Saman munum við flagga fánum um allt land þann 25. september 2024.
Fánadagurinn var fyrst haldinn á heimsvísu árið 2020 og hafa vinsældir framtaksins farið ört vaxandi. Hundruð fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka, skóla og sveitarfélaga þátt í fánadeginum um allan heim undir heitinu Saman fyrir heimsmarkmiðin #TogetherForTheSDGs.
UN Global Compact á Íslandi, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, stendur fyrir fánadegi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í annað sinn í dag 25. september 2024.
Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna og að fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök, skólar og sveitarfélög um allan heim, sýni skuldbindingu sína við heimsmarkmiðin og aðgerðirnar sem þau krefjast.