Að vekja ungt fólk til hnattrænnar vitundar: Heimsmarkmiðin og Sameinuðu þjóðirnar er námskeið fyrir kennara á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Námskeiðið er opið öllum en kennarar í UNESCO-skólum hljóta forgang, ef aðsókn er mikil.
Námskeiðið verður haldið föstudaginn 13. ágúst, á milli 13-16, í Laugarnesskóla.
Á námskeiðinu, sem ætlað er fyrir kennara og stjórnendur á leik-, grunn-, og framhaldsskólastigi, verður unnið með námsefni og fjölbreyttar kennsluaðferðir sem miða að því að styðja við þekkingu nemenda á starfsemi Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttinda, friðar og sjálfbærrar þróunar. Námskeiðið er haldið árlega og er í stöðugri þróun. Eftir athugasemdir frá seinustu námskeiðum verður áfram unnið með kennsluaðferðir sem byggja á virkri þátttöku nemenda.
Kennarar á námskeiðinu eru Eva Harðardóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Pétur Hjörvar Þorkelsson, verkefnastjóri kynningar- og fræðslu hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og heimsmarkmiðanælu.
Námskeiðsgjald: 8.000 kr.
Skráðu þig hér –> https://forms.office.com/e/bhkw1DB5rA
Þú færð staðfestingarpóst með greiðslu upplýsingum. Greiðsla staðfestir skráningu.
Pétur Hjörvar, verkefnastjóri hjá Félagi Sþ, tekur glaður við fyrirspurnum á netfanginu petur@un.is eða í síma 846-5476.