UN80: Umbótaátak Sameinuðu þjóðanna fyrir áskoranir 21. aldarinnar

UN Photo/Manuel Elías Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, kynnir UN80 umbótaverkefnið fyrir fjölmiðlum í höfuðstöðvum SÞ í New York.

Í mars 2025 kynnti António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, umfangsmikið umbótaátak undir heitinu UN80 Initiative, sem miðar að því að styrkja hlutverk stofnunarinnar í síbreytilegum heimi. Átakið markar 80 ára afmæli SÞ með framtíðarsýn að leiðarljósi og leggur áherslu á að gera stofnunina skilvirkari, sjálfbærari og betur í stakk búna til að takast á við áskoranir samtímans.

„Þetta er rétti tíminn til að líta í eigin barm og meta hversu vel við stöndum okkur sem fjölþjóðleg stofnun í afar krefjandi aðstæðum,” sagði Guy Ryder, sem starfar undir aðalframkvæmdastjóra og ber ábyrgð á stefnumótun en er einnig formaður UN80 vinnuhópsins.

Ferlið hefur ekki aðeins að markmiði að auka skilvirkni, heldur einnig að undirstrika mikilvægi fjölþjóðasamvinnu á tímum þar sem traust er í lágmarki og þörfin mikil. UN80 miðar að því að efla getu Sameinuðu þjóðanna til að bregðast við áskorunum samtímans, allt frá átökum, fólksflótta og ójöfnuði til loftslagsváar og hraðrar tækniþróunar, auk þess að takast á við ytri þrýsting á borð við minnkandi fjárveitingar og pólitískan klofning innan fjölþjóðakerfisins.

Þrjú meginverkefni UN80

UN80 umbótaferlið stendur á þremur meginstoðum:

  1. Innri hagræðing sem felst í því að skera niður óþarfa skriffinnsku og unnið er að aukinni skilvirkni, meðal annars með flutningi verkefna til hagkvæmari staðsetninga.

  2. Endurskoðun umboða (e. mandates) en yfir 40.000 verkefnaskilgreiningar hafa safnast upp í gegnum tíðina, margar hverjar skarast og enn aðrar eiga ekki lengur við. Með aðstoð gervigreindar og gagnagreininga er nú unnið að því að auðvelda aðildarríkjum að meta hvaða verkefni eigi að halda, endurskoða eða leggja niður.

  3. Endurskipulagning innan kerfisins, þar sem kannað er hvort þörf sé á að breyta skipulagi verkefna og stofnana innan SÞ til að bæta nýtingu fjármuna og árangur.

Ekki niðurskurðarátak, heldur framtíðarsýn

Þrátt fyrir mikla umræðu um fjárhagsþrengingar og niðurskurð leggur Ryder áherslu á að UN80 snúist ekki um að skera niður, heldur að efla stofnunina. Fjárhagsleg sjálfbærni og raunverulegur árangur þurfi að haldast í hendur.

„UN80 snýst ekki um að draga saman seglin, heldur um að endurnýja traust og tryggja að Sameinuðu þjóðirnar verði áfram raunhæfur og áhrifaríkur vettvangur fyrir alþjóðlegt samstarf.“

Áætlað er að fyrstu tillögur UN80 vinnuhópsins verði kynntar í júlí 2025 og síðan munu aðildarríkin ákveða næstu skref. Þá kemur í ljós hvort hefja eigi formlegt samráð ríkja um framhald umbótanna. Í dag fengu þó aðildarríkin innsýn í þessa vinnu og hvernig henni miðar á óformlegum fundi um fyrstu tvö meginverkefnin í umbótaferlinu.

UN80 Initiative er því ekki aðeins stjórnunarlegt umbótaverkefni, heldur yfirlýsing um að Sameinuðu þjóðirnar ætli áfram að vera burðarás í friðarviðleitni, mannréttindum og þróun, í þágu fólks um allan heim.

Unnið upp úr frétt á vef Sameinuðu þjóðanna: UN80 Initiative: What it is – and why it matters to the world | UN News

Sjá myndband

Hlaðvarp á ensku frá Sþ þar sem rætt er við Guy Ryder um hvað verkefnið snýst.

