Dagur Sameinuðu þjóðanna 24. október. ‘Í hrjáðum heimi nútímans er vonin ekki nóg. Vonin krefst ákveðinna aðgerða og fjölþjóða lausna í þágu friðar’ segir aðalframkvæmdastjóri Sþ

„Í hrjáðum heimi nútímans er vonin ekki nóg. Vonin krefst ákveðinna aðgerða og fjölþjóða lausna í þágu friðar.“

eru eftirfarandi  skilaboð António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á Degi Sameinuðu þjóðanna 24. október.

 

„Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar af heiminum fyrir heiminn. Frá árinu 1945, hafa Sameinuðu þjóðirnar verið vettvangur þar sem þjóðir sameinast á bak við hnattrænar lausnir á hnattrænum vandamálum.

Lausnir sem draga úr spennu, byggja brýr og stuðla að friði. Lausnir til að útrýma fátækt, hvetja til sjálfbærrar þróunar og standa með þeim sem eru verst settir. Lausnir sem veita lífsbjargandi aðstoð til fólks sem búa við átök, ofbeldi, efnahagslega erfiðleika og loftslagshamfarir.

Lausnir sem stuðla að réttlæti og jafnrétti kvenna og stúlkna. Lausnir sem takast á við vandamál sem voru óhugsandi árið 1945 – loftslagsbreytingar, stafræna tækni, gervigreind og málefni geimsins.

Í september samþykkti allsherjarþingið Sáttmála framtíðarinnar og viðauka hans um Stafræna heiminn og Yfirlýsingu um  framtíðar kynslóðir. Þessir tímamótasamningar greiða fyrir því að Sameinuðu þjóða-kerfið geti aðlagast, endurbæst og endurnýjast til þess að vera í stakk búið að mæta breytingum og áskorunum í kringum okkur og skilað árangri í allra þágu.

En starf okkar mun ætíð standa föstum rótum í tímalausum gildum og meginreglum stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalaga, og í reisn og mannréttindum hverrar manneskju.

Í hrjáðum heimi nútímans er vonin ekki nóg. Vonin krefst ákveðinna aðgerða og fjölþjóða lausna í þágu friðar, sameiginlegrar velmegunar og blómstrandi plánetu. Vonin þarf á því að halda þess að allar þjóðir vinni saman. Vonin þarf á Sameinuðu þjóðunum að halda.

Á Degi Sameinuðu þjóðanna hvet ég allar þjóðir að láta þetta vera sér að leiðarljósi og láta hugsjónum þess að skína skært.“

 

 

Heimildir: 

In Today’s Troubled World, Hope Requires Determined Action, Multilateral Solutions for Peace, Says Secretary-General, Marking United Nations Day | Meetings Coverage and Press Releases

Nýir tímamótasamningar tryggja að Sameinuðu þjóðirnar aðlagist nýjum tímum – Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu – Iceland (unric.org)