Ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum

 

Ungmennafulltrúar Íslands skipa sendinefnd Landssambands ungmennafélaga (LUF) hjá Sameinuðu þjóðunum. Ungmennafulltrúar eru lýðræðislega kjörnir af aðildarfélögum LUF og sækja viðburði Sameinuðu þjóðanna í umboði íslenskra ungmenna.

Sendinefnin er samstarfsverkefni LUF og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem vinna að aukinni þátttöku Ungmennafulltrúa Íslands á viðburðum Sameinuðu þjóðanna (e. UN Youth Delegation Programme.) Ungmennafulltrúarnir sækja viðburði í samstarfi eftirfarandi ráðuneyti: Forsætisráðuneytið, umhverfis- orku-, og loftslagsráðuneytið, utanríkisráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið auk menningar- og viðskiptamálaráðuneytisins.

 

Félag Sameinuðu þjóðanna hefur það að markmiði að kynna sérstaklega börnum, ungmennum og almenningi á Íslandi hlutverk ungmennafulltrúanna. FSÞ veitir sendinefndinni fræðslu og stuðning í hlutverki sínu í samvinnu með LUF. Þá er eitt helsta hlutverk FSÞ einnig að stuðla að aukinni umfjöllun hvort sem um ræðir með viðtölum, fréttaflutningi eða þátttöku þeirra í viðburðum.