Upplýsingasíða UNRIC (á íslensku) um afmælisárið og umbætur kerfisins.

Ný stjórn Félags Sameinuðu þjóðanna

Þann 28. maí s.l. fór fram ársfundur félagsins og var fráfarandi stjórn formlega leyst af störfum og ný stjórn kosin í hennar stað. Fundurinn var haldinn í Mannréttindahúsinu þar sem félagið er með skrifstofu. Það dró til tíðinda á fundinum, því fréttamaðurinn ástsæli Bogi Ágústson, var viðurkenndur sem fyrsti heiðursfélagi félags Sþ. Á fundinum tíunduðu Vala Karen, framkvæmdarstjóri og Eva Harðardóttir, stjórnarformaður, starf félagsins á liðnu ári.

Ný stjórn

Mynd FSÞ / Ný stjórn 2025-2027 ásamt framkvæmdastjóra, Boga Ágústssyni og Unni Lárusdóttir, sem lét af stjórnarstörfum. Frá vinstri: Eva Harðardóttir, formaður, Rakel Anna Boulter, Bogi Ágústsson, Viktoría Valdimarsdóttir, Þórður Kristinsson, varaformaður, Unnur Lárusdóttir, Þorvarður Atli Þórsson, Helen María Ólafsdóttir, Erlingur Erlingsson og Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri.

Fráfarandi stjórn fékk miklar þakkir fyrir störf sín og óskar starfsfólk Félagsins sérstaklega Unni Lárusdóttur, Susan Christianen og Védísi Sigrúnar Ólafsdóttur lukku í nýjum verkefnum, en þær gáfu ekki kost á sér að nýju. Eftir sitja Eva Harðardóttir, Þórður Kristinsson, Páll Ásgeir Davíðsson og Viktoría Valdimarsdóttir en ný inn í stjórn koma Erlingur Erlingsson, Rakel Anna Boulter og Helen María Ólafsdóttir. Það er mikill fengur fyrir félagið að fá jafn öflugt fólk og þau ný inn og það sama má segja um þau sem buðu sig áfram til setu í stjórn.

F.v. Erlingur Erlingsson, Rakel Anna Boulter og Helen María Ólafsdóttir kynna sig fyrir fundargestum.

 

Vala Karen, framkvæmdarstjóri, þakkar Unni Lárusdóttur, fulltrúa fráfarandi stjórnarmeðlima, fyrir vel unnin störf.

 

Bogi Ágústsson heiðursfélagi

Bogi hefur verið félaginu ómetanlegur styrkur í gegnum árin. Hann gegndi starfi framkvæmdastjóra félagsins frá árinu 1977 til 1981 og síðar sat hann í stjórn félagsins á árunum 2012–2015. Á báðum tímabilum lagði hann sitt af mörkum með eldmóði og dýpt.

Bogi hefur í gegnum tíðina verið einn virtasti fréttamaður landsins. Með skýrleika og ábyrgð hefur hann miðlað alþjóðamálum og starfsemi Sameinuðu þjóðanna til íslensks almennings og þannig stuðlað að upplýstri og yfirvegaðri umræðu um frið, mannréttindi og alþjóðlega samvinnu – verðmæti sem nú skipta meira máli en nokkru sinni fyrr.

Útnefning Boga sem heiðursfélaga er því ekki aðeins viðurkenning á hans persónulega framlagi, heldur einnig áminning um mikilvægi hlutverks fjölmiðla við að fjalla um alþjóðamál af réttsýni og ábyrgð.

Fréttir af starfi ársins

Það var af nógu að taka þegar Vala Karen, framkvæmdarstjóri og Eva Harðardóttir, Formaður stjórnar, fóru yfir verkefni ársins. Samstarfsverkefni, kynning á starfi Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, UNESCO-skólar, og margt fleira.

Félagið er afar öflugur vettvangur fyrir fræðslu, miðlun og borgaralegt samtal í anda þeirra gilda sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir um frið, mannréttindi, og alþjóðasamtarfs. Og mögulega hefur hlutverk félagsins aldrei verið mikilvægara en nú þegar litið er til flókinnar stöðu á alþjóðlegum vettvangi, vaxandi ójöfnuð og átök.

