Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað árið 2006 í kjölfar niðurstöðu leiðtogafundar allsherjarþings SÞ í september 2005 þar sem ákveðnar voru gagngerar endurbætur á starfsemi samtakanna. Mannréttindaráð SÞ fellur undir allsherjarþing SÞ og leysir af hólmi mannréttindanefnd sem starfaði undir efnahags- og félagsmálaráði SÞ (ECOSOC) og hafði sætt vaxandi gagnrýni á undanförum árum.
Mannréttindaráð SÞ starfar allt árið, en tilheyrandi mannréttindanefnd SÞ starfar aðeins sex vikur ár hvert. Í málflutningi sínum hafa fulltrúar Íslands lagt ríka áherslu á samsetningu ráðsins og að Ísland myndi ekki styðja ríki til setu í ráðinu sem sættu refsiaðgerðum af hálfu öryggisráðs SÞ vegna mannréttindabrota. mannréttindaráð SÞ hélt sinn fyrsta fund 19. júní 2006.
Haustið 2018 tók Íslands í fyrsta sinn sæti í mannréttindarráði SÞ og sat þar 39. fundarlotu mannréttindaráðs SÞ og það fram á árið 2019. Fulltrúar Íslands fluttu 14 ávörp og áttu hlutdeild í 10 til viðbótar. Ísland hlaut kosningu í ráðið á hálfnuðu tímabili vegna þess að Bandaríkin sögðu sig úr ráðinu.
Áherslumál Íslands voru jafnréttismál, vernd og réttindi barna ásamt réttindi hinsegin fólks. Ísland fékk þrjú má samþykkt. Tvö þeirra snéru beinlínis að aðildarríkjum en eitt að sérstöku málefnasviði. Ályktanir um aðildarríki voru um annars vegar Sádí Arabíu og slæma stöðu mannréttinda þar í landi og líka með skírskotun til borgarastríðsins í Jemen þar sem Sádí Arabía tekur virkan þátt; hins vegar um mannréttindabrot á Filippseyjum þar sem forseti landsins Duterte hefur fyrirskipað morðöldu á þeim sem umgangast fíkniefni og eru seljendur þar í landi. Líka lutu báðar ályktanir á skorti á fjölmiðlafrelsi í ríkjunum tveimur. Það sem lýtur að sérstöku málefnasviði eða þema var ályktun um jafnréttismál eða nánar tiltekið um jöfn laun kynjanna. Hið síðastnefnda er í anda heimsmarkmiðs SÞ númer fimm um jafnrétti kynjanna.
Haustið 2024 var Ísland aftur kosið í mannréttindaráðið, í þetta skiptið í heilt tímabil. Seta Íslands tók gildi í upphafi árs 2025 og stendur yfir til ársloka 2027. Með setu sinni í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna leggur Ísland áherslu á framgang mannréttinda allra með uppbyggilegum samræðum og þátttöku á breiðum grunni.
Ísland leggur líka sérstaka áherslu á að efla mannréttindi kvenna og stúlkna, standa vörð um réttindi barna, berjast gegn mismunun gagnvart LGBTQI+ einstaklingum og vekja athygli á tengslum mannréttinda- og umhverfismála. Sjá meira á vefsvæði Stjórnarráðsins um setu Íslands í mannréttindaráðinu.
Stofnun skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (United Nations Human Rights Office of the High Commissioner)
Skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (UN Human Rights) er leiðandi stofnun Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttinda. Réttindin sem hún vinnur að eru grundvölluð í Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna (UN Charter), Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna (UDHR) og alþjóðlegum mannréttindalögum og sáttmálum.
