Menningarmót

Hvað er Menningarmót?

Menningarmótið er þverfagleg kennsluaðferð hugsuð til þess að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningu og tungumál nemendanna með skapandi hætti. Hugmyndafræði Menningarmótsins er í góðu samræmi við áherslur UNESCO um viðurkenningu á fjölbreyttri menningu og heimsmarkmið 4.7 en þar segir m.a:  

…menntun sem er ætlað að efla sjálfbæra þróun og sjálfbæran lífsstíl, með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með mannréttindum, kynjajafnrétti, alheimsvitund, viðurkenndri menningarlegri fjölbreytni og framlagi menningar til sjálfbærrar þróunar.”

4.7 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari og með MA í hagnýtri menningarmiðlun er hugmyndasmiður verkefnisins. Hún hefur mótað Menningarmótin í meira en tvo áratugi og leiðbeint við að innleiða verkefnið í fjölmörgum leik-, grunn- og framhaldsskólum á Íslandi og í Danmörku.  

Verkefnið hentar vel á öllum stigum skólakerfisins og geta áhugasamir leik-, grunn- og framhaldsskólar haft samband við Kristínu: kristin@kulturkompasset.dk 

Hér má sjá stutt myndband sem sýnir tungumála- og menningarfjársjóð nemenda á öllum stigum Landakotsskóla þegar þegar skólinn tók þátt í verkefninu: https://vimeo.com/741993405

Sjá einnig frétt á vef skólans þar sem kemur m.a fram að 35 tungumál eru töluð að nemendum skólans: 35 tungumál á menningarmóti í Landakotsskóla — Landakotsskóli (landakotsskoli.is)

Tenglar

www.menningarmot.is 

www.kulturkompasset.dk