Sagði Eva Harðardóttir, formaður stjórnar.

Bogi Ágústsson útnefndur fyrsti heiðursfélagi Félags Sameinuðu þjóðanna

Á aðalfundi Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þann 28. maí sl. var Bogi Ágústsson útnefndur fyrsti heiðursfélagi félagsins.

Útnefningin er þakklætisvottur fyrir einstakt og langtímastarf Boga bæði innan félagsins og í opinberri umræðu um alþjóðamál á Íslandi.

Bogi hefur verið félaginu ómetanlegur styrkur í gegnum árin. Hann gegndi starfi framkvæmdastjóra félagsins frá árinu 1977 til 1981 og síðar sat hann í stjórn félagsins á árunum 2012–2015. Á báðum tímabilum lagði hann sitt af mörkum með eldmóði og dýpt.

Bogi hefur í gegnum tíðina verið einn virtasti fréttamaður landsins. Með skýrleika og ábyrgð hefur hann miðlað alþjóðamálum og starfsemi Sameinuðu þjóðanna til íslensks almennings og þannig stuðlað að upplýstri og yfirvegaðri umræðu um frið, mannréttindi og alþjóðlega samvinnu – verðmæti sem nú skipta meira máli en nokkru sinni fyrr.

Útnefning Boga sem heiðursfélaga er því ekki aðeins viðurkenning á hans persónulega framlagi, heldur einnig áminning um mikilvægi hlutverks fjölmiðla við að fjalla um alþjóðamál af réttsýni og ábyrgð.

Stjórn og starfsfólk Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þakkar Boga Ágústssyni innilega fyrir ómetanlegt framlag og vona að þessi viðurkenning endurspegli það þakklæti sem FSÞ ber í garð hans.

Mynd FSÞ / Bogi Ágústsson tók við blómum og steini með áletrun sem fyrsti heiðursfélagi FSÞ

Mynd FSÞ / Ný stjórn 2025-2027 ásamt framkvæmdastjóra, Boga Ágústssyni og Unni Lárusdóttir, sem lét af stjórnarstörfum. Frá vinstri: Eva Harðardóttir, formaður, Rakel Anna Boulter, Bogi Ágústsson, Viktoría Valdimarsdóttir, Þórður Kristinsson, varaformaður, Unnur Lárusdóttir, Þorvarður Atli Þórsson, Helen María Ólafsdóttir, Erlingur Erlingsson og Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri.

Ársskýrsla 2024 komin út

Ársskýrsla ásamt ársreikningi 2024 frá Félagi Sameinuðu þjóðanna er komin út.

Hægt er að nálgast hana hér:

Spennandi námskeið fyrir kennara

Að vekja ungt fólk til hnattrænnar vitundar: Heimsmarkmiðin og Sameinuðu þjóðirnar er námskeið fyrir kennara á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Námskeiðið er opið öllum en kennarar í UNESCO-skólum hljóta forgang, ef aðsókn er mikil.

Námskeiðið verður haldið föstudaginn 13. ágúst, á milli 13-16, í Laugarnesskóla.

Á námskeiðinu, sem ætlað er fyrir kennara og stjórnendur á leik-, grunn-, og framhaldsskólastigi, verður unnið með námsefni og fjölbreyttar kennsluaðferðir sem miða að því að styðja við þekkingu nemenda á starfsemi Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttinda, friðar og sjálfbærrar þróunar. Námskeiðið er haldið árlega og er í stöðugri þróun. Eftir athugasemdir frá seinustu námskeiðum verður áfram unnið með kennsluaðferðir sem byggja á virkri þátttöku nemenda.

Kennarar á námskeiðinu eru Eva Harðardóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Pétur Hjörvar Þorkelsson, verkefnastjóri kynningar- og fræðslu hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og heimsmarkmiðanælu.

Námskeiðsgjald: 8.000 kr.

Skráðu þig hér –> https://forms.office.com/e/bhkw1DB5rA

Þú færð staðfestingarpóst með greiðslu upplýsingum. Greiðsla staðfestir skráningu.

Pétur Hjörvar, verkefnastjóri hjá Félagi Sþ, tekur glaður við fyrirspurnum á netfanginu petur@un.is eða í síma 846-5476.

