UNESCO (United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization) er Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Á þess vegum er starfrækt alþjóðlegt samstarfsnet skóla sem kallast UNESCO-skólar. Meginmarkmið UNESCO er að stuðla að friði og öryggi í heiminum með því að efla alþjóðlega samvinnu á sviði menntunar, vísinda- og menningarmála.
UNESCO hefur starfrækt samstarfsnet skóla á alþjóðavísu frá árinu 1953 undir nafninu UNESCO Associated schools project network (ASPnet). Þeir eru nú um 12.000 talsins og starfa í 182 landi. Skólarnir eru á leik-, grunn– og framhaldsskólastigi.
UNESCO–verkefni auka fjölbreytni í kennsluaðferðum og þekkingu nemenda á málefnum Sameinuðu þjóðanna og heimsmarkmiðunum. Verkefnin eru þverfagleg og geta því nýst í ýmsum kennslustundum. Þau passa vel inn í grunnþætti aðalnámskráa leik-, grunn- og framhaldsskóla og hafa mikið hagnýtt gildi.
Félag Sameinuðu þjóðanna fer fyrir skólanetinu á Íslandi í samstarfi við Íslensku UNESCO–nefndina. Verkefnið er styrkt af mennta- og barnamálaráðuneytinu. Í dag eru 21 íslenskir skólar þátttakendur í verkefninu.
https://www.unesco.org/en/education/aspnet
https://www.unesco.org/en/education/aspnet/need-know
UNESCO – skólar á Íslandi
Leikskólar | Grunnskólar | Framhaldsskólar |
---|---|---|
Akrasel | Flóaskóli | Fjölbraut í Breiðholti |
Landakotssskóli | Fjölbraut við Ármúla | |
Laugarnesskóli | Fjölbrautaskóli Vesturlands | |
Patreksskóli | Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ | |
Salaskóli | Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum | |
Tálknafjarðarskóli | Kvennaskólinn í Reykjavík | |
Grunnskóli Bolungarvíkur | Menntaskólinn á Akureyri | |
Menntaskólinn á Tröllaskaga | ||
Verzlunarskóli Íslands | ||
Fjölbrautaskóli Suðurlands | ||
Fjölbrautaskóli Snæfellinga | ||
Menntaskólinn að Laugarvatni | ||
Menntaskólinn í Reykjavík |