Hlutverk skrifstofu mannréttindafulltrúa SÞ er margþætt og greinir nánar frá því í ályktun allsherjarþings SÞ 48/141. Lykilatriði ályktunarinnar um lögbundin hlutverk stofnunar hennar er eftirfarandi:
-
Að stuðla að og vernda öll mannréttindi fyrir öll
-
Að mæla með umbótum innan kerfis Sameinuðu þjóðanna til að styrkja mannréttindavernd og eflingu
-
Að vinna að vernd og eflingu réttarins til þróunar
-
Að veita tæknilega aðstoð til ríkja við framkvæmd mannréttindaverkefna
-
Að samræma fræðslu- og upplýsingastarf um mannréttindi innan Sameinuðu þjóðanna
-
Að vinna virkt að því að fjarlægja hindranir sem standa í vegi fyrir fullri notkun mannréttinda og koma í veg fyrir áframhaldandi brot
-
Að eiga í virku samtali við ríkisstjórnir til að tryggja virðingu fyrir mannréttindum
-
Að efla alþjóðlegt samstarf í þágu mannréttinda
-
Að samræma mannréttindastarfsemi innan alls kerfis Sameinuðu þjóðanna
-
Að einfalda, laga og styrkja mannréttindakerfi Sameinuðu þjóðanna
Í innleiðingu verkefna sinna setur stofnunin fókus á:
- Að forgangsraða þeim mannréttindabrotum sem eru alvarlegust, hvort sem þau eru skyndileg eða viðvarandi , sérstaklega þeim sem ógna mannslífum beint og tafarlaust
-
Að beina athygli að þeim einstaklingum og hópum sem búa við margvíslega áhættu og eru berskjaldaðir á fleiri en einu sviði
-
Að tryggja jafna áherslu á borgaraleg, menningarleg, efnahagsleg, stjórnmálaleg og félagsleg réttindi, þar á meðal réttinn til þróunar
-
Að meta árangur vinnu sinnar út frá þeim raunverulega ávinningi sem einstaklingar víðsvegar um heiminn njóta af starfinu
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna er æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum.
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna ber ábyrgð gagnvart aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og ber ábyrgð á allri starfsemi skrifstofu Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR), sem og á stjórnsýslu hennar. Volker Türk frá Austurríki er núverandi mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna og tók við embætti þann 17. október 2022. Hann var skipaður í embættið af framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna eftir samþykki allsherjarþingsins þann 8. september 2022. Hann er áttundi mannréttindafulltrúinn sem fer fyrir skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR).
Mannréttindafulltrúinn:
-
Sinnir þeim verkefnum sem allsherjarþingið hefur sérstaklega falið honum eða henni í ályktun 48/141 frá 20. desember 1993 og í síðari ályktunum stefnumótandi stofnana;
-
Veitir aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna ráðgjöf um stefnu stofnunarinnar á sviði mannréttinda;
-
Tryggir að stuðningur sé veittur við verkefni, starfsemi, stofnanir og ráð innan mannréttindaáætlunar Sameinuðu þjóðanna;
-
Fer með fulltrúa aðalframkvæmdastjóra á fundum mannréttindaráða og öðrum viðburðum sem snúa að mannréttindamálum;
-
Tekur einnig að sér sérstök verkefni samkvæmt ákvörðun aðalframkvæmdastjóra.
Mannréttindafulltrúinn og skrifstofa hans gegna einstöku hlutverki í eftirfarandi tilgangi:
-
Að stuðla að og vernda öll mannréttindi: Að taka skýra og hlutlæga afstöðu gagnvart mannréttindabrotum og leggja sitt af mörkum við að móta viðmið sem eru notuð til að meta framfarir í mannréttindamálum á heimsvísu.
-
Að styrkja einstaklinga til að nýta rétt sinn: Með rannsóknum, fræðslu og hvatningarstarfi stuðla þau að aukinni vitund og þátttöku alþjóðasamfélagsins og almennings í mannréttindamálum. Þannig öðlast þúsundir einstaklinga um allan heim burði til að krefjast réttinda sinna.
-
Að styðja við ríkisstjórnir: Í gegnum vettvangsstarfsemi þeirra vinna þau að því að fyrirbyggja mannréttindabrot og draga úr spennu sem gæti leitt til átaka. Vöktun og greining þeirra styður við viðkvæma ákvarðanatöku og þróunaráætlanir. Þau veita einnig ráðgjöf og stuðning við lagasetningu og stefnumótun, auk færniuppbyggingar fyrir þúsundir aðila um allan heim.
