Síðustu fréttir og greinar

Einn heitasti júlímánuður sem mælst hefur samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofnuninni (WMO)

Samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofnuninni WMO (World Meteorological Organisation) var hitastigið í júlí nærri hálfri gráðu yfir meðalhitastiginu frá 1991-2020 í Evrópu. Þetta á sér í lagi við um Suðvestur og Vestur-Evrópu, þar sem hitastigið var oftast yfir meðallagi vegna svakalegrar hitabylgju um miðjan júlí. Methitastig Meðalhitastigið hækkaði þrátt fyrir “La Niña” veðuráhrifin sem áttu að hafa kælandi […]


Vonarneisti í Svartahafi; samkomulag um dreifingu kornvöru frá Úkraínu undirritað

Samkomulag um útflutning á hveiti og öðrum kornvörum frá Úkraínu var undirritaður síðastliðinn föstudag í Istanbúl. Flutningur á kornvöru hefur legið niðri allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar. Tyrkir og Sameinuðu þjóðirnar höfðu milligöngu um samningana sem Rússar féllust á og voru úkranískar hafnir í kjölfarið opnaðar fyrir útflutning […]


Aukið álag á heilbrigðiskerfi á heimsvísu vegna fjölgun Covid-19 tilfella

“Fjölgun Covid – 19 tilfella og dauðsfalla af völdum sjúkdómsins er á nýjan leik farið að valda auknu álagi á heilbrigðiskerfi og starfsfólk víða um heim.” Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), við blaðamenn á reglulegum vikulegum fréttamannafundi síðastliðin þriðjudag. Hann greindi frá því að Emergen, sérstök nefnd um COVID-19 hafi komist að […]


Ný yfirlýsing eftir Hafráðstefnu SÞ 2022

Annarri hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk föstudaginn  1. júlí en eftir viku af umræðum og atburðum í Lissabon var ný pólitísk yfirlýsing samþykkt: “Hafið er hornsteinn alls lífs á jörðinni og framtíðarinnar”. Yfir 160 lönd sammæltust um þessa yfirlýsingu en það sýnir okkur einnig hve mikið er í húfi og hve alvarlegt ástandið er. Loftslagsbreytingar sem […]


Eva Harðardóttir er ný í stjórn Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

Í lok maí var stjórnarfundur hjá Félaginu og gefin út ársskýrsla ásamt ársreikningum. Ljóst var fyrir fundinn að breytingar væru framundan hjá stjórn félagsins en tveir stjórnarmeðlimir sögðu sæti sínu lausu, þær Marta Magnúsdóttir og Hólmfríður Arnardóttir. Félagið þakkar þeim tveim vel unnin störf í þágu félagsins og óskar þeim velfarnaðar. Önnur breyting var á […]


Fulltrúi UNFPA í Afghanistan heimsótti Ísland í síðustu viku

Dr. Aleksandar Sasha Bodiroza, fulltrúi Mannfjöldasjóðs (e. UNFPA) í Afghanistan var staddur hér á landi í síðustu viku. Hann átti fund í Miðstöð SÞ ásamt Pernille, framkvæmdastjóra UNFPA á Norðurlöndunum og Mette og Emmi, tengiliðum ytri samskipta og ræddi við starfsfólk Félagsins, UNICEF og UN Women.   Sasha fjallaði um þá alvarlegu stöðu sem konur […]


High Level Political Forum hófst í dag í New York

Fundur HLPF (e. High – Level Political Forum) hófst í morgun í New York. Fundurinn er undir merkjum Efnahags- og Félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna dagana 5-7. Júlí, 11-15. Júlí og mun svo ljúka formlega mánudaginn 18. Júlí.  HLPF er miðlægur vettvangur Sameinuðu þjóðanna fyrir eftirfylgni og endurskoðun á 2030 stefnuyfirlýsingunni um heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun […]


Námskeið fyrir kennara um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stendur fyrir námskeiði fyrir kennara um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Námskeiðið verður haldið 11. ágúst í Salaskóla í Kópavogi frá kl. 9-12. Námskeiðsgjald er kr. 5.000 (hægt er að sækja um styrk frá KÍ). Skráning sendist á kristrun@un.is. Á námskeiðinu, sem ætlað er fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, […]


UNESCO “Transforming Education” Pre-Summit

Undirbúningsfundur eða “Pre-Summit” fyrir leiðtogafund UNESCO 19.september 2022 um leiðir til umbreytinga á menntun var haldinn 28.-30.júní í París af franska forsætisráðuneytinu og framkvæmdastórn Evrópusambandsins til að ræða hlutverk Evrópusambandsins í umbreytingum á menntun. Mikilvægt er að hrinda heimsmarkmiði nr 4: Menntun fyrir alla, án aðgreiningar og stuðla að símenntunartækifærum, í framkvæmd og var fundinum […]


Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi skrifar undir nýjan samning við Mennta- og barnamálaráðuneytið um UNESCO-verkefnið.

Í morgun skrifaði Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undir fjögurra ára samning um UNESCO-skólaverkefnið. Verkefnið hófst sem tilraunaverkefni fyrir rúmum sjö árum síðan. UNESCO-skólum hefur fjölgað síðustu tvö árin og eru þeir eru nú tólf talsins: einn leikskóli, fjórir grunnskólar og sjö framhaldsskólar. Þá […]