Hvað er Alþjóðaár jökla?
Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árinu 2025 jöklum á hverfanda hveli og ákveðið að 21. mars ár hvert verði sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti.
Frá aldamótum hafa um 70 litlir jöklar á Íslandi horfið. Eftir eru einungis leifar sem hættar eru að skríða undan eigin þunga. Það er fyrirséð að fleiri jöklar muni hverfa á næstu áratugum og hefur Hofsjökull eystri verið tilnefndur á alþjóðlegan lista yfir jökla sem eru horfnir eða eiga stutt eftir (https://glaciercasualtylist.rice.edu/, https://www.facebook.com/share/p/1BbF3vWtdH/).
Ítarefni:
Jöklavefsjáin (www.islenskirjoklar.is, icelandicglaciers.is)
Jöklarannsóknafélag Íslands (www.jorfi.is)
Key messages | International Year of Glaciers’ Preservation
Hörfandi jöklar – Vatnajökulsþjóðgarður
175f4057-c0d1-4af2-b126-d519d8da55e2_horfandi-joklar_2017_pdf-af-baekling.pdf
Myndbandssíða JÖRFÍ https://www.youtube.com/@joklarannsoknafelag