Fánadagurinn var fyrst haldinn árið 2019 og hafa vinsældir framtaksins farið ört vaxandi. Hundruð fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka, skóla og sveitarfélaga þátt í fánadeginum um allan heim undir heitinu Saman fyrir heimsmarkmiðin #TogetherForTheSDGs.
UN Global Compact á Íslandi, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNA Iceland), stendur fyrir fánadegi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í þriðja sinn. Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna og að fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök, skólar og sveitarfélög um allan heim, sýni skuldbindingu sína við heimsmarkmiðin og aðgerðirnar sem þau krefjast.
Myndefni fyrir samfélagsmiðla
Myndefni fyrir þátttakendur sem ætla að flagga rafrænt má hlaða niður hér að neðan.
Þátttakendur sem eiga fánann eru hvattir til þess að taka eigin myndir og birta á samfélagsmiðlum. Það geta t.d. verið myndir af fánanum á fánastöng eða honum haldið á lofti innanhúss.