Síðustu fréttir og greinar

Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi – 28.maí 2019

Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi mun fara fram þriðjudaginn 28.maí kl 17:00. Fundurinn fer fram í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna að Laugavegi 176. Dagskráin inniheldur hefðbundin aðalfundarstörf þar sem skýrsla stjórnar er kynnt, kosið til stjórnar og lagðir verða fram til samþykkis ársreikningar fyrir árið 2017 og 2018, en samkvæmt lögum félagsins fer aðalfundur fram […]


Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 70 ára

Þann 10.desember 2018 verða liðin 70 ár frá því að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Hún er skrifuð í lok Síðari Heimstyrjaldarinnar og í þeim tilgangi að stuðla að því að mannkynið þurfi aldrei aftur að ganga í gegnum hörmunga á borð við Helförina. Yfirlýsingin var undirrituð í París þann 10.desember 1948 og […]


Dagur Sameinuðu þjóðanna 2018

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fagnaði Degi Sameinuðu þjóðanna 2018 með þátttöku í tveimur Heimsmarkmiða viðburðum. Í Salaskóla í Kópavogi stóð félagið, í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Salaskóla, fyrir Heimsins stærstu kennslustund (e. Worlds largest lesson) sem er árlegt átak sem snýr að kennslu á Heimsmarkmiðunum og er styrkt af UNESCO og UNICEF. […]


Stöðuskýrsla verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Verkefnastjórn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hefur ritað skýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Í skýrslunni eru kortlögð helstu verkefni, áætlanir og áskoranir stjórnvalda gagnvart tilteknum markmiðum en á grunni þeirrar vinnu leggur verkefnastjórnin jafnframt fram forgangsmarkmið sem munu vísa stjórnvöldum veginn við innleiðingu markmiðanna næstu árin. Skýrsluna ná nálgasta hérna og […]


Betri heimur fyrir alla: viðburður á Lýsu 2018 um Heimsmarkmiðin og innleiðingu þeirra á Íslandi

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snúa að því að búa til betri heim fyrir alla. Allir þurfa að taka þátt og stjórnvöld og sveitarfélög skipta þar gríðarlega miklu máli. Ríkisstjórnin samþykkti nýverið þau undirmarkmið sem sett verða í forgang á Íslandi og gaf út stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum. Á málstofunni Betri heimur […]


Antonio Guterres áritar minningarbók um Kofi Annan

Andlát Kofi Annan, fyrrum Aðalritara Sameinuðu þjóðanna

Kofi Annan, fyrrverandi Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna og handhafi Friðarverðlauna Nóbels er látinn eftir stutt veikindi, áttatíu ára að aldri. Frá þessu hafa fjölmiðlar greint eftir tilkynningu sem barst frá fjölskyldu hans og stofnun honum samnefndri í gær. Hann skyldi eftir sig eiginkonu og þrjú börn, að ógleymdum þeim gríðarmikla arfi sem í lífi hans og störfum […]


Yfirlýsing Félags Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar bandarískra stjórnvalda að segja sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi harmar ákvörðun bandarískra stjórnvalda að segja sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á 70 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað 15. mars 2006 með ályktun Allsherjarþingsins nr. 60/251. Í ráðinu sitja 47 ríki sem kjörin eru af Allsherjarþinginu og hafa öll aðildarríkin tækifæri til að bjóða sig […]


Karneval der Kulturen – litið við á hátíð Berlínarbúa til handa menningarlegri fjölbreytni

Í tilefni alþjóðadags menningarlegrar fjölbreytni þann 21. maí síðastliðinn fór undirrituð á hátíð í höfuðborg Þýskalands þar sem fjölmenningunni var fagnað. Karneval der Kulturen eða Karnival menninganna er haldin ár hvert og hittist einfaldlega þannig á þetta árið að dagskrá hátíðarinnar lauk á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna fyrir menningarlegum fjölbreytileika en dagurinn var ekki kunngerður […]


Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen

Mannúðarástandið í Jemen er gríðarlega slæmt. Þúsundir hafa verið drepnir og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Átökin hafa staðið í yfir þrjú ár en þau hófust í mars 2015 eftir að Hútar tóku yfir ríkisstjórn Jemen að Sádí-Arabar blönduðu sér inn í átökin. Núna hefur ein fátækasta þjóð í Miðausturlöndunum orðið að blóðugum […]


Ráðstefna Evrópu Sambandsins og Sameinuðu þjóðanna til stuðnings Sýrlandi

Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar boðuðu þjóðir heims til ráðstefnu í þágu Sýrlands og nágrannaríkja á sama tíma og reynt er að hleypa nýju lífi í viðræður um að binda enda á þau átök sem eiga sér stað. Tveggja daga ráðstefnan er önnur í röðinni á vegum þessara samtaka og átti sér stað 24. – 25. […]