Menningarmálastofnun Sameinðu þjóðanna, UNESCO, setti á dögunum nýjan umsóknar og yfirlitsvef fyrir ASPnet (UNESCO Associated Schools Network) skólana í loftið.
Sjá vef —> https://community.unesco.org/aspnet-platform
Vefurinn er mikið fagnaðarefni fyrir ASPnet skólana. Með því að að gera umsjónaraðilum og skólafólki kleift að tengjast þvert yfir höfin á auðveldan hátt, gerum við ráð fyrir að verkefnið styrkist. Hægt er að sjá alla þátttökuskóla ASP-netsins og sía eftir staðsetningu, skólastigi og þemum sem þau vinna með. Verkefnastjóri Félags Sþ vinnur nú hörðum höndum að því að yfirfara og uppfæra upplýsingar um íslensku skólana, og kynna vefinn fyrir áhugasömum.
Ef þinn skóli hefur áhuga á því að verða UNESCO-skóli, endilega hafðu samband við Pétur Hjörvar (petur@un.is), verkefnastjóra hjá Félagi Sþ fyrir frekari upplýsingar. Umsóknarferlið er aðgengilegt á vefnum!