Ungmenni frá Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi hafa gefið út stefnuskjal um loftslagsréttlæti!

Loftslagsréttlæti snýst um að tryggja að allt fólk, óháð búsetu eða auðlindum þeirra, eigi rétt á heilbrigðu umhverfi og getu til að vernda sig gegn áhrifum loftslagsbreytinga. Þar er lögð áhersla á að þeir sem minnst hafa lagt í loftslagsvandann, oft viðkvæmustu samfélögin og ungt fólk, beri ekki þyngstu byrðarnar.

Ungmenni frá Félögum Sameinuðu þjóðanna í Svíþjóð,  Finnlandi og Íslandi ásamt eistnesku æskulýðssamtökunum Sillamäe Lastekaitse Ühing hafa saman búið til ungmenna stefnurit sem stendur fyrir: Að viðurkenna ójöfn áhrif loftslagsbreytinga, hætta notkun jarðefnaeldsneytis og tryggja mannréttindi og þýðingarmikla þátttöku hópa sem verða fyrir áhrifum. Þau krefjast þess að ábyrgir stjórnmálamenn fyrir ákvarðanatökum og fyrirtæki axli ábyrgð á þeirri krísu sem ungt fólk stendur frammi fyrir, hlusti á og taki til mikilvægu sjónarhorni ungs fólks.

Með því að skrifa undir stefnuskrá ungs fólks stendur þú á bak við boðskap ungmennanna og krefst breytinga. Sérhver undirskrift er skrefi nær heimi þar sem loftslagsstefna er ekki aðeins mótuð af þeim sem eru við völd hverju sinni, heldur einnig af þeim sem munum búa við afleiðingarnar.

Við og ungt fólk í dag, ásamt komandi kynslóðum, stöndum frammi fyrir hörðustu áhrifum krísu sem við ollum ekki. Ákvarðanir fyrri og núverandi leiðtoga hafa sett framtíð okkar í hættu. Það er því mikilvægt að raddir okkar heyrist því við og komandi kynslóðir munum búa við afleiðingar þeirra ákvarðana sem teknar eru núna. Við krefjumst þess vegna þess að leiðtogar og ákvarðanatökur nútímans axli ábyrgð og hlusti á hvað ungar raddir nútímans hafa að segja.

Hægt er að skrifa undir á vefsíðu Félagsins í Svíþjóð: Skriv under för klimaträttvisa! (fn.se)

Fjögur íslensk ungmenni tóku þátt í þessu verkefni á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, þær Sara Júlía Baldvinsdóttir sem jafnframt er ungmennafulltrúi Íslands á sviði sjálfbærrar þróunar, Lára Portal, Íris Sævarsdóttir og Þórhildur Söebech. Verkefnið var unnið með ungmennum frá fyrrnefndum félagasamtökum á Norðurlöndum og Eistlandi og var stutt af Norrænu ráðherranefndinni.

Mynd / FSÞ á Íslandi. Ungmennahópurinn sem hittist á lokaráðstefnu verkefnisins í Stokkhólmi í september 2024.
Mynd / FSÞ á Íslandi. Íslenskra sendinefndin. Frá vinstri: Sara Júlía Baldvinsdóttir, Íris Sævarsdóttir, Lára Portal og Þórhildur Söebech.