Síðustu fréttir og greinar

Alþjóðamannréttindadagurinn 2024 – Mannréttindakennsla í FÁ – Viðtal

Samband menntunnar og mannréttinda er nánara en margan grunar. Flest eru meðvituð um réttinn til menntunnar, þ.e. að aðgangur að menntun sé mannréttindi, en færri vita að mannréttindi þeirra hafa töluverð áhrif á nám og námsaðsæður þeirra. Skólar spila þannig mikilvægt hlutverk í því að gera réttindi nemenda sinna að raunveruleika með því að skapa […]


25. Nóvember Alþjóðlegur dagur gegn kynbundnu ofbeldi – Samstarf UNESCO-skóla

Þann 25. Nóvember næstkomandi er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Kynbundið ofbeldi grasserar þegar enginn talar um það og þótt mörg hafi unnið gott starf, er töluvert langt á land. Fjölmargir UNESCO-skólar halda uppi metnaðarfullu kynjafræðinámi fyrir nemendur sína og er mikilvægur liður í náminu að læra um kynbundið ofbeldi. Í raun svo mikilvægur að […]


Líffræðilegur fjölbreytileiki í hættu: COP16 kallar eftir sterkari skuldbindingu

Frumskref í vernd líffræðilegs fjölbreytileika en fjárstuðning skortir enn.  Sextánda ráðstefna aðila að samningnum um líffræðilega fjölbreytni (COP16), var haldin Cali í Kólumbíu fyrr í mánuðinum. Ráðstefnan markar lykilskref í alþjóðlegri viðleitni til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika og fjalla um djúpstæð tengsl hans við heilsu mankyns, loftslags áskoranir og réttindi frumbyggja. Þessi ráðstefna hefur ekki […]


Mikil heiður að vera viðstödd samþykkt Sáttmála framtíðarinnar segir Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda

Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Hún hlaut kjör sitt á 20. Sambandsþingi LUF sem fram fór í Hörpu þann 24. febrúar síðastliðinn. Stefanía lauk nýlega BA námi í mannréttindum við Malmö háskóla í Svíþjóð. Stefanía fór út til New York nú í september sem hluti af íslenskri sendinefnd […]


Nýr UNESCO-skólavefur nú aðgengilegur

Menningarmálastofnun Sameinðu þjóðanna, UNESCO, setti á dögunum nýjan umsóknar og yfirlitsvef fyrir ASPnet (UNESCO Associated Schools Network) skólana í loftið. Sjá vef —> https://community.unesco.org/aspnet-platform Vefurinn er mikið fagnaðarefni fyrir ASPnet skólana. Með því að að gera umsjónaraðilum og skólafólki kleift að tengjast þvert yfir höfin á auðveldan hátt, gerum við ráð fyrir að verkefnið styrkist. […]


Dagur Sameinuðu þjóðanna 24. október. ‘Í hrjáðum heimi nútímans er vonin ekki nóg. Vonin krefst ákveðinna aðgerða og fjölþjóða lausna í þágu friðar’ segir aðalframkvæmdastjóri Sþ

„Í hrjáðum heimi nútímans er vonin ekki nóg. Vonin krefst ákveðinna aðgerða og fjölþjóða lausna í þágu friðar.“ eru eftirfarandi  skilaboð António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á Degi Sameinuðu þjóðanna 24. október.   „Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar af heiminum fyrir heiminn. Frá árinu 1945, hafa Sameinuðu þjóðirnar verið vettvangur þar sem þjóðir sameinast á bak […]


Ísland hlaut kjör til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í dag

Ísland hlaut kjör til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í dag í kosningum sem fóru fram í allsherjarþinginu í New York, en Stjórnarráðið greindi frá því fyrir skömmu. Þar hlaut Ísland 174 af 183 greiddum atkvæðum í kosningunum en auk Íslands voru Spánn og Sviss í framboði um þrjú sæti hóps vestrænna ríkja. Þetta er […]


Ungmenni frá Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi hafa gefið út stefnuskjal um loftslagsréttlæti!

Loftslagsréttlæti snýst um að tryggja að allt fólk, óháð búsetu eða auðlindum þeirra, eigi rétt á heilbrigðu umhverfi og getu til að vernda sig gegn áhrifum loftslagsbreytinga. Þar er lögð áhersla á að þeir sem minnst hafa lagt í loftslagsvandann, oft viðkvæmustu samfélögin og ungt fólk, beri ekki þyngstu byrðarnar. Ungmenni frá Félögum Sameinuðu þjóðanna […]


Í dag, 25. nóvember er fánadagur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna!

Saman munum við flagga fánum um allt land þann 25. september 2024. Fánadagurinn var fyrst haldinn á heimsvísu árið 2020 og hafa vinsældir framtaksins farið ört vaxandi. Hundruð fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka, skóla og sveitarfélaga þátt í fánadeginum um allan heim undir heitinu Saman fyrir heimsmarkmiðin #TogetherForTheSDGs. UN Global Compact á Íslandi, í samstarfi við Félag […]


Sáttmáli framtíðarinnar samþykktur af leiðtogum heimsins

Leiðtogar heimsins samþykktu í gær Sáttmála framtíðarinnar sem felur einnig í sér tvö fylgiskjöl um Alþjóðlegan stafrænan sáttmála og Yfirlýsingu um komandi kynslóðir. Sáttmálinn nær yfir breitt svið þemu, þar á meðal frið og öryggi, sjálfbæra þróun, loftslagsbreytingar, stafræna samvinnu, mannréttindi, kyn, ungt fólk og komandi kynslóðir og umbreytingu á alþjóðlegri stjórnun. Leiðtogar heimsins eru […]