Staða mannfjöldaþróunar 2025 – Kynning á skýrslu UNFPA

Í tilefni útgáfu skýrslu Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna um Stöðu mannfjöldaþróunar 2025 (e. State of The World Population), efnir Félag Sameinuðu þjóðanna, í samstarfi við Endósamtökin, með stuðningi utanríkisráðuneytisins til kynningarfundar í Loftskeytastöðinni, þriðjudaginn 16. september kl. 16.30.

Viðburðurinn fer fram á íslensku en pallborðsumræður á ensku. Sýning verður opnuð á viðburðinum með myndum sem prýða skýrsluna og verður létt hressing í boði.
Dagskrá viðburðarins:
Opnun
  • Anna Margrét Hrólfsdóttir, framkvæmdarstjóri Endósamtakanna
  • Marta Birna Baldursdóttir, sérfræðingur á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins
  • Klaus Simoni Pedersen, hjá Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í New York

Pallborðsumræður

  • Ulla Müller, skrifstofustjóri Norðurlandaskrifstofu Mannfjöldasjóðs Sþ
  • Eydís Sara Óskarsdóttir, varaformaður Endósamtakanna
  • Sunna Kristín Símonardóttir, lektor við félagsfræðideild Háskólans á Akureyri
  • Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, heimspekingur, aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands

Opnun listasýningar af verkum úr skýrslunni ásamt léttum veitingum

Nánar um skýrsluna 

Undanfarna áratugi hafa orðið miklar framfarir í kyn- og frjósemisréttindum (e. sexual reproductive health rights). Aðgangur að fræðslu og getnaðarvörnum hefur aukist. Einstaklingar eru nú í betri stöðu en áður til að ákveða hvort, hvenær og hversu mörg börn þeir kjósa að eignast.
     Hindranir á leið fólks í að uppfylla vonir og væntingar um barneignir geta tekið á sig margar myndir, en til að skilja þessar hindranir er nauðsynlegt að spyrja. Ef raunveruleiki fólks er ekki skoðaður með tilliti til margslungna áskoranna fólks getur það leitt til stefnumótunar sem er ófullnægjandi eða óviðeigandi.
     UNFPA spurði fólk í 14 löndum, sem samanlagt mynda meira en þriðjung jarðarbúa, hvað það raunverulega vilji þegar kemur að barneignum og framtíð þess – og hvort það telji sig geta látið þessar óskir rætast. Niðurstöðurnar sýna að allt of fáir hafa raunverulegt frelsi þegar kemur að þessari ákvörðunum, sem fyrir flest er ein stærsta ákvörðun lífsins.
     Skýrslan byggir á rannsóknum fyrir sýna að hindranir við að forðast óvænta meðgöngu og hindranir við að stofna fjölskyldu eru í raun þær sömu: efnahagsleg óvissa, kynjamismunun, skortur á stuðningi frá maka og samfélagi, ófullnægjandi kyn- og frjósemisheilbrigðisþjónusta, skortur á aðgengi að þjónustu á borð við viðráðanlega dagvistun eða menntun, og svartsýni um framtíðina.
     Það kemur í ljós að þegar við spyrjum réttu spurninganna sjáum við bæði vandann og lausnina skýrt. Svarið felst í frelsi til barneigna (e. Reproductive agency) –getu einstaklings til að taka frjálsar og upplýstar ákvarðanir um kynlíf, notkun getnaðarvarna og barneignir – hvort, hvenær og með hverjum sem hann vill.
     Fæðingartíðni verður sífellt meira umræðu- og áhyggjuefni. Opinber umræða beinist gjarnan að lækkandi frjósemi, öldrun samfélaga og skorti á vinnuafli. Samt er eitt lykilmál oft fjarverandi í umræðunni: umfram allt stöndum við frammi fyrir hnattrænni krísu í frjósemisfrelsi. Það er meginþema nýjustu skýrslu UNFPA, The Real Fertility Crisis: The Pursuit of Reproductive Agency in a Changing World.