UNESCO-skóla vinnustofa á Suðurnesjum

Þann 13. maí 2025 var haldin vinnustofa um UNESCO-skóla í samstarfi við Suðurnesjavettvanginn og Reykjanes Jarðvang. Markmið vinnustofunnar var efla samvinnu, þekkingu og sýn á UNESCO-skólastarf, með það leiðarljósi undirbúa skóla á Suðurnesjum fyrir umsóknarferli og þátttöku í skólanetinu.

Vinnustofan var haldin í tengslum við  metnaðarfullt verkefni þar sem Suðurnesjavettvangur ásamt Reykjanes Jarðvangi (UNESCO Global Geopark) vinna því styðja leik-, grunn- og framhaldsskóla á svæðinu í átt því verða formlegir aðilar UNESCO-skólanetinu. Síðastliðið haust skrifuðu fjöldi skóla á svæðinu á öllum skólastigum undir viljayfirlýsingu að sækja um þátttöku í verkefninu á næstu tveimur árum.

FSÞ / Pétur Hjörvar verkefnastjóri UNESCO-skólanetinu ávarpar þátttakendur vinnustofunnar.

Í opnunarerindi sínu lagði Vala, framkvæmdastjóri áherslu á mikilvægi þessarar þróunar og þann kraft sem býr í skólasamfélögum Suðurnesja. „Þetta samstarf sameinar fólk, samfélög og stofnanir í því markmiði efla menntun til hnattrænnar borgaravitundar og sjálfbærrar framtíðar,“ sagði hún og hvatti þátttakendur til nýta vinnustofuna til læra hvert af öðru, byggja tengsl og finna innblástur til frekari verkefna.

Dagskráin var fjölbreytt og hagnýt fyrir skólana en alls tóku 40 fulltrúar frá 17 skólum þátt í vinnustofunni. Fjallað var um lykilhugtök UNESCO-skóla, þar á meðal mannréttindi, sjálfbærni, inngildingu, borgaravitund og hnattræna ábyrgð. Þátttakendur tóku meðal annars þátt í  hópavinnu og umræðum um hvernig hugtökin birtast í þeirra skólastarfi. Einnig deildu fulltrúar frá Stóru-Vogaskóla, Fjölbrautarskóla Suðurneska og Stapaskóla reynslu sinni af verkefnum tengdum UNESCO. Þá var Stóru-Vogaskóla veitt formleg viðurkenning um aðild að skólaneti UNESCO, en skólinn er sá fyrsti á svæðinu til þess að fá inngöngu í skólanetið. Í dag eru því um 23 UNESCO-skólar á Íslandi en alls eru um 10.000 skólar á heimsvísu.

Í lok vinnustofunnar ríkti mikil bjartsýni og samhugur meðal þátttakenda. Þau skref sem eru stigin á Suðurnesjum fela í sér raunverulega framtíðarsýn – skapa skólasamfélög sem byggja á virðingu, fjölbreytileika og alþjóðlegri samábyrgð.

FSÞ / Guðrún Kristín Ragnarsdóttir tók við viðurkenningu UNESCO fyrir hönd Stóru-Vogaskóla.

Fleiri myndir frá deginum:

  

Heimsins stærsta kennslustund í Laugarnesskóla

Þann 25. apríl síðastliðinn fór Heimsins stærsta kennslustund fram í Laugarnesskóla við góðar undirtektir. Um það bil 100 börn úr 6. bekk tóku þátt í viðburðinum sem Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stóð fyrir í samstarfi við skólann og barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Heimsins Stærsta kennslustund (Worlds Largest Lesson) er samstarfsverkefni UNESCO og UNICEF og miðar að því að efla fræðslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, auka vitund barna og ungmenna um alþjóðamál og sjálfbæra þróun,  og hvetja þau til aðgerða. Verkefnið er framkvæmt á vegum UNESCO-skóla hér á landi, undir umsjón Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Aldís Ögmundsdóttir og Baldur Ari Hjörvarsson, fulltrúar barna- og ungmennaráðs heimsmarkmiða

Fulltrúar barna- og ungmennaráðs heimsmarkmiða, Aldís Ögmundsdóttir og Baldur Ari Hjörvarsson, komu í heimsókn og leiddu líflegar umræður við nemendur um heimsmarkmiðin og mikilvægi þeirra. Við viljum færa þeim sérstakar þakkir, ásamt kennurunum í Laugarnesskóla fyrir frábært samstarf: Rúnu Björgu, Bryndísi Ósk, Dagnýju Björk, Ingu Rut og Guðrúnu Þorkelsdóttur, sem leiddu nemendur sína í gegnum viðburðinn af mikilli fagmennsku og áhuga.

