25. Nóvember Alþjóðlegur dagur gegn kynbundnu ofbeldi – Samstarf UNESCO-skóla

Þann 25. Nóvember næstkomandi er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Kynbundið ofbeldi grasserar þegar enginn talar um það og þótt mörg hafi unnið gott starf, er töluvert langt á land.

Fjölmargir UNESCO-skólar halda uppi metnaðarfullu kynjafræðinámi fyrir nemendur sína og er mikilvægur liður í náminu að læra um kynbundið ofbeldi. Í raun svo mikilvægur að fjöldi nemenda hefur mikið um það að segja!

Félag Sameinuðu þjóðanna og Félag kynjafræðikennara tóku saman höndum í tilefni dagsins. Við hvetjum (og styðjum) skóla til þess að skoða hvað þau geta gert til þess að vinna gegn kynbundnu ofbeldi í skólunum sínum, og víðar í samfélaginu. Með þessu samstarfi leggjum við Heimsmarkmiði 5 lið og könnum um leið hvernig UNESCO-skólar geta unnið saman að Alþjóðadögum.

–> https://stoppofbeldi.namsefni.is/framhaldsskoli/vefefni/ <– 

Skólum er bent á að nýta sér það góða efni sem má finna á Stoppofbeldi. Efnið er praktískt og styður við heildrænt sem og stakar kennslustundir um kynbundið ofeldi. Það er tilvalið fyrir daginn! Og reyndar alla aðra daga! Auk þes settum við saman nokkur ‘stafræn veggspjöld’ Veggspjöldin geta farið á samfélagsmiðla, upplýsingaskjái, innri vefi og fleiri staði. Barnaheill heldur líka uppi gagnvirkum vef fyrir unglinga og væri ráð að senda hlekk á vefinn beint á nemendur á unglingastigi grunnskóla og framhaldsskólanemendur.

—> https://barnaheill.is/kynheilbrigdi/ <—

En hvað er það sem Framhaldsskólanemendur höfðu að segja um kynjafræði og kynbundið ofbeldi? Margt og mikið, en við tókum saman fimm tilvitnanir nemenda sem undirstrika mikilvægi kynjafræðikennslu í framhaldsskólum sem afl gegn kynbundnu ofbeldi, og settum upp sem veggspjöld. Það má varpa þem á upplýsingaskjái, setja á samfélagfsmiðla, deila með nemendum og aðstandendum eða vinna með þau á annan hátt.

Náðu í veggspjöldin hér –>  https://we.tl/t-lh3oFKtfcG

Veggspjöldin eru hugsuð sem hugvekja og þægileg leið til þess að minna á eða hefja samtalið um ofbeldisforvarnir, en við hvetjum kennara og nemendur til þess að fræðast, og hugsa hvað þau geta gert til þess að vinna gegn kynbundnu ofbeldi í skólunum sínum, og víðar.