Védís Sigrúnardóttir Ólafsdóttir leiðir kynningu- og fræðslu hjá FSÞ á 80 ára afmæli SÞ

Félag Sameinuðu þjóðanna býður Védísi Sigrúnardóttur Ólafsdóttur hjartanlega velkomna til starfa sem verkefnastjóra kynningar- og fræðslumála fyrir verkefnið UN80. Védís hóf störf hjá FSÞ í byrjun júní og kemur til liðs við félagið með víðtæka þekkingu og reynslu úr kynningar- og fræðslustarfi, þróunarsamvinnu og mannúðarmálum, bæði á Íslandi og erlendis.

Starfið var auglýst á Alfreð í apríl og sóttu yfir 50 einstaklingar um. Védís mun gegna hlutverkinu út árið 2025.

Védís lauk meistaranámi í þjóðfræði og viðbótardiplómu í kynjafræði frá Háskóla Íslands, auk þess sem hún er með BS-gráðu í alþjóðlegri stjórnmálafræði og hagfræði frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn.

Á árunum 2018–2024 starfaði hún hjá Jafnréttisskóla GRÓ við Háskóla Íslands, og þar á undan hjá UNRWA í Jórdaníu (2016–2018). Auk þess hefur hún unnið að fjölbreyttum verkefnum fyrir Háskóla Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og öryggi í Þýskalandi (2024–2025), Lækna án landamæra í Sierra Leone (2022) og Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Malaví (2015).

Védís er ekki ókunnug starfsemi FSÞ þar sem hún sat í stjórn félagsins á árunum 2021 til vors 2025.

Við hlökkum til samstarfsins og bjóðum Védísi innilega velkomna!