80 ára afmælisveisla Sameinuðu þjóðanna og Línu Langsokks í Norræna húsinu

Félag Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við UNICEF og Norræna húsið mun halda uppá 80 ára afmælisveislu Sameinuðu þjóðanna og Línu Langsokks í Norræna húsinu, sunnudaginn 9. nóvember kl. 10–13.
Í boði verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir börn á aldrinum 3–12 ára og fylgdarmenn þeirra, með sögustundum á íslensku og sænskuheimsmarkmiðabingói og föndri, auk þess sem hægt verður að skoða sýninguna um Línu, lýðræði og raddir barna á barnabókasafninu.
Dagskrá
10:15-10:45 | Sögustund um Línu á íslensku
10:45-11:15 | Heimsmarkmiðabingó
11:15-11:45 | Sögustund um Línu á sænsku
11:45-12:15 | Heimsmarkmiðabingó
12:15-12:45 | Sögustund um Línu á íslensku
10:00-13:00 | Föndursmiðja niðri á barnabókasafni
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Athugið að húsið verður opið eins og húsrúm leyfir.
Við hlökkum til að fagna með ykkur!