Aldís Ögmundsdóttir, Baldur Ari Hjörvarsson og Pétur Hjörvar, verkefnastjóri kynningar og fræðslu frá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

Viðburðurinn markaði mikilvægt skref í að tengja heimsmarkmiðin við daglegt líf nemenda, vekja þau til umhugsunar um sameiginlega framtíð og styrkja rödd barna í umræðum um sjálfbærni og mannréttindi á heimsvísu.

 

Vika 17: Heimsmarkmiðin í brennidepli á bókasöfnum víðsvegar um landið

Dagana 21.–27. apríl verður haldin Vika 17, vitundarvakningarátak um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á bókasöfnum víðsvegar um landið. Verkefnið er að danskri fyrirmynd og var fyrst prófað hér á landi af Amtsbókasafninu á Akureyri árið 2024 sem hefur leitt þetta og fengið fleiri bókasöfn með. Í ár hefur þátttakan margfaldast og er búist við að yfir tíu bókasöfn um allt land taki þátt.

Markmið Viku 17 er að vekja athygli á heimsmarkmiðunum 17 með fjölbreyttum hætti: bókasöfn bjóða upp á viðburði, fræðslu, skiptimarkaði og smiðjur sem tengjast sjálfbærni, réttlæti, menntun, loftslagsmálum, jafnrétti og öðrum brýnum málum samtímans. Þannig verða bókasöfn að vettvangi fyrir samfélagslega umræðu og þátttöku í anda heimsmarkmiðanna.

Í ár taka m.a. þátt:

Á tímabilinu má búast við skemmtilegri dagskrá á hverju bókasafni – þó vikan sé stutt í ár vegna páskanna og Sumardagsins fyrsta, verður nóg um að vera og þátttakendur hvattir til að taka þátt, læra og ræða heimsmarkmiðin í sínu nærumhverfi.

Verkefnið er hluti af stærra samnorrænu samstarfi og í nóvember síðastliðnum héldu norræn bókasöfn sameiginlega vefráðstefnu þar sem þau skiptust á reynslu og hugmyndum um innleiðingu Viku 17. Frá þeim tíma hefur áhugi aukist til muna og verkefnið stækkað jafnt og þétt – líkt og sjá má hér á Íslandi.

Dagskrá einstakra safna og fleiri upplýsingar má nálgast á viðkomandi heimasíðum bókasafna og á samfélagsmiðlum þeirra. Áhugasöm bókasöfn eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við Hrönn; hronnb@amtsbok.is

Skýrsla um verkefnið í Danmörku og innblástur: SDGs and Libraries – Inspirational Examples

Aðalfundur félagsins verður haldinn 28. maí nk.

Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 28. maí 2024, kl. 17:00 í Mannréttindahúsinu að Sigtúni 42. 

Dagskrá fundarins:

  1. Kosning fundarstjóra og ritara.
  2. Ávarp formanns sem opnar aðalfund.
  3. Eva Harðardóttir, formaður og Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri fara yfir verkefni og viðburði ásamt því að rekstrar- og efnahagsreikningur ársins 2024 verður kynntur.
  4. Lausn stjórnar og annarra ábyrgða.
  5. Kynning á frambjóðendum til stjórnar.
  6. Kjör nýrrar stjórnar, formanns og varaformanns.
  7. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  8. Ávarp nýkjörins formanns.
  9. Fyrsti heiðursfélagi FSÞ tilnefndur.
  10. Önnur mál: umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni og tillögur sem löglega eru upp bornar.

Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar og samræður. Öll sem eru í félaginu eru sérstaklega hvött til þess að mæta.

______________________________________________________________________________________________________

Við viljum taka það sérstaklega fram að félagar í Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem hafa verið skráð sem félagar í mánuð eða lengur hafa atkvæðarétt.

