Samvinna skóla við UNESCO
UNESCO-skólar leggja áherslu á fjórar stoðir menntunar eins og þær eru skilgreindar í skýrslu UNESCO frá 1996, Learning: The Treasure Within : (i) Að læra að vita; (ii) Að læra að gera; (iii) Að læra að vera; og (iv) Að læra að lifa saman.
Að vera UNESCO-skóli felur í sér samkomulag og samvinnu milli skólans og UNESCO þar sem skólinn innleiðir verkefni tengdum þremur meginþemum UNESCO-skóla. Þemun eru:
- Alþjóðleg borgaravitund og menning friðar og ofbeldisleysis
- Sjálfbær þróun og sjálfbær lífsstíll
- Þvermenningarlegt nám, virðing og skilningur á menningarlegum fjölbreytileika og arfleifð
UNESCO-skólar skuldbinda sig til að standa vörð um gildi og leiðarljós UNESCO. Með þátttöku í verkefninu er ætlast til að skólar:
- Taki þátt, á hverju skólaári, í að minnsta kosti einu alþjóðlegu eða svæðisbundnu verkefni, keppni eða herferð sem UNESCO leggur til, eða í verkefni á landsvísu sem verkefnastjóri UNESCO-skóla leggur til.
- Haldi upp á, á hverju skólaári, að minnsta kosti tvo alþjóðlega daga sem Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint, með þátttöku alls skólasamfélagsins.
- Sýni ytra merki um aðild skólans að ASPnet, samkvæmt leiðbeiningum eða með þeim hætti sem verkefnastjóri UNESCO-skóla ákveður eða útvegar.
- Upplýsi skólasamfélagið um aðild skólans að ASPnet (til dæmis í gegnum fundi með starfsfólki, foreldrum og nemendum, veggspjöld eða vefsíðu skólans).
- Sendi ársskýrslu til verkefnastjóra UNESCO-skóla, með því að nota það sniðmát sem veitt er og innan þess tímafrests sem gefið er upp.

Ótal tækifæri
Það felast ótal tækifæri í því að vera hluti af UNESCO skólanetinu, og er það í höndum hvers skóla fyrir sig að útfæra sína þátttöku.
- Skólarnir hafa aðgang að fjölbreyttu alþjóðalegu tengslaneti og geta valið að starfa með vinaskólum um allan heim.
- Nemendur fá tækifæri til að taka þátt í verkefnum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um allan heim,
- Sendiráð Íslands í ólíkum ríkjum leitast við að vísa til skólanna spennandi verkefnum og tækifærum sem tengjast gildum UNESCO.
- Félag Sameinuðu þjóðanna býður þeim árlega til þátttöku í verkefnum tengdum Heimsins stærstu kennslustund.
- Tenging við fjölbreyttan vettvang UNESCO á Íslandi.
- Stuðning og kennsluefni frá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, þar sem leitast er við að halda skólunum upplýstum um þær áherslur og verkefni sem eru í gangi hverju sinni hjá UNESCO og Sameinuðu þjóðunum.
- Fræðsluheimsóknir af ýmsu tagi.
- Kennarar og nemendur fá tækifæri til að taka þátt í ráðstefnum og þingum á vegum UNESCO og skólaneta annarra landa.

„Mikil viðurkenning að vera UNESCO-skóli„
― Anney Ágústsdóttir – leikskólastjóri á Akraseli
sjá fleiri umsagnir
Viltu taka þátt?

Til þess að verða UNESCO-skóli þarf að hafa samband við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Félagið aðstoðar skóla í umsóknarferlinu og veitir ráðgjöf við innleiðingu verkefnisins.
Umsjónarmaður UNESCO-skóla hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna er Pétur Hjörvar Þorkelsson, sem er jafnframt ASPnet–fulltrúi á Íslandi. Höfðustöðvar UNESCO fara yfir allar umsóknir og um leið og samþykki þaðan liggur fyrir verður skólinn formlegur hluti af UNESCO skólanetinu og fær vottorð þess efnis.
Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar á vefsíðu okkar eða sendu tölvupóst á Pétur, verkefnastjóra fræðslu- og kynningar, petur@un.is




