Samkomulag um útflutning á hveiti og öðrum kornvörum frá Úkraínu var undirritaður síðastliðinn föstudag í Istanbúl. Flutningur á kornvöru hefur legið niðri allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar. Tyrkir og Sameinuðu þjóðirnar höfðu milligöngu um samningana sem Rússar féllust á og voru úkranískar hafnir í kjölfarið opnaðar fyrir útflutning á kornvörum og áburði um Svartahaf.
Aðalframkvæmdastjóri SÞ, António Guterres þakkaði Erdogan forseta Tyrklands og ríkisstjórn hans fyrir að auðvelda viðræðurnar sem leiddu til samningsins og hrósaði um leið fulltrúum Úkraínu og Rússlands fyrir að leggja ágreining sinn til hliðar vegna sameiginlegra hagsmuna mannkyns.
Úkraína er meðal fremstu framleiðendum korns í heiminum og dreifir meira en 45 milljónum tonna árlega á heimsmarkaðinn, samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna.
Innrás Rússa, hefur leitt til metverðs á matvælum og eldsneyti, auk vandamála á birgðastöðu, þar sem miklar birgðir bíða eftir að verða fluttar úr sílóum.
Þess að auki mun samningurinn koma á stöðugleika á matvælaverði á heimsvísu sem „verði mikill léttir fyrir þróunarríki sem eru á barmi gjaldþrots og hungursneyðar” sagði Guterres.
„Síðan stríðið braust út hef ég lagt áherslu á að það sé engin lausn á alþjóðlegu matvælakreppunni án þess að tryggja fullan alþjóðlegan aðgang að matvælum frá Úkraínu og Rússlandi ásamt áburði”. Guterres bætti þá einnig við að þetta yrði vonandi leiðarstefið í átt að friði á svæðinu.
Ný samhæfingarmiðstöð opnuð í Istanbúl
Samhæfingarmiðstöð sem miðar að því að auðvelda öruggan útflutning á matvælum og áburði í atvinnuskyni frá helstu úkraínskum höfnum, var formlega vígð í Istanbúl í dag.
Þetta er mikilvægt skref í átt að innleiðingu samningsins sem gerður var við Svartahaf síðastliðin föstudag.