Síðustu fréttir og greinar

Heimurinn fær „falleinkunn“ í árlegri skýrslu um heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun

Nú þegar aðeins sex ár eru eftir af heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun (e. Sustainable Development Goals/SDGs) eru framfarir á heimsvísu ófullnægjandi, með aðeins 17 prósent þeirra markmiða sem nú eru á réttri leið, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gefin var út 28. júní. Í skýrslunni um heimsmarkmiðin 2024 er lögð áhersla á að næstum […]


Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði barna og ungmenna telur að þær áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir séu margslungnar og að ómögulegt verði að takast á við þær án aðkomu ungs fólks.

Emma Ósk Ragnarsdóttir var kosin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði barna- og ungmenna á 2. fundi leiðtogaráðs Landssambands ungmennafélaga (LUF) þann 24. nóvember 2023. Emma Ósk starfar sjálf sem grunnskólakennari og brennur fyrir málaflokkinum, bæði í leik og starfi. Ólíkt öðrum hlutverkum ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ að