Síðustu fréttir og greinar

16 skólar á Reykjanesi skrifuðu undir viljayfirlýsingu um inngöngu í UNESCO-skóla verkefnið á Íslandi

Skólar á Reykjanesi sýna mikinn vilja til að bætast í hóp UNESCO skóla á Íslandi    Þann 4. september 2024 var haldinn kynningarfundur í Hljómahöll um innleiðingu UNESCO-skóla í alla skóla á Reykjanesi. Fulltrúum frá öllum skólum á svæðinu var boðið á fundinn ásamt aðilum tengdum Suðurnesjvettvangi. „Sjálfbærni er sameiginlegt viðfangsefni allra sem íbúar á […]


‘Ógleymanleg upplifun að vera stödd í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna’, segir Sara Júlía Baldvinsdóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar

Sara Júlía Baldvinsdóttir var kosin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar á Farsældarþingi ungs fólks, sem var hluti af 2. leiðtogaráðsfundi LUF 2023 þann 24. nóvember síðastliðinn. Sara Júlía, sem starfar á sviði sjálfbærni hjá KPMG, fer nú fyrir ungmennum Íslands í þessu mikilvæga hlutverki. Sara tók nýlega þátt í ráðherrafundi um […]


Rafræn vinnustofa fyrir ungt fólk á aldrinum 16-30 ára – Opið fyrir skráningar!

Rafræn vinnustofa fyrir ungt fólk verður haldin mánudaginn 2. september kl. 17:00-18:00. Á vinnustofunni mun ungt fólk ræða hugmyndir og ráðleggingar hvernig hægt sé að beita hagsmunagæslu til þess að stuðla að heildrænni umbreytingu í þágu sjálfbærrar þróunar. Stuðst verður við gögn sem ungt fólk og borgarasamfélagið á Íslandi lagði fram í landrýniskýrslu Íslands til […]


Námskeið fyrir kennara haldið í fjórða sinn

Hátt í 30 kennarar tóku þátt í námskeiði sem haldið var á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þann 14. ágúst sl. sem bar heitið ‘Að vekja ungt fólk til hnattænnar borgaravitundar‘. Þetta er í fjórða sinn sem námskeið er haldið af hálfu félagsins, en því er ætlað fyrir kennara á leik-, […]


Pétur Hjörvar Þorkelsson er nýr verkefnastjóri kynningar- og fræðslu

Pétur Hjörvar Þorkelsson hef­ur verið ráðinn verkefnastjóri kynningar- og fræðslu hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Alls sóttu 123 um starfið sem auglýst var á Alfreð í byrjun maí. Um ræðir nýja stöðu innan félagsins sem felur í sér að auka þekkingu og skilning almennings á málefnum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamvinnu með kynningu og miðlun […]


Ráðherrafundur um sjálfbæra þróun (HLPF) hófst í gær í New York

Ráðherrafundur um sjálfbæra þróun (e. The High-level Political Forum on Sustainable Development, HLPF) hófst í gær 8. júlí og stendur yfir til 17. júlí 2024 í höfuðstöðvum Sþ í New York. Fundurinn, sem ávallt fellur undir hatt Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC) felur einnig í sér þriggja daga ráðherrahluta fundarins sem verður dagana 15.-17. júlí. Þema […]


Fánadagur heimsmarkmiðanna 25. september

Fánadagur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er haldinn í annað sinn á Íslandi þann 25. september nk. UN Global Compact og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi standa að deginum hér á landi. Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna og að fyrirtæki, stjórnvöld, stofnanir, félagasamtök, skólar og sveitarfélög um allan heim, sýni skuldbindingu […]


Heimurinn fær „falleinkunn“ í árlegri skýrslu um heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun

Nú þegar aðeins sex ár eru eftir af heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun (e. Sustainable Development Goals/SDGs) eru framfarir á heimsvísu ófullnægjandi, með aðeins 17 prósent þeirra markmiða sem nú eru á réttri leið, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gefin var út 28. júní. Í skýrslunni um heimsmarkmiðin 2024 er lögð áhersla á að næstum […]


Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði barna og ungmenna telur að þær áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir séu margslungnar og að ómögulegt verði að takast á við þær án aðkomu ungs fólks.

Emma Ósk Ragnarsdóttir var kosin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði barna- og ungmenna á 2. fundi leiðtogaráðs Landssambands ungmennafélaga (LUF) þann 24. nóvember 2023. Emma Ósk starfar sjálf sem grunnskólakennari og brennur fyrir málaflokkinum, bæði í leik og starfi. Ólíkt öðrum hlutverkum ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ að þá ferðaðist Emma Ósk ein til […]


Námskeið fyrir kennara: Að vekja ungt fólk til hnattrænnar vitundar

Að vekja ungt fólk til hnattrænnar vitundar: heimsmarkmiðin og Sameinuðu þjóðirnar er námskeið fyrir kennara á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem fer fram miðvikudaginn 14. ágúst, á milli klukkan 13 og 16, í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ í Stakkahlíð. Á námskeiðinu, sem ætlað er fyrir kennara og stjórnendur á leik-, grunn-, og framhaldsskólastigi, verður […]