Samstaða, sjálfbærni og vísindi í forgrunni hjá nýkjörnum forseta 77. Allsherjarþingsins

Fyrrum ungverski diplómatinn Csaba Kőrösi var skipaður forseti 77. fundar Allsherjarþings SÞ við opinbera athöfn í New York síðastliðinn þriðjudag. 

Hann hefur undanfarið starfað sem forstöðumaður umhverfis- og sjálfbærnimála á skrifstofu forseta Ungverjalands en mun hann  næsta árið leiða nefnd stefnumótunar hjá SÞ, eða frá og með september á þessu ári þegar 77. Allsherjarþing hefst.

Kőrösi hét því í ræðu sinni að beita sér fyrir málum er varða sjálfbærni á næsta Allsherjarþingi en kjörorð tímabilsins verða: “Samstaða, sjálfbærni og vísindi”. Í ræðu sinni benti Kőrösi á þær ógnir sem heimurinn stendur frammi fyrir þar sem forgangsraða þarf í þágu fæðuöryggis, loftslagsmála, líffræðilegs fjölbreytileika og mannúðarmála sem styðja um leið við lykil stoðir SÞ; friðar og öryggis, mannréttindi og sjálfbæra þróun. 

Í ávarpinu nefndi Kőrösii að vegna þessara stóru áskorana, samhliða stríðinu í Úkraínu væri heimurinn í auga stormsins. Með kosningu hans til næsta forseta bæri mikil ábyrgð og sagði mikilvægt að leita samþættra lausna á kerfislægum áskorunum.

„Það er engin leið aftur í okkar gamla eðlilega horf. Eina leiðin út úr núverandi ástandi okkar er með áframhaldandi umbótum og umbreytingu þessa skipulags og með því að efla samvinnu okkar. Við verðum að gera miklu betur í að standa við sameiginleg samþykkt markmið okkar, skuldbindingar og loforð. 

UN Photo/Eskinder Debebe Csaba Kőrösi, nýkjörinn forseti 77. Allherjarþingsins.

 

Kőrösi fjallaði þá einnig um mikilvægi þess að standa fast á grundvallarreglum um Sáttmála Sameinuðu þjóðanna (e. UN Charter), taka þyrfti markvissum og mælanlegum framförum í „sjálfbærri umbreytingu“, auka hlutverk vísindanna við ákvarðanatöku og stuðla að aukinni samstöðu.

Fullur stuðningur þingsins við nýjan forseta Allsherjarþingsins

Núverandi forseti Allsherjarþingsins, Abdulla Shahid frá Maldíveyjum lýsti yfir fullum stuðningi við arftaka sinn og sagði jafnframt að umskiptin væru nú þegar hafin. 

“Með víðtækri reynslu hans með störfum fyrir SÞ og um allan heim væri Allsherjarþingið í góðum höndum á næsta starfstímabili.” 

Þá ræddi Shahid helstu atriði sem framundan væru hjá þinginu, að fylgja eftir sameiginlegum stefnumótunar málum (e. Our common agenda), skýrslu SÞ um framtíð alþjóðlegs samstarfs. 

Photo: Twitter.com/UN.PGA Abdulla Shahid flytur stuðningsræðu við nýkjörinn forseta.

 

Þingið mun aftur koma saman í júlí vegna viðburðarins “Moments for Nature” þar sem markmiðið er að taka á kerfisbundnum fyrirstöðum sem hafa áhrif á umhverfisstefnu, sjálfbæra þróun og endurheimt jafnvægis eftir Covid – 19 faraldurinn.

Jóna Þór­ey kjörin ung­menna­full­trúi Ís­lands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mann­réttinda

Jóna Þórey Pétursdóttir hefur verið kjörin nýr ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Kjörið fór fram á sambandsþingi Landssambands ungmennafélaga (LUF) síðastliðinn laugardag.

Sem ungmennafulltrúi Íslands mun Jóna Þórey sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september fyrir hönd ungs fólks á Íslandi.

Jóna Þórey er forseti Rannveigar – Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi, en jafnframtt var hún forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands árin 2019-2020. Þar barðist hún fyrir mannúðlegra háskólasamfélagi og mótmælti tanngreiningum á fylgdarlausum ungmennum og börnum á flótta í samstarfi við No Borders Iceland.

Þá kom Jóna Þórey að skipulagningu jafnréttisþings forsætisráðuneytisins í fyrra, tók þátt í pallborði á Women Political Leaders Forum og sótti loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2019, COP25, þar sem hún tók þátt í pallborðsumræðum til að krefjast aðgerða í þágu kynslóða framtíðarinnar.

Jóna hlaut nýverið inngöngu í meistaranám í mannréttindalögfræði við háskólann í Edinborg þar sem hún mun sérhæfa sig enn frekar í greininni og loftslagsréttlæti.