Árlegt þing norrænna félaga Sameinuðu þjóðanna fór fram í Kaupmannahöfn dagana 24.–25. febrúar.
Á þinginu hittust fulltrúar félaganna og samstarfsstofnanir Sameinuðu þjóðanna í UN City meðal annars til að ræða stöðu alþjóðasamfélagsins, helstu áskoranir og mögulegar lausnir.
Ein af niðurstöðum fundarins var sameiginlegt ákall félaganna til norrænna stjórnvalda um framlengingu vopnahlés og viðurkenningu á Palestínu sem sjálfstæðu og fullvalda ríki. Ekki hafa öll norræn ríki gert slíkt, en með ákallinu vilja félögin vekja athygli á málinu og þrýsta á aðgerðir.
Ísland var fyrst norrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu árið 2011. Svíþjóð fylgdi í kjölfarið árið 2014, og Noregur gerði slíkt hið sama árið 2024. Í dag hafa um 146 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki.
Ákallið er enn sem komið er aðeins á ensku, en lesa má það í heild sinni hér að neðan.