-
Að innleiða mannréttindasjónarmið í alla starfsemi Sameinuðu þjóðanna: Að samþætta mannréttindi í öll þróunar-, friðar- og öryggisverkefni Sameinuðu þjóðanna, til að tryggja að þessir þrír burðarásar, friður og öryggi, þróun og mannréttindi, styrki hver annan og vinni saman í þágu mannkynsins.
Sögulegt yfirlit um stofnun Mannréttindafulltrúa SÞ
Vinna að mannréttindamálum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna byrjaði upphaflega í lítilli deild í aðalstöðvum þeirra á fimmta áratug síðustu aldar. Seinna var deildin flutt til Genfar í Sviss og hlaut frekari framgang sem Miðstöð mannréttinda á níunda áratugnum. Vínaryfirlýsingin og samsvarandi verkefnaáætlun, sem fjallað er nánar um hér að neðan, kom fram með tillögur að því að styrkja og samræma eftirlit og eftirfylgni SÞ með mannréttindum. Einnig var lagt til að setja á fót stofnun sérlegs sendifulltrúa SÞ um mannréttindi eða mannréttindafulltrúa SÞ (OHCHR og UN Human Rights).
Allsherjarþing SÞ setti stofnun Mannréttindafulltrúa SÞ á laggirnar í desember árið 1993 með ályktun 48/141 sem kveður einnig á um verkefni stofnunarinnar. Þetta gerðist einungis fáeinum mánuðum eftir að heimsráðstefna um mannréttindi samþykkti Vínaryfirlýsinguna og samsvarandi verkefnaáætlun. Vínaryfirlýsingin var samþykkt af 171 ríki og endurnýjaði skuldbindingu þeirra á því að virða beri mannréttindi.
Stækkun þess málefnasviðs sem lýtur að mannréttindum og verkefnum stofnunar Mannréttindafulltrúa SÞ hefur orðið samhliða annarri eflingu að vinnu SÞ að mannréttindum og það allt frá samþykkt Mannréttindayfirlýsingar SÞ (UDHR- Universal Declaration of Human Rights) frá árinu 1948. Mannréttindayfirlýsing SÞ var skrifuð sem ,,sameiginleg viðmið um markverðan árangur fyrir allar manneskjur og þjóðir”. Í fyrsta skipti í mannkynssögunni fól Mannréttindayfirlýsing SÞ í að allar manneskjur og þjóðir skyldu njóta borgaralegra, pólitískra, efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda og það án mismununar. Fullt jafnrétti og jöfnuður hefur í síauknu mæli hlotið brautargengi sem grundvallaratriði í alþjóðlegum mannréttindalögum og orðið óaðskiljanlegur hluti af mannlegri reisn.
Nú í dag eru alþjóðleg mannréttindalög áfram að aukast að umfangi og ný viðmið á sviði mannréttinda að koma fram sem byggjast á Mannréttindayfirlýsingu SÞ. Þessi stækkun á málefnasviði mannréttinda lýtur að nýjum og auknum kröfum um að þau séu virt sem grundvallarréttindi. Á 21. öld hefur stofnun Mannréttindafulltrúa SÞ aðstoðað við að ná fram aukinni vernd á réttindum þeirra hópa sem hafa annars fallið á milli skips og bryggju, svo sem frumbyggja, ledra fólk, fólk með fötlun, og hinna sem er hluti af hinsegin regnhlífinni og kynsegin samfélögum (LGBT+-samfélög). Stofnunin hefur líka tengt sterkari böndum annars vegar mannréttindi og hins vegar loftslagsbreytingar.
Í tímans rás hafa ýmsir aðilar og sérstofnun verið settar á laggirnar á vegum Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttindamála. Það hefur verið gert til takast á við nýjar áskoranir á sviði mannréttindamála. Allar þessar sérstofanir SÞ treysta á starfslið stofnunar Mannréttindafullrúa SÞ til ráðuneytis og að öðru leyti treysta á skrifstofu og stofnun Mannréttindafulltrúa SÞ til að frekari aðstoðar í vinnu að mannréttindamálum. Dæmi um sérstofnun er Mannréttindaráð SÞ (Human Rights Council), sem Ísland átti sæti í á tímabilinu 2018-2019 og aftur núna 2025-2027. Líka er um að ræða sérstofnanir sem vinna að ákveðnum þemum og sjálfstæðir sérfræðingar með skilgreind hlutverk við að sinna ákveðnum verkefnum á sviði mannréttindamála. Auk þess eru tíu sérstofnanir sem eru mynduð af sjálfstæðum sérfræðingum sem fylgjast með því hversu vel ríkjum gengur að vinna að skuldbindingum einstakra sáttmála á sviði mannréttindamála.
