Ísland hlaut kjör til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í dag

Ísland hlaut kjör til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í dag í kosningum sem fóru fram í allsherjarþinginu í New York, en Stjórnarráðið greindi frá því fyrir skömmu.

Þar hlaut Ísland 174 af 183 greiddum atkvæðum í kosningunum en auk Íslands voru Spánn og Sviss í framboði um þrjú sæti hóps vestrænna ríkja.

Þetta er í annað sinn sem Ísland er kosið til setu í mannréttindaráðinu en Ísland tók síðast sæti með skömmum fyrirvara í um átján mánaða skeið árið 2018 þegar Bandaríkin sögðu sig úr ráðinu.
Ísland tekur sæti í upphafi árs 2025 og situr til 2027.
Sjá ítarlegri frétt frá Stjórnarráði Íslands hér.