Bandaríkin á ný til liðs við Parísarsamninginn og WHO
Úrsagnir Bandaríkjanna úr Alþjóða heilbrigðisstofnuninni og Parísarsamningum um loftslagsbreytingar hafa verið afturkallaðar. Tilskipanir þessa efnis voru undirritaðar örfáum klukkustundum eftir að Joseph Biden sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í gær. Aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna var formlega tilkynnt í vikunni um að Bandaríkin gengju á ný til liðs við Parísarsamninginn. Bandaríkin undirrituðu samninginn 2015. Trump fyrrverandi […]