Mér þótti gott að fá áminningu um að víkka sjóndeildarhringinn, hlusta og skilja sjónarmið og raunveruleika annars fólks og þannig styðja hvort annað af einlægni, segir ungmennafulltrúi Íslands hjá Sþ á sviði mennta, vísinda og menningar
Isabel Alejandra Diaz var kosin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mennta, vísinda og menningar á fundi leiðtogaráðs Landssambands ungmennafélaga (LUF) þann 24. janúar sl. Isabel býr yfir mikilli reynslu af réttindabaráttu ungs fólks en hún hefur setið fyrir hönd Röskvu í háskólaráði Háskóla Íslands auk þess að sinna hlutverki forseta Stúdentaráðs HÍ 2020-2022. […]