Síðustu fréttir og greinar

COP27 – og hvað svo? Opinn fundur um Loftlagsráðstefnu SÞ

Opinn fundur var haldinn í dag, föstudaginn 2. desember kl. 12.00 – 13.30 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands á vegum UNICEF á Íslandi, Ungra umhverfissinna, Félags Sameinuðu þjóðanna, Höfða friðarseturs og Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands. Nýverið lauk loftslagsráðstefnunni COP27 í Sharm El-Sheikh þar sem að þjóðarleiðtogar leituðu leiða til þess að bregðast við örum […]


Verzló er 16. UNESCO – skólinn á Íslandi

Verzlunarskóli Íslands er orðinn UNESCO-skóli. Alls eru því UNESCO-skólar á Íslandi orðnir 16 talsins, einn leikskóli, sex grunnskólar og níu framhaldsskólar. Nemendur á 1. ári í Verzló unnu nýlega metnaðarfullt þróunarverkefni um heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun. Um var að ræða samþættingarverkefni í ensku, hagfræði, íslensku og tölvunotkun. Í upphafi verkefnisins hélt Kristrún María Heiðberg, […]


Flóaskóli er 15. UNESCO-skólinn á Íslandi

Flóaskóli í Flóahreppi er orðinn UNESCO-skóli. Alls eru því UNESCO-skólar á Íslandi orðnir 15 talsins, einn leikskóli, sex grunnskólar og átta framhaldsskólar. Í skólastefnu Flóahrepps er lögð áhersla á að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, en eitt af meginþemum UNESCO-skóla er vinna með heimsmarkmiðin. Auk þess leggja UNESCO-skólar áherslu á alþjóðasamvinnu, starfsemi Sameinuðu þjóðanna og frið […]


Uppgjör COP27

„Þetta COP hefur tekið mikilvæg skref í átt að réttlæti. Ég fagna þeirri ákvörðun að stofna hamfarasjóð (e. Loss and damage fund) og koma honum í gagnið á komandi tímabili“ – Aðalframkvæmdastjóri SÞ António Guterres Stofnun hamfarasjóðs var samþykkt eftir harðar samningaviðræður þar sem einkum fulltrúar þróunarlanda biðluðu lönd heims að veita nauðsynlega hjálp til […]


Samtal við þingmenn um þróunarsamvinnu

Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu (FFÞ) buðu upp á samtal við þingmenn þann 17. nóv. síðastliðinn í Iðnó í gegnum fræðsluvettvanginn Þróunarsamvinna ber ávöxt. Haldin voru fróðleg og áhugaverð erindi um þróunarsamvinnu og boðið upp á samtal þar sem fulltrúar viðkomandi félaga sátu fyrir svörum. Viðburðurinn, sem styrktur var af utanríkisráðuneytinu, var ætlaður þingmönnum sem taka […]


Mannúðarstofnanir SÞ kalla eftir sterkari stuðning til að afstýra hungursneyð á Horni Afríku

Þörf er á sterkari samhug og samstöðu á heimsvísu til að takast á við miklar mannúðaráskoranir á Horni Afríku þar sem tugir milljónir manna hafa þolað langvarandi hungursneyð. Þrátt fyrir þessar alvarlegu aðstæður og hingnandi mataröryggi á skaganum hafa viðbragðsáætlanir einungis fengið helming þess fjárstuðnings sem nauðsynlegt er til að koma þeim í fulla framkvæmd. […]


Alþjóðaveðurfræðistofnun SÞ (WMO) gefur út bráðabirgða skýrslu

Á dögunum gaf Alþjóðaveðurfræðistofnun SÞ (WMO) út bráðabirgða skýrslu þar sem fram kemur að hraði á hækkun yfirborði sjávar hefur tvöfaldast síðan 1993 og að vísbendingar séu til staðar um áður óþekkta bráðnun jökla í evrópsku Ölpunum. Lokaskýrslan kemur út næsta vor, en bráðabirgða útgáfa af henni var gefin út af WMO í tilefni COP27. […]


Flóttamannafulltrúi SÞ biðlar til heimsins að vinna að lausnum við ríkisfangsleysi

„Svipt um grundvallarmannréttindi þjóðernis eru þau sem eru fædd eru ríkisfangslaus eða gerð ríkisfangslaus standa frammi fyrir skelfilegu lagalegu limbói. Það kemur í veg fyrir að þau fái að njóta grundvallarmannréttinda sinna ásamt fullri þátttöku í samfélaginu. Líf þeirra einkennist af útskúfun, sviptingu og jaðarsetningu“ – segir Filippo Grandi flóttamannafulltrúi Saminuðu þjóðanna (UNHCR/United Nations High […]


Öflugt ungt fólk með sterkar raddir

,,Mér bárust spurningar nemenda um menntamál  og komst að því að það væri fyrir tilstuðlan verkefnis sem fyrsta árs nemar væru að vinna í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfarið bauðst mér að heimsækja skólann og ræða við þau,‘‘ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sem heimsótti nýlega nemendur á 1. ári í […]


Samráðsfundur um skólaverkefni

Settur hefur verið á laggirnar samráðsvettvangur að frumkvæði mennta-og barnamálaráðuneytisins um skólaverkefni Landverndar, UNICEF og Félags Sameinuðu þjóðanna. Verkefnin sem um ræðir hafa mikil samlegðaráhrif og því var ákveðið að leita leiða til að auðvelda skólum innleiðingu á viðkomandi verkefnum. Landvernd er með verkefnið Skólar á grænni grein, UNICEF er með Réttindaskólana og Félag Sameinuðu […]