Síðustu fréttir og greinar

Alþjóðlegur áratugur frumbyggjatungumála 2022-2032 UNESCO

Á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í desember 2019 var ákveðið að áratugurinn 2022-2032 yrði Alþjóðlegur áratugur frumbyggjatungumála eða IDIL (e. International Decade of Indigenous Languages). Fellur það í hlut stofnunarinnar UNESCO að standa að baki málefninu. Helsta markmið áratugar frumbyggjamála er að vekja athygli á fækkun minnihlutamála, frumbyggjamála og fámennismála og minna á þörfina fyrir að […]


Sérlegur sendifulltrúi aðalframkvæmdastjóra SÞ um ofbeldi gegn börnum heimsótti Miðstöð Sameinuðu þjóðanna

Dr. Najat Maalla M´jid, sérlegur sendifulltrúi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna um ofbeldi gegn börnum, lauk í fyrradag þriggja daga opinberri heimsókn sinni í boði mennta- og barnamálaráðherra Íslands, Ásmundi Einari Daðasyni.  Dr. M´jid hefur haft mikinn áhuga á þeim breytingum sem ráðherra hefur verið að vinna að á umhverfi barna hér á landi og komið að […]


35 tungumál á menningarmóti í UNESCO skólanum Landakotsskóla

Í tilefni af alþjóðadegi menningalegrar fjölbreytni UNESCO var fjölbreytileikanum fagnað í Landakotsskóla í síðasta mánuði með verkefninu “Menningarmót – fljúgandi teppi”. Menningarmótið er þverfagleg kennsluaðferð hugsuð til þess að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningu og tungumál nemendanna með skapandi hætti. Hugmyndafræði Menningarmótsins er í góðu samræmi við áherslur UNESCO um viðurkenningu á fjölbreyttri […]


Fjöldi flóttafólks hefur aldrei verið meiri – fjöldi lausna ekki í samræmi við aukningu og umfang

Í dag er Alþjóðlegur dagur flóttafólks. Þrátt fyrir ýmsar framfarir í málefnum flóttafólks er hraði og umfang nauðungarflutninga svo miklu meiri en lausnirnar sem til eru. Fjöldinn hefur aukist á hverju ári undanfarinn áratug en samkvæmt UNHCR (Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna) er ekki hægt að vinna bug á þessari þróun nema með meiri áherslu á friðarumleitanir. […]


Samstaða, sjálfbærni og vísindi í forgrunni hjá nýkjörnum forseta 77. Allsherjarþingsins

Fyrrum ungverski diplómatinn Csaba Kőrösi var skipaður forseti 77. fundar Allsherjarþings SÞ við opinbera athöfn í New York síðastliðinn þriðjudag.  Hann hefur undanfarið starfað sem forstöðumaður umhverfis- og sjálfbærnimála á skrifstofu forseta Ungverjalands en mun hann  næsta árið leiða nefnd stefnumótunar hjá SÞ, eða frá og með september á þessu ári þegar 77. Allsherjarþing hefst. […]


Alþjóðadagur hafsins

Í dag er Alþjóðadagur hafsins. Hafið verður okkur úti um mat, vinnu og orku og því þurfum við að leggja okkar af mörkum til að halda hafinu heilbrigðu og hreinu. Þema alþjóðlega hafdagsins í ár er: “Endurheimt: sameiginlegar aðgerðir í þágu hafsins”. Hafið þarf á aðstoð okkar að halda til að skapa jafnvægi á ný […]


Stockholm+50 ráðstefnan 2.-3.júní 2022

Stockholm+50 ráðstefnan var haldin nú á dögunum 2.-3. júní, í Stokkhólmi, í sömu viku og Alþjóðlegi umhverfismáladagurinn er haldinn (5. júní) og var slagorð ráðstefnunnar “Heilbrigð pláneta fyrir hagsæld allra – okkar ábyrgð, okkar tækifæri”. Lykilþemu ráðstefnunnar voru; Leiðir til að breyta neyslu- og framleiðslumynstri samfélaga; Hvernig er hægt að gera neyslu hringrásarmiðaða og auka […]


Yfirlýsing WFUNA í tengslum við Stockholm+50 ráðstefnuna

Í dag hófst ráðstefnan Stockholm+50 en hún fer fram í Stokkhólmi 2. – 3. júní. Ráðstefnan ber nafnið „Stockholm +50“ vegna þess að 50 ár eru nú liðin frá ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins árið 1972 sem gerði umhverfið að áríðandi alþjóðlegu málefni í fyrsta sinn. Um 113 lönd sóttu fundinn og tóku þátttakendur […]


Ársskýrsla Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi 2021 er komin út

Ársskýrsla Félagsins 2021 er formlega komin út ásamt ársreikningi. Hægt er að lesa ársskýrsluna hér en í henni er fjallað um ársreikning. Ársreikning 2021 má svo nálgast hér.


Fyrsti UNESCO leikskólinn á Íslandi  

Leikskólinn Akrasel fékk nýlega viðurkenningu sem fyrsti UNESCO leikskólinn á Íslandi. Alls eru nú 12 UNESCO skólar hér á landi, leikskólinn Akrasel, fjórir grunnskólar og sjö framhaldsskólar. Akrasel tók formlega við viðurkenningunni á sérstakri sumarhátíð sem haldin var í blíðskaparveðri 25. maí síðastliðinn. Við sama tækifæri tók leikskólinn á móti sjötta Grænfána Landverndar. Guðni Th. […]