Að vekja ungt fólk til hnattrænnar vitundar: heimsmarkmiðin og Sameinuðu þjóðirnar er námskeið fyrir kennara á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem fer fram miðvikudaginn 14. ágúst, á milli klukkan 13 og 16, í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ í Stakkahlíð.
Á námskeiðinu, sem ætlað er fyrir kennara og stjórnendur á leik-, grunn-, og framhaldsskólastigi, verður unnið með námsefni og fjölbreyttar kennsluaðferðir sem miða að því að styðja við þekkingu nemenda á starfsemi SÞ á sviði mannréttinda, friðar og sjálfbærrar þróunar.
Kennarar á námskeiðinu eru Eva Harðardóttir, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (FSÞ) og Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri FSÞ á Íslandi.
Námskeiðsgjald er kr. 7.500. Skráning sendist á vala@un.is. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og heimsmarkmiðanælu.