Síðustu fréttir og greinar

Frá fundi til skoðunar á vinnu við heimsmarkmið SÞ

Fundur High-level Political Forum fellur undir annars vegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og hins vegar Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC). Síðarnefnda stofnunin ber meðal annars alhliða ábyrgð á stefnu SÞ um sjálfbæra þróun. High-level Political Forum er vettvangur Sameinuðu þjóðanna (SÞ) til árvissrar eftirfylgni og endurskoðunar á heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030. […]


Hvað veldur aukningu flóttamanna í heiminum?

Það hefur komið fram samkvæmt áreiðanlegum heimildum fyrir árið 2020 að einn af hverjum 95 jarðarbúum voru og eru á flótta. En árið 2010 taldi sama tala eina af hverjum 159 jarðarbúum. Ein helsta ástæða fjölgunarinnar er hin langvarandi borgarastyrjöld í Sýrlandi. Þar í landi hefur liðlega helmingur íbúanna gerst flóttamenn. Sýrlenskir ríkisborgarar hafa flúið […]


Losun gróðurhúsalofttegunda og loftslagsmál

Íslensk vefsíða er nú fræðsluvefur um losun gróðurhúsalofttegunda og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Í nýjustu og 6. ástandsskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsvánna sem gefin var út þann 9. ágúst er varað við því að hitabylgjur eigi eftir að verða tíðari og heitari. Eins eigi þurrkar eftir að verða víðtækari. Hér má finna umfjöllun um […]


Heimsmarkmiðin – 10. Aukinn jöfnuður

Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa  Nú þegar komið fram í ágústmánuð kynnum við þema mánaðarins, sem er heimsmarkmið 10 – aukinn jöfnuður. Á þessu ári munum við kynnast heimsmarkmiðum SÞ betur í gegnum þema hvers mánaðar. Birtar verða greinar um heimsmarkmið SÞ hvert fyrir sig á þessu ári. Jafnframt stendur til að það […]


Heimsmarkmiðin – 9. Nýsköpun og uppbygging

Tryggja innviði fyrir alla, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun. Nú þegar ágústmánuður er gengin í garð kynnum við þema mánaðarins, sem er heimsmarkmið 9 – nýsköpun og uppbygging. Á þessu ári munum við kynnast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030 betur í gegnum þema hvers mánaðar. Birtar verða greinar um heimsmarkmið […]


Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM)

Árið 1951 var Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) stofnuð sem er sama ár og stofnskrá Flóttamannastofnunar SÞ var samþykkt. Enska skammstöfnunin á heitinu er IOM sem stendur fyrir International Organization of Migration. Alþjóðlega fólksflutningastofnunin er leiðandi milliríkjastofnun á sviði fólksflutninga. Alþjóðlega fólksflutingastofnunin starfar samkvæmt þeim grundvallarreglum að mannúðlegir og skipulegir fólksflutningar séu hagsmunir flytjenda og samfélaga. Antonio […]


Heimsmarkmiðin – 8. Góð atvinna og hagvöxtur

  Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla    — Nú þegar komið er undir lok júlímánuðar kynnum við þema mánaðarins, sem er heimsmarkmið 8 – góð atvinna og hagvöxtur. Á þessu ári munum við kynnast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030 betur í gegnum þema hvers mánaðar. […]


Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO)

Alþjóðavinnumálastofnunin (International Labor Organisation – ILO) er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem sinnir verkefnum tengdum atvinnu. Stofnunin vinnur að fimm náskyldum atriðum tengdum atvinnu. Í fyrsta lagi setur stofnunin alþjóðlega vinnustaðla. Í öðru lagi sinnir stofnunin baráttu fyrir réttindum launþega. Í þriðja lagi hvetur stofnunin til góðra valkosta til atvinnu. Í fjórða lagi berst […]


Mannfjöldasjóður SÞ (UNFPA)

Mannfjöldasjóður SÞ (United Nations Population Fund – UNFPA) er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem fjallar um kyn- og frjósemisheilsu en auk þess er unnið að frjósemisréttindum. Markmið UNFPA er það að bjóða öll börn velkomin í heiminn og að hver einasta fæðing á börnum verði bæði trygg og örugg. Einnig er róið að því öllum […]


Börn um allan heim krefjast heimsfriðar í myndbandi

Í stuttu myndbandi sem finna má hér að neðan er hægt að sjá og heyra börn um alla heim krefjast friðar. Það er gert á látlausa hátt og á þeirra eigin tungumáli. Sjá má meðal annars börn frá Íslandi sem bera fram þessa frómu ósk. Myndbandið heitir ,,friðaróskir frá börnum heimsins“. Starfsemi hinna Sameinuðu þjóða […]