Síðustu fréttir og greinar

Heimsmarkmiðin nú til á auðlesnu máli

  Í tilefni fánadags heimsmarkmiðanna gefa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Miðstöð um auðlesið mál út bækling sem kynnir heimsmarkmiðin á auðlesnu máli. Markmið útgáfunnar er að gera heimsmarkmiðin aðgengilegri og hvetja alla til að leggja sitt af mörkum til að ná árangri í þeim, og hvetja jafnframt aðra til að gera slíkt hið […]


Skráning hafin á árlega friðarráðstefnu Höfða friðarseturs

Taktu þátt í umræðunni um mikilvægi þess að standa vörð um mannréttindi til að tryggja varanlegan frið! Árleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fer fram þann 10. október, frá kl. 10:00 – 17:00. Á tímum vaxandi einræðishyggju, hnignunar lýðræðis og bakslags í mannréttindum, þar á meðal kynjajafnrétti og réttindum LGBTQI+ fólks, […]


Staða mannfjöldaþróunar 2025 – Kynning á skýrslu UNFPA

Í tilefni útgáfu skýrslu Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna um Stöðu mannfjöldaþróunar 2025 (e. State of The World Population), efnir Félag Sameinuðu þjóðanna, í samstarfi við Endósamtökin, með stuðningi utanríkisráðuneytisins til kynningarfundar í Loftskeytastöðinni, þriðjudaginn 16. september kl. 16.30. Viðburðurinn fer fram á íslensku en pallborðsumræður á ensku. Sýning verður opnuð á viðburðinum með myndum sem prýða skýrsluna […]


Morgunfundur um Sameinuðu þjóðirnar vel sóttur

Í gær stóð Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, í samvinnu við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, fyrir umræðufundi í tilefni 80 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna. Viðburðurinn var vel sóttur og einkenndist af breiðum umræðum um áskoranir, möguleika og fyrirséðar breytingar stofnunarinnar í samhengi fortíðar, samtíðar og framtíðar. Bogi Ágústsson, heiðursfélagi Félags Sameinuðu þjóðanna, stýrði fundinum og setti […]


Fánadagur heimsmarkmiðanna 25. september

Heimsmarkmiðin kalla á okkur öll – 25. september 2025 Árið 2025 stöndum við á krossgötum þar sem aðeins fimm ár eru eftir til að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Staðan í heiminum er krefjandi með yfirvofandi loftslagsvanda, ójöfnuði og átakalínum milli þjóða sem draga úr framförum. Þrátt fyrir það sýna nýjustu skýrslur að árangur hefur […]


Morgunverðarfundur – 80 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, boðar til opins umræðufundar í Norræna húsinu 10. september í tilefni af 80 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn er vettvangur fyrir umræðu um fjölþjóðasamstarf, með sérstakri áherslu á Sameinuðu þjóðirnar, og hvernig Ísland getur lagt sitt af mörkum og brugðist við áskorunum framtíðarinnar. Fundurinn […]


Barna- og ungmennaráð heimsmarkmiðanna fundaði með ríkisstjórninni

Þann 22. ágúst sl. sat barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fund með ríkisstjórn Íslands þar sem það kynnti sínar hugmyndir og áherslur um hvernig vinna mætti markvisst að heimsmarkmiðunum hér á landi. Ráðið lagði fram tíu tillögur sem snúa meðal annars að skólamálum, heilbrigðisþjónustu, lýðræðislegri þátttöku, fjölbreytileika og þörf fyrir samræmda ungmennastefnu. Í kjölfar […]


Vel heppnað kennaranámskeið á Reykjanesi

Kennaranámskeið um heimsmarkmiðin og Sameinuðu þjóðirnar heppnaðist afar vel 13. ágúst s.l. hélt Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi námskeiðið Að vekja ungt fólk til hnattrænnar vitundar: Heimsmarkmiðin og Sameinuðu þjóðirnar fyrir kennara og stjórnendur á öllum skólastigum. Námskeiðið fór fram í húsnæði Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) og tóku þátt yfir 20 kennarar úr UNESCO-skólum […]


„Nú er tíminn til að fjármagna framtíðina og breyta um stefnu“ sagði António Guterres í Sevilla

Sevilla, 30. júní 2025. „Við erum hér í Sevilla til að breyta um stefnu,“ sagði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í opnunarræðu sinni á fjórðu ráðstefnunni um fjármögnun þróunar (FFD4). Þar kallaði hann eftir metnaðarfullum aðgerðum til að loka gríðarlegu fjármögnunarbili upp á 4 billjónir dollara sem stendur í vegi fyrir heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. […]


Védís Sigrúnardóttir Ólafsdóttir leiðir kynningu- og fræðslu hjá FSÞ á 80 ára afmæli SÞ

Félag Sameinuðu þjóðanna býður Védísi Sigrúnardóttur Ólafsdóttur hjartanlega velkomna til starfa sem verkefnastjóra kynningar- og fræðslumála fyrir verkefnið UN80. Védís hóf störf hjá FSÞ í byrjun júní og kemur til liðs við félagið með víðtæka þekkingu og reynslu úr kynningar- og fræðslustarfi, þróunarsamvinnu og mannúðarmálum, bæði á Íslandi og erlendis. Starfið var auglýst á Alfreð […]