Mannréttindi eru í tímans rás orðin miðlæg í allri fjöllun um frið, öryggi og þróunarmál. Það að hafa starfsfólk á sviði mannréttindamála í friðargæslustörfum hefur gjörbreytt til hins betra viðbragðsgetu þeirra til að hindra og bregðast við mannréttindabrotum. Það er líka hnattræn samstaða um það að refsa þurfi fyrir mannréttindabrot. Stofnun Alþjóðasakamáladómstólsins árið 1998 á grundvelli Rómarsamþykktarinnar hefur gert það kleift að þeim sem fremja stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni er gert að sæta refsingu.
Það er nú fyrir hendi aukinn skilningur á því að fyrirtæki í einkageiranum hafi líka skyldur á sviði mannréttindamála. Árið 2011 samþykkti Mannréttindaráð SÞ, Viðmiðunarreglur fyrir fyrirtæki og um mannréttindi. Hið síðarnefnda lagði grunn að því að virða bæri rammasamkomulag um ,,Verndun, virðingu og bótaskyldu”. Þetta gerði því kleift að í fyrsta skipti í sögunni var komið á viðmiðunarreglum sem lúta að því að hindra og takast á við hættuna á neikvæðum áhrifum sem fyrirtækjarekstur geti haft á mannréttindi.
Verkefnabundin vinna á sviði mannréttindamála
Stofnun Mannréttindafulltrúa SÞ vinnur að markmiðum sínum í krafti vegvísis (OHCHR Management Plan – OMP) sem ber heitið OHCHR-stýringarráætlun. Umræddur vegvísir byggist á niðurstöðu samráðs á milli aðildarlarríkja, stofnanakerfis Sameinuðu þjóðanna, frjálsra félagasamtaka, samfélags gjafenda fjár og einkageirans. Núverandi OHCHR-vegvísir tengist afar sterkum böndum við heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030.
Á fjögurra ára fresti er unnin slíkur vegvísir. Núverandi vegvísi má sjá hér.
,,Umbreyting” til frekari áhrifa á sviði mannréttinda
Í því skyni að efla áhrifamátt mannréttinda leitast stofnun Mannréttindafulltrúa SÞ við að ,,umbreyta” heildarstefnumótun hennar. Þannig má samræma enn betur vinnuna að mannréttindum á öllum málefnasviðum og alls staðar þar sem sú vinna á sér stað. Til að uppfylla þetta markmið innan ramma hinna sex málefnasviða vinnu stofnun Mannréttindafulltrúa SÞ að fjórum þáttum ,,umbreytingar”. Þær síðastnefndu ,,umbreytingar” gerir auðveldara og skilvirkara að vinna enn betur að hinum fyrrnefndu málefnasviðum. Þannig getur stofnun Mannréttindafulltrúa SÞ eflt sérþekkingu sína, aukið samstarf við hagaðila og náð enn betri árangri á sviði mannréttindabaráttunnar.
Umrædd málefnasvið ,,umbreytinga” eru eftirfarandi:
- Vinna að því að vernda og auka vettvang hins opinbera rýmis.
- Efling mannréttinda í samhengi við þau málefni sem efst eru á baugi nú um stundir: loftslagsmál; stafræn tækni og ný tæknimiðlun; spilling; ójafnrétti; fólksflutninga.
- Aðstoða við að hindra vopnuð átök og stríð, koma í veg fyrir ofbeldi og samfélagsátök.
- Styðja við hnattræna baráttu fyrir mannréttindum og halda uppi áróðri fyrir þeim.