Síðustu fréttir og greinar

Mannréttindafulltrúi SÞ kallar eftir réttlæti fyrir fórnarlömb mannréttindabrota og ofbeldis í Suður-Súdan

  Síðastliðna 4 mánuði hafa að minnsta kosti 166 almennir borgarar látið lífið og 237 særst alvarlega af völdum harðnandi átaka milli vígasveita í Efra-Níl ríkinu í Suður Súdan. „Þessi morð, ásamt fréttum um kynbundið ofbeldi, mannrán, eyðileggingu eigna og rán, eru alvarleg mannréttindabrot sem verður að stöðva“ sagði Mannréttindafulltrúi SÞ, Volker Türk í tengslum […]


FSU er 17. UNESCO-skólinn á Íslandi

Fjölbrautaskóli Suðurlands, FSU, er orðinn UNESCO-skóli. Alls eru því UNESCO-skólar á Íslandi orðnir 17 talsins, einn leikskóli, sex grunnskólar og tíu framhaldsskólar. FSU hefur verið með sérstaka áfanga í boði um heimsmarkmiðin sem allir nýnemar skólans verða að taka. Á haustönn er um að ræða áfanga sem snýr að félagslegu heimsmarkmiðunum og á vorönn áfanga […]


Forseti allsherjarþingsins kallar eftir hugrekki og pólítískum vilja aðildarríkja SÞ

Þann 11 nóvember síðastliðinn átti sér stað morgunþing með óformlegri máta milli forseta 77. allsherjarþingsins Csaba Kőrösi, og fastafulltrúa Allsherjarþings SÞ, þar sem rætt var um ‘neitunarvald’ (e. Veto Initiative). Viðfangsefnið var tekið upp af allsherjaþingi SÞ  með samþykki ályktun 76/262 apríl 2022 í kjölfar að Rússar beittu neitunarvaldi sínu öryggisráði SÞ gegn tillögum er […]


Heimsins stærsta kennslustund

Heimsins stærsta kennslustund var formlega sett af stað í Landakotsskóla 6. des. síðastliðinn. Eliza Reid forsetafrú og verndari Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, og Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, héldu erindi um menntun. Fulltrúar frá Ungmennaráði heimsmarkmiða SÞ stýrðu kennslustundinni. Heimsins stærsta kennslustund er verkefni sem miðar að því að efla fræðslu um heimsmarkmið […]


Heimsins stærsta kennslustund 2022

Ákall til grunnskóla landsins um að taka þátt í: Heimsins stærsta kennslustund Heimsins stærsta kennslustund er verkefni sem miðar að því að efla fræðslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og auka vitund nemenda um alþjóðamál og sjálfbærni. Þemað að þessu sinni er heimsmarkmið nr. 4 – Menntun fyrir alla. Hvatt er til þess að allir grunnskólar […]


Útrýming barnahjónabanda og kynbundins ofbeldis með fræðslu

„Ég hef ráðlagt öðrum stelpum í sömu aðstæðum að einbeita sér að náminu og neita því að gifta sig áður en þær ná lögaldri eins oft og þarf til. Stúlkur eiga að geta einbeitt sér að náminu“ sagði Maria*, 16 ára stúlka frá Nampula svæðinu í Mósambík. Þegar Maria var í sjötta bekk þá reyndi […]


Stofnun Sjálfbærniráðs Íslands

Í gær 1. desember var stofnfundur Sjálfbærniráðs í Safnahúsinu og á sama tíma var samstarfsvettvangnum Sjálfbæru Íslandi formlega hleypt af stokkunum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp á stofnfundi Sjálfbærniráðs en þar lagði hún út frá þremur stoðum sjálfbærrar þróunar sem eru umhverfi, samfélag og efnahagur. „Við viljum öll stefna að betri heimi og betra lífi. […]


COP27 – og hvað svo? Opinn fundur um Loftlagsráðstefnu SÞ

Opinn fundur var haldinn í dag, föstudaginn 2. desember kl. 12.00 – 13.30 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands á vegum UNICEF á Íslandi, Ungra umhverfissinna, Félags Sameinuðu þjóðanna, Höfða friðarseturs og Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands. Nýverið lauk loftslagsráðstefnunni COP27 í Sharm El-Sheikh þar sem að þjóðarleiðtogar leituðu leiða til þess að bregðast við örum […]


Verzló er 16. UNESCO – skólinn á Íslandi

Verzlunarskóli Íslands er orðinn UNESCO-skóli. Alls eru því UNESCO-skólar á Íslandi orðnir 16 talsins, einn leikskóli, sex grunnskólar og níu framhaldsskólar. Nemendur á 1. ári í Verzló unnu nýlega metnaðarfullt þróunarverkefni um heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun. Um var að ræða samþættingarverkefni í ensku, hagfræði, íslensku og tölvunotkun. Í upphafi verkefnisins hélt Kristrún María Heiðberg, […]


Flóaskóli er 15. UNESCO-skólinn á Íslandi

Flóaskóli í Flóahreppi er orðinn UNESCO-skóli. Alls eru því UNESCO-skólar á Íslandi orðnir 15 talsins, einn leikskóli, sex grunnskólar og átta framhaldsskólar. Í skólastefnu Flóahrepps er lögð áhersla á að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, en eitt af meginþemum UNESCO-skóla er vinna með heimsmarkmiðin. Auk þess leggja UNESCO-skólar áherslu á alþjóðasamvinnu, starfsemi Sameinuðu þjóðanna og frið […]