Líffræðilegur fjölbreytileiki í hættu: COP16 kallar eftir sterkari skuldbindingu

Frumskref í vernd líffræðilegs fjölbreytileika en fjárstuðning skortir enn. 

Sextánda ráðstefna aðila að samningnum um líffræðilega fjölbreytni (COP16), var haldin Cali í Kólumbíu fyrr í mánuðinum. Ráðstefnan markar lykilskref í alþjóðlegri viðleitni til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika og fjalla um djúpstæð tengsl hans við heilsu mankyns, loftslags áskoranir og réttindi frumbyggja. Þessi ráðstefna hefur ekki aðeins styrkt umgjörð um verndun heldur hefur hún einnig kynnt nýjar aðgerðir til að deila ávinningnum af líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðilegur fjölbreytileiki (e. biodiversity) vísar til fjölbreytileika alls lífs á jörðinni, sem nær yfir allar lífverur og vistkerfi þeirra. Líffræðilegur fjölbreytileiki er grunnurinn að heilbrigði vistkerfa og þjónustu þeirra, eins og loftslagsstjórnun, fæðuframboð og vatnshreinsun. Að vernda líffræðilegan fjölbreytileika er því mikilvægt fyrir jafnvægi náttúrunnar og sjálfbæra þróun samfélaga.

Gustavo Petro, forseti Kólumbíu

Alhliða alþjóðleg aðgerðaáætlun um líffræðilegan fjölbreytileika og heilsu

Einn af mest umbreytandi áföngum COP16 er samþykkt alþjóðlegrar aðgerðaáætlunar um líffræðilegan fjölbreytileika og heilsu, þar sem lögð er áhersla á “One Health” nálgunina, sem viðurkennir samspil heilsu vistkerfa, dýra og manna. Þessi stefna tekur á hlutverki líffræðilegs fjölbreytileika í baráttunni gegn súnusjúkdómum (mannsmitandi dýrasjúkdómar) og langvinnum sjúkdómum, á sama tíma og stuðlað er að sjálfbærum vistkerfum. Með því að takast á við helstu áhrifaþætti hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika og heilsufarsvandamála – eins og skógareyðingu, mengun og loftslagsbreytingar – stefnir áætlunin að því að bæta bæði umhverfis- og lýðheilsu. Ákvörðun COP kallar eftir því að lönd tilnefni innlenda tengiliði fyrir líffræðilegan fjölbreytileika og heilsu, sem tryggir samþættingu stefnumála á sviði landbúnaðar, skipulags og náttúruverndar. Að auki mun náið samstarf við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) styðja við þróun verkfæra til að fylgjast með heilsufarslegum ávinningi líffræðilegs fjölbreytileika.

Áhersla á þekkingu frumbyggja og nýjar verndaraðgerðir fyrir hafið

COP16 styrkti hlutverk þekkingar frumbyggja í verndun líffræðilegs fjölbreytileika með nýrri, varanlegri undirstofnun sem fjallar um réttindi frumbyggja og annara staðbundnara samfélaga. Þessi stofnun mun tryggja að rödd frumbyggja sé í forgrunni við framkvæmd markmiða sáttmálans, með viðurkenningu á dýrmætri þekkingu og starfsháttum sem þessi samfélög leggja til sjálfbærra vistkerfa. Önnur mikilvæg áhersla á COP16 var líffræðilegur fjölbreytileiki hafsins, einkum skilgreining vistfræðilega eða líffræðilega mikilvægra hafsvæða (EBSAs). Þetta ferli, sem hafði staðið í stað í átta ár, hefur nú verið endurvakið og gerir löndum kleift að bera kennsl á og vernda mikilvæg hafsvæði til stuðnings alþjóðlegu 30×30 verndarmarkmiðinu – að vernda 30% hafsvæða fyrir árið 2030.

Photo/ Juan Cano, Colombia Presidency

Skuldbinding til að vernda villt dýralíf og berjast gegn ágengum tegundum

Á ráðstefnunni var lögð mikil áhersla á sjálfbæra stjórn á dýralífi í náttúrunni og fjallað um tengslin milli hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika, lýðheilsu og sjúkdóma. Með samstarfi við stofnanir eins og CITES og FAO leitast COP16 við að styrkja verndarramma fyrir dýralíf. Auk þess er stjórnun ágengra tegunda efld með auknu alþjóðlegu samstarfi, nýjum gagnagrunnum og bættum viðskiptareglum.

Umræða um fjármagn til verndar líffræðilegum fjölbreytileika
Með metnaðarfullu markmiði í Kunming-Montreal alþjóðlegu rammaáætluninni um líffræðilegan fjölbreytileika (KMGBF) tók COP16 mikilvæg skref til að auka fjármag til verndar líffræðilegum fjölbreytileika. Á ráðstefnunni var settur á laggirnar Kunming líffræðileikafjárfestingarsjóðurinn (KBF) með 200 milljóna dollara framlagi frá Kína, til viðbótar við framlög frá 11 öðrum löndum. Þetta frumkvæði veitir fjárstuðning til verkefna  sem tengjast líffræðilegum fjölbreytileika í þróunarlöndum og viðkvæmum vistkerfum, með það að markmiði að ná KMGBF markmiðum fyrir árið 2030. Markmiðið var að safna 200 milljörðum dollara árlega fyrir árið 2030 til stuðnings verkefna tengt líffræðilegum fjölbreytileika, það gekk hinsvergar ekki upp. Einnig hófst umræða um að beina 500 milljörðum dollara frá skaðlegum niðurgreilsum, en engin niðurstaða var náð í þeim málum. COP16 náði ekki markmiðum sínum vegna skorts á samstöðu um mikilvæg fjármagnsúrræði fyrir líffræðilegan fjölbreytileika. Fulltrúar gátu ekki komið sér saman um áætlun til að tryggja 200 milljarða dollara sem þarf árlega til að ná markmiðum Kunming-Montreal rammaáætlunarinnar, en ríkin voru ósammála um fjármögnunarskuldbindingar. Þrátt fyrir metnaðarfull markmið hafa einungis 15% ríkja skilað inn aðgerðaáætlunum um líffræðilegan fjölbreytileika, og fjárstuðningurinn sem lofaður var reyndist ófullnægjandi. Togstreita magnaðist enn frekar þar sem fulltrúar glímdu við að samþætta dagskrá líffræðilegs fjölbreytileika og loftslagsmála, og ráðstefnan undirstrikaði slæms stöðu lífríkis á jörðunni án þess að ná fram raunhæfum skrefum til að bregðast við þeim. Þrátt fyrir framfarir í málefnum frumbyggja og sanngjarnri skiptingu á ávinningi lauk COP16 án afgerandi aðgerða eða nægilegra fjármuna, sem undirstrikar brýnni þörf fyrir sterkari alþjóðlega skuldbindingu til verndunar líffræðilegs fjölbreytileika.

 

Sjá meira frá COP16:

 

Heimildir:

COP16: Landmark biodiversity agreements adopted | UN News
https://www.cbd.int/article/agreement-reached-cop-16
https://www.cbd.int/conferences/2024
https://www.france24.com/en/environment/20241102-cop16-ends-no-agreement-fundingroadmpa-increase-protect-specie