Félag Sameinuðu þjóðanna sótti um og fékk úthlutað einu starfi í gegnum átak stjórnvalda um stofnun sumarstarfa fyrir námsmenn. Auglýsing fyrir starfið er hér fyrir neðan og allar umsóknir skulu fara í gegnum síðu Vinnumálastofnunnar. Hægt er að sækja um starfið með því að ýta hér. Opnað verður fyrir umsóknir 11. maí og umsóknarfrestur er til 21. maí.
Auglýsing
Um Félag Sameinuðu þjóðanna
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi var stofnað í apríl 1948. Í fundargerð stofnfundarins kemur ekki fram dagsetning fundar, einungis að fundurinn hafi verið haldinn sunnudag í apríl 1948 á Hótel Borg í Reykjavík. Fyrsti forseti félagsins var Ásgeir Ásgeirsson sem þá var þingmaður Alþýðuflokksins. Ásgeir þekkja eflaust flestir en hann var annar forseti lýðveldisins og gengdi embættinu frá 1952-1968. Saga félagsins er því orðin löng og fjölbreytileg, en skipulagðri skráningu hennar er ekki lokið.
Heimssamtökin World Federation of United Nations Associations voru stofnuð í apríl 1946 af 22 félögum Sameinuðu þjóðanna. Í dag telja Félög Sameinuðu þjóðanna á annað hundrað en aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru 193.
Gildi
Þekking, samvinna og sjálfbærni.
Framtíðarsýn
Heimsmarkmiðin og gildi Sameinuðu þjóðanna njóta víðtæks stuðnings í samfélaginu og þorri þjóðarinnar styður við alþjóðlegt þróunarstarf.
Sjálfbær þróun er sjálfsögð íslensku samfélagi og sífellt fleiri tileinka sér sjálfbæran lífsstíl og heimsborgaravitund. Mannréttindi eru í hávegum höfð og Ísland tekur sér almennt stöðu með alþjóðalögum.
Markmið
Fjölbreyttari og aðgengilegri miðlun um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Efla þekkingu og færni ungs fólks til þess að ýta undir sjálfbæra þróun, sbr heimsmarkmiði 4.7
Aukið framboð upplýsinga um Sameinuðu þjóðirnar og þróunarsamvinnu
Um starfið
Kynningarfulltrúi hefur umsjón með öllum samfélagsmiðlum Félags Sameinuðu þjóðanna sem og heimasíðunni www.un.is. Kynningarfulltrúi skrifar greinar um verkefni Sameinuðu þjóðanna, sérstofnanir, viðburði og fleira sem snertir málefni Sameinuðu þjóðanna. Kynningarfulltrúi birtir færslur á samfélagsmiðlum um alþjóðadaga, aðstoðar við að skipuleggja viðburði, svara fyrirspurnum o.s.frv.
Starfið er fjölbreytt og krefst góðrar skipulagshæfni og góðu valdi á íslensku. Vinnutími er sveigjanlegur og ræður viðkomandi hversu mikla viðveru hann/hún/hán hefur á skrifstofunni. Starfið hentar því einnig í fjarvinnu og þarf viðkomandi ekki að búa á höfuðborgarsvæðinu.
Helstu verkefni:
- Gera færslur á samfélagsmiðla; Facebook, Instagram og Twitter um alþjóðadaga á starfstímabilinu
- Skrifa greinar á vef Félags Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin, undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, viðburði og málefni sem upp geta komið á starfstímabilinu
- Taka þátt í að skrifa fréttir, taka punkta og skrifa stuttar færslur á samfélagsmiðla af High Level Partnership Forum í júlí
- Fylgjast vel með málefnum líðandi stundar og fréttum er tengjast Sameinuðu þjóðunum og verkefnum þeirra og bregðast við með viðeigandi hætti (skrifa greinar, gera færslur á samfélagsmiðla o.s.frv.)
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
- Vera að ljúka bakkalárnámi eða í meistaranámi á sviði stjórnmálafræði, alþjóðasamskipta, félagsfræði, mannfræði, viðskiptafræði, lögfræði, fjölmiðlafræði eða öðru námi sem nýtist í starfi
- Hafa reynslu af samfélagsmiðlum
- Reynsla af því að vinna með WordPress síður kostur
- Fagleg vinnubrögð og framkoma
- Gott vald á ritaðri og talaðri íslensku
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Áhugi á starfsemi Sameinuðu þjóðanna
- Kunnátta á myndvinnsluforrit kostur
Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri, veitir frekari upplýsingar um starfið sé þess óskað. Hafa má samband við hana með tölvupósti á vera@un.is eða í síma 867-5632