Verður heimurinn betri? Við þessari spurningu eru margvísleg svör. Mörg okkar lifa lengra, heilbrigðara og innihaldsríkara lífi. En lifnaðarhættir okkar setja álag á jörðina, auk þess sem stríð, átök og faraldrar geysa víða. Þriðjudaginn 14. október gaf Félag Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu út vefinn verdurheimurinnbetri.is og bók að safna nafni. Vefurinn er hannaður af hönnunarstofunni 14islands fyrir Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), í miklu samráði við ungt fólk. Við héldum útgáfuhóf í Fjölbrautarskólanum við Ármúla þar sem fjöldi ungs fólks komst skrefinu nær við að svara þessari erfiðu spurningu. Um 100 manns mættu á viðburðinn og gátu nemendur tekið þátt í happdrætti og hlutu þrjú ungmenni vinninga. Hófið endaði með miklu lófaklappi og fengu öll sem mættu pizzu á leiðinni út.
Útgáfuhófið var stórskemmtilegt og þökkum við sérstaklega Báru Karínu og Stefaníu Sigurdís fyrir góða og fræðandi viðburðarstjórn. Hófið var fjölmennt, en starfsfólk og nemendur Fjölbrautarskólans við Ármúla fá sérstakar þakkir fyrir samstarfið.
Verður heimurinn betri? er kennsluverkfæri sem hjálpar ungu fólki að skilja heiminn sem við búum í. Með því að hvetja til ígrundunar um ástandið í heiminum styður verkefnið við fjölbreytta og gagnrýna hugsun, færni sem nýtist í öllum námsgreinum. Á vefnum má finna fjölbreytt og gagnvirkt efni fyrir skóla, kennara og aðra áhugasama. Efnið byggir á nýjustu tölfræðilegri framsetningu um þróun heimsins og heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og er ætlað til að vekja til umræða, fræða og hvetja til virkni meðal ungs fólks.
Vefurinn er gagnvirkur og virkar þannig að nemendur safna stigum með því að nota vefinn. Stigin geta þeir síðan notað til þess að kjósa hvaða málefni skiptir þá mestu máli. Verður heimurinn betri? hefur nú þegar vakið mikla lukku og hvetjum við alla skóla til þess að skoða hann.
Vefurinn byggir á samnefndri bók sem nú er gefin út á íslensku í þriðja skiptið og er aðgengileg á vef MMS og FSÞ, en er auk þess send á alla grunn- og framhaldsskóla landsins í október.
Útgáfa vefsins er styrkt af Barna og -menntamálaráðuneytinu og útgáfa bókarinnar er styrkt af Utanríkisráðuneytinu.
