Aðalfundur félagsins verður haldinn 28. maí nk.

Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 28. maí 2024, kl. 17:00 í Mannréttindahúsinu að Sigtúni 42. 

Dagskrá fundarins:

  1. Kosning fundarstjóra og ritara.
  2. Ávarp formanns sem opnar aðalfund.
  3. Eva Harðardóttir, formaður og Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri fara yfir verkefni og viðburði ásamt því að rekstrar- og efnahagsreikningur ársins 2024 verður kynntur.
  4. Lausn stjórnar og annarra ábyrgða.
  5. Kynning á frambjóðendum til stjórnar.
  6. Kjör nýrrar stjórnar, formanns og varaformanns.
  7. Kjör á endurskoðanda.
  8. Ávarp nýkjörins formanns.
  9. Fyrsti heiðursfélagi FSÞ tilnefndur.
  10. Önnur mál: umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni og tillögur sem löglega eru upp bornar.

Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar og samræður. Öll sem eru í félaginu eru sérstaklega hvött til þess að mæta.

______________________________________________________________________________________________________

Við viljum taka það sérstaklega fram að félagar í Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem hafa verið skráð sem félagar í mánuð eða lengur hafa atkvæðarétt.

Minnt er á að framboð til stjórnar þarf að berast að minnsta kosti viku fyrir aðalfund (í síðasta lagi 21. maí 2025) á vala@un.is.



Fyrir hönd stjórnar Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi,
Eva Harðardóttir, formaður