vinaskólum um allan heim.
 • Nemendur fá tækifæri til að taka þátt í verkefnum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um allan heim,
 • Sendiráð Íslands í ólíkum þjóðum leitast við að vísa til skólanna spennandi verkefnum og tækifærum sem tengjast gildum UNESCO.
 • Félag Sameinuðu þjóðanna býður þeim árlega til þátttöku í verkefnum tengdum Heimsins stærstu kennslustund.
 • Tenging við fjölbreyttan vettvang UNESCO á Íslandi.
 • Stuðning og kennsluefni frá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, þar sem leitast er við að halda skólunum upplýstum um þær áherslur og verkefni sem eru í gangi hverju sinni hjá UNESCO og Sameinuðu þjóðunum.
 • Fræðsluheimsóknir af ýmsu tagi.
 • Kennarar og nemendur fá tækifæri til að taka þátt í ráðstefnum og þingum á vegum UNESCO og skólaneta annarra landa.

Mikil viðurkenning að vera UNESCO-skóli

Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri á Akraseli
sjá fleiri umsagnir

Viltu taka þátt?

Til þess að verða UNESCO-skóli þarf að hafa samband við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Félagið aðstoðar skóla í umsóknarferlinu og veitir ráðgjöf við innleiðingu verkefnisins.

Verkefnastjóri UNESCO-skóla hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna er Kristrún María Heiðberg, sem er jafnframt ASPnet–fulltrúi á Íslandi. Höfðustöðvar UNESCO fara yfir allar umsóknir og um leið og samþykki þaðan liggur fyrir verður skólinn formlegur hluti af UNESCO skólanetinu og fær vottorð þess efnis.

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar á vefsíðu okkar eða sendu tölvupóst á Kristrúnu, verkefnastjóra UNESCO-skóla, kristrun@un.is.

 •