Vala Karen Viðarsdóttir – Framkvæmdastjóri
Vala Karen Viðarsdóttir er framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna. Hún hóf störf hjá Félagi Sþ haustið 2021.
Vala er menntaður mannfræðingur frá Háskóla Íslands, er með diplómagráðu úr sama skóla í alþjóðasamskiptum og hefur nokkurra ára reynslu af alþjóðastarfi og mannúðarmálum. Hún vann hjá UNICEF á Íslandi 2016-2018 sem sérfræðingur í fjáröflun en hún starfaði einnig fyrir samtökin í Slóvakíu árið 2019 sem umsjónarmaður gjafatengsla og kynningarmála. Auk þess sat Vala í framkvæmdanefnd samtakanna WOMEN POWER 2021-2023 en félagasamtökin vinna á heildstæðan hátt að valdeflingu kvenna í Tansaníu. Vala situr í Sjálfbærniráði Íslands fyrir hönd FSÞ.
Netfang Völu: vala@un.is
Pétur Hjörvar Þorkelsson – Verkefnastjóri kynningar- og fræðslu
Pétur Hjörvar er verkefnastjóri kynningar- og fræðslumála. Hann hóf störf hjá Félagi Sþ haustið 2024. Pétur Hjörvar er menntaður mannfræðingur frá Háskóla Íslands og með M.Ed. gráðu í Menntunarfræðum og margbreytileika, með veigamikla þekkingu á Sameinuðu þjóðunum og fræðslu- þróunar- og skólastarfi. Hann hefur meðal annars starfað sem götukynnir hjá Landsnefnd UN Women, unnið á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum og verið aðstoðarrannsakandi- og kennari í Háskóla Íslands.
2018-2024 starfaði Pétur hjá UNICEF, fyrst hjá íslensku landsnefndinni í fjögur ár sem sérfræðingur í réttindum og þátttöku barna. 2022-2024 starfaði Pétur á landsskrifstofu UNICEF í Naíróbí, Kenía, þar sem hann vann á sviði félags- og hegðunarbreytinga (e. Social and Behavioral Change) í tengslum við loftslagsmál og vatns- og hreinlætismál.
Netfang Péturs: petur@un.is