Minnt er á að framboð til stjórnar þarf að berast að minnsta kosti viku fyrir aðalfund (í síðasta lagi 21. maí 2025) á vala@un.is.



Fyrir hönd stjórnar Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi,
Eva Harðardóttir, formaður

Hvað er Ísland að gera í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna?

Aðalframkvæmdastjóri António Guterres opnar 58. lotu Mannréttindaráðs SÞ í Genf – Mynd: UN Photo/Jean Marc Ferré

Með setu sinni í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna leggur Ísland áherslu á framgang mannréttinda allra með uppbyggilegum samræðum og þátttöku á breiðum grunni.

Ísland leggur líka sérstaka áherslu á að efla mannréttindi kvenna og stúlkna, standa vörð um réttindi barna, berjast gegn mismunun gagnvart LGBTQI+ einstaklingum og vekja athygli á tengslum mannréttinda- og umhverfismála. Sjá meira á vefsvæði Stjórnarráðsins um setu Íslands í mannréttindaráðinu.

Hlutverk ráðsins er að efla og vernda mannréttindi í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, fjalla um mannréttindabrot, beina tilmælum til einstakra ríkja um úrbætur í mannréttindamálum og fjalla um einstök þematísk réttindamál.

58. lota ráðsins var sett þann 24. febrúar og stendur yfir til 4. apríl. Eftir að lotunni lýkur má ætla að allt að 30 nýjar ályktanir verði samþykktar. Í ljósi ófriðar og óeiningar og áhyggjum af dvínandi samstarfi og minni samstöðu þjóða er mikilvægara en nokkru sinni áður að Ísland nýti þau verkfæri sem standa okkur til boða, og tali skýrt fyrir mannréttindum og styðji við starf Sameinuðu þjóðanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra tók til máls á fyrsta degi lotunnar:

„Alþjóðakerfið okkar og réttarríkið sem við höfum í auknum mæli byggt líf okkar á, á undir högg að sækja af öflum sem ætla að endurmóta heiminn okkar, sem vilja binda endi á marghliða samvinnu þjóða (e. multilateralism) með öllu… Það er aðeins ein leið til að mæta þessum áskorunum. Við verðum að gefa í og skuldbinda okkur á ný til þeirra meginreglna sem settar eru fram í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna.“

Í síðustu viku fór fram 38. fundur 58. lotu mannréttindaráðsins. Yfirlýsing Íslands var harðorð í garð Ísraels, þar sem sprengjuárásir í kjölfar enda vopnahlés voru fordæmdar og Rússlands, þar sem kynbundið ofbeldi í hernaði, hvarf barna í Úkraínu og fl. var fordæmt. Auk þess tók Íslands afstöðu til mannréttindabrota í Kína, Belarús og Súdan.

Ísland leiddi auk þess ályktun fjórtán þjóða sem hvatti mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna til að bregðast strax við viðvarandi mannréttindabrotum í Afganistan. Einar Gunnarson, fastafulltrúi Íslands í Genf tók til máls fyrir hönd þjóðanna.

„Konur standa nú frammi fyrir yfirþyrmandi takmörkunum á rétti sínum til vinnu, menntunar, tjáningar- og ferðafrelsis og heilbrigðisþjónustu þar sem talíbanar reyna að þurrka út þátttöku þeirra úr opinberu lífi. Þeim hefur verið bannað að syngja opinberlega og jafnvel bannað að rödd þeirra heyrist utan veggja heimilisins.“

Ljóst er að ástandið í Afganistan er svart og því aldrei verið mikilvægara fyrir þjóðir heims að koma sér saman um hvernig hægt er að þrýsta á talíbana að virða mannréttindi kvenna og allra sem þar búa.

„Afganistan stendur frammi fyrir slíkri kúgun á réttindum kvenna að slíkt finnst hvergi annars staðar í heiminum… Ástandið krefst brýnnar athygli okkar og aðgerða.“

Hægt er að sjá upptöku af yfirlýsingunum tveimur á vefsvæði Sameinuðu þjóðanna – á 01:37 og 01:47.  Og ræðu utanríksráðherra hér, á 51. mínútu.