Rafræn vinnustofa fyrir ungt fólk verður haldin mánudaginn 2. september kl. 17:00-18:00.
Á vinnustofunni mun ungt fólk ræða hugmyndir og ráðleggingar hvernig hægt sé að beita hagsmunagæslu til þess að stuðla að heildrænni umbreytingu í þágu sjálfbærrar þróunar. Stuðst verður við gögn sem ungt fólk og borgarasamfélagið á Íslandi lagði fram í landrýniskýrslu Íslands til Sameinuðu þjóðanna árið 2023.
Vinnustofan er hluti af Norden 0-30 samstarfsverkefni Félaga Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð ásamt Sillamae samtökunum í Eistlandi með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni,
Vinnum saman!
Skráning á vinnustofuna fer fram hér . Eftir skráningu fá þátttakendur sendan Teams link.