Sáttmáli framtíðarinnar samþykktur af leiðtogum heimsins

UN Photo/Loey Felipe. Frá aðgerðardögum á Leiðtogafundi um framtíðina.

Leiðtogar heimsins samþykktu í gær Sáttmála framtíðarinnar sem felur einnig í sér tvö fylgiskjöl um Alþjóðlegan stafrænan sáttmála og Yfirlýsingu um komandi kynslóðir. Sáttmálinn nær yfir breitt svið þemu, þar á meðal frið og öryggi, sjálfbæra þróun, loftslagsbreytingar, stafræna samvinnu, mannréttindi, kyn, ungt fólk og komandi kynslóðir og umbreytingu á alþjóðlegri stjórnun.

Leiðtogar heimsins eru í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir Leiðtogafund um framtíðina en svo hefjast almennar umræður í vikunni á þessari stærstu diplómatísku viku ársins. Aðeins lítill hópur sjö ríkja hélt út eftir að hafa ekki samþykkt breytingartillögu á síðustu stundu. Þungamiðja Leiðtogafundarins um framtíðina er einstakt tækifæri til að endurhugsa fjölþjóðlega kerfið og stýra mannkyninu á nýja braut til að mæta núverandi skuldbindingum og leysa langtímaviðfangsefni sem heimurinn stendur frammi fyrir.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpaði fundinn fyrir hönd Íslands í gær en hann átti sömuleiðis fund með aðalframvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, António Guterres.

UN Photo/Eskinder Debebe / Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og António Guterres í New York í gær 22/9.

Lokaskjalið má finna hér með báðum viðaukum.