Síðustu fréttir og greinar

Jóna Þór­ey kjörin ung­menna­full­trúi Ís­lands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mann­réttinda

Jóna Þórey Pétursdóttir hefur verið kjörin nýr ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Kjörið fór fram á sambandsþingi Landssambands ungmennafélaga (LUF) síðastliðinn laugardag. Sem ungmennafulltrúi Íslands mun Jóna Þórey sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september fyrir hönd ungs fólks á Íslandi. Jóna Þórey er forseti Rannveigar – Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi, en jafnframtt […]


Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin

Fræðsluátakið Þróunarsamvinna ber ávöxt sem er á vegum allra helstu íslenskra félagasamtaka í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu, í samstarfi við utanríkisráðuneyti. Í ár framleiddum við heimildarmyndina Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin sem sýnd var á RÚV 11. febrúar. „Aðgangur að vatni, næring, menntun og ofbeldi. Allt eru þetta hlekkir í keðjuverkun COVID-19 um allan heim.“ […]


Alþjóða móðurmálsdagurinn

21.febrúar fagnar UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, og við öll alþjóða móðurmálsdeginum. Dagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2000 til að stuðla að fjölbreytni í tungumálum, menningu og fjöltyngi.  Aukin vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi tungumála þegar kemur að þróun sjálfbærra samfélaga. Mikilvægt að tryggja menningarlegan fjölbreytileika sem og að efla samstarf til að tryggja […]


Alþjóða útvarpsdagurinn

13.febrúar 2021. Útvarpið er enn þann dag í dag einn þeirra fjömiðla sem hefur hvað mesta útbreiðslu. 13.febrúar fagnar UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, og við öll Alþjóða útvarpsdeginum. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur árið 2011 og við fögnum deginum því í 10. skipti nú í ár. Dagurinn var valinn í ljósi þess að þann 13. […]


Ísland hefur undirritað samning við UNESCO um stuðnig við menningarlíf í Beirút eftir þær miklar eyðileggingar og spreningar sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í fyrra.

Unnur Orradóttir Ramette sendiherra í Frakklandi og fastafulltrúi hjá UNESCO og Ernesto Ottone aðstoðarforstjóri UNESCO   Undirritaður hefur samningur á milli Íslands og UNESCO um stuðning við menningarlíf í Beirút. Samkvæmt samningnum veitir Ísland um fimmtán milljónum króna til þessa málefnis. Gríðarlega eyðilegging varð í Beirút, höfuðborg Líbanons, á síðasta ári vegna mikillar sprengingar í […]


Heimsmarkmiðin – 2. Ekkert hungur

Að útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. Nú þegar febrúar er genginn í garð kynnum við þema mánaðarins, sem er heimsmarkmið 2 – ekkert hungur. Á árinu 2021 Birtar verða greinar um heimsmarkmið SÞ hvert fyrir sig á árinu 2021. Jafnframt stendur til að það fylgi með tilheyrandi ítarefni og greinagóðar […]


UNHCR fagnar aðild Íslands að samningum um ríkisfangsleysi

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur fagnað því að Ísland hafi gerst aðili að samningum Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangsleysi. „Við fögnum ákvörðun Íslands sem færir okkur nær því að binda enda á ríkisfangsleysi í heiminum, segir Pascale Moreau, forstjóri Evrópuskrifstofu UNHCR. Hálf milljón ríkisfangslausra í Evrópu 500 þússund eru ríkisfangslaus í Evrópu, en tölur sem ná til […]


COVID-19: týnd kynslóð í menntakerfinu?

Alþjóðlegi menntadagurinn var 24.janúar síðastliðin. Að þessu sinni er kastljósinu beint að nauðsyn þess að efla samvinnu og alþjóðlega samstöðu. Menntun og símenntun ber að vera miðlæg í endurreisnaraðgerðum eftir COVID-19. Ekki síst í umbreytingunni í átt til öruggari og sjálfbærari samfélaga í þágu allra.   Alþjóða menntadagurinn Menntun er ekki aðeins grundvallar mennréttindi. Í […]


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir til starfa í Írak

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í dag að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði verið skipuð staðgengill sérstaks fulltrúa hans í Írak. Hún mun stýra pólitiskri deild og hafa kosningamál á sinni könnu í UNAMI, Aðstoðarsendisveit Sameinuðu þjóðanna í Írak (Deputy-Special Representative of the Secretary General). Ingibjörg tekur við starfinu í mars en skipunin er til […]


Ævar Þór Benediktsson fyrsti sendiherra UNICEF á Íslandi

Ævar Þór Benediktsson hefur verið skipaður sendiherra UNICEF á Íslandi, fyrstur Íslendinga. Hlutverk sendiherra er að styðja við baráttu UNICEF fyrir réttindum barna um allan heim. „Þetta er mikill heiður og ég mun gera mitt allra besta til að standa undir nafni sem sendiherra UNICEF á Íslandi,“ sagði Ævar, sem tók formlega við hlutverkinu við […]