Síðustu fréttir og greinar

Spennandi námskeið fyrir kennara

Að vekja ungt fólk til hnattrænnar vitundar: Heimsmarkmiðin og Sameinuðu þjóðirnar er námskeið fyrir kennara á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Námskeiðið er opið öllum en kennarar í UNESCO-skólum hljóta forgang, ef aðsókn er mikil. Námskeiðið verður haldið föstudaginn 13. ágúst, á milli 13-16, í Laugarnesskóla. Á námskeiðinu, sem ætlað er fyrir kennara og […]


UNESCO-skóla vinnustofa á Suðurnesjum

Þann 13. maí 2025 var haldin vinnustofa um UNESCO-skóla í samstarfi við Suðurnesjavettvanginn og Reykjanes Jarðvang. Markmið vinnustofunnar var að efla samvinnu, þekkingu og sýn á UNESCO-skólastarf, með það að leiðarljósi að undirbúa skóla á Suðurnesjum fyrir umsóknarferli og þátttöku í skólanetinu. Vinnustofan var haldin í tengslum við  metnaðarfullt verkefni þar sem Suðurnesjavettvangur ásamt Reykjanes Jarðvangi (UNESCO Global […]


Heimsins stærsta kennslustund í Laugarnesskóla

Þann 25. apríl síðastliðinn fór Heimsins stærsta kennslustund fram í Laugarnesskóla við góðar undirtektir. Um það bil 100 börn úr 6. bekk tóku þátt í viðburðinum sem Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stóð fyrir í samstarfi við skólann og barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Heimsins Stærsta kennslustund (Worlds Largest Lesson) er samstarfsverkefni UNESCO og […]


Vika 17: Heimsmarkmiðin í brennidepli á bókasöfnum víðsvegar um landið

Dagana 21.–27. apríl verður haldin Vika 17, vitundarvakningarátak um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á bókasöfnum víðsvegar um landið. Verkefnið er að danskri fyrirmynd og var fyrst prófað hér á landi af Amtsbókasafninu á Akureyri árið 2024 sem hefur leitt þetta og fengið fleiri bókasöfn með. Í ár hefur þátttakan margfaldast og er búist við að yfir […]


Aðalfundur félagsins verður haldinn 28. maí nk.

Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 28. maí 2024, kl. 17:00 í Mannréttindahúsinu að Sigtúni 42.  Dagskrá fundarins: Kosning fundarstjóra og ritara. Ávarp formanns sem opnar aðalfund. Eva Harðardóttir, formaður og Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri fara yfir verkefni og viðburði ásamt því að rekstrar- og efnahagsreikningur ársins 2024 verður kynntur. Lausn stjórnar og […]


Hvað er Ísland að gera í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna?

Með setu sinni í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna leggur Ísland áherslu á framgang mannréttinda allra með uppbyggilegum samræðum og þátttöku á breiðum grunni. Ísland leggur líka sérstaka áherslu á að efla mannréttindi kvenna og stúlkna, standa vörð um réttindi barna, berjast gegn mismunun gagnvart LGBTQI+ einstaklingum og vekja athygli á tengslum mannréttinda- og umhverfismála. Sjá meira […]


Norræn félög Sþ senda frá sér ákall

Árlegt þing norrænna félaga Sameinuðu þjóðanna fór fram í Kaupmannahöfn dagana 24.–25. febrúar. Á þinginu hittust fulltrúar félaganna og samstarfsstofnanir Sameinuðu þjóðanna í UN City meðal annars til að ræða stöðu alþjóðasamfélagsins, helstu áskoranir og mögulegar lausnir. Ein af niðurstöðum fundarins var sameiginlegt ákall félaganna til norrænna stjórnvalda um framlengingu vopnahlés og viðurkenningu á Palestínu […]


Seta Íslands í mannréttindaráði SÞ – Samráðsfundur í Mannréttindahúsinu

Allt klárt fyrir vetrarlotu mannréttindaráðsins eftir samráð við frjáls félagasamtök Ísland mun í annað sinn sitja sem kjörinn aðili í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þegar vetrarlotan hefst þann 24. febrúar 2025. Af því tilefni var haldinn samráðsfundur með frjálsum félagasamtökum á Íslandi til að ræða helstu áskoranir og tækifæri sem fram undan eru í ráðinu, en […]


‘Mannréttindi í réttlátri virðiskeðju’ – hliðarviðburður Janúarráðstefnu Festu

Viðburður skipulagður af Festu í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, UN Women á Íslandi, UNICEF á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og UN Global Compact á Íslandi og er hliðarviðburður í tengslum við Janúarráðstefnu Festu. Viðburðurinn er opinn öllum og er haldinn í viðburðarsal Arion banka í Borgartúni, 3. febrúar kl. 10:00 – 12:00. Boðið […]


Alþjóðaár jökla á hverfanda hveli og samkeppni ungs fólks

Alþjóðaár jökla á hverfanda hveli sett á laggirnar – Athygli vakin á víðtækum áhrifum rýrnunar jökla Ísland tekur þátt í viðburðum sem skipulagðir eru í tilefni af Alþjóðaári jökla, sem hefst formlega 21. janúar 2025. Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir átakinu og er það leitt af UNESCO, Menningarmálastofnun SÞ og WMO, Alþjóðaveðurmálastofnuninni. Í desember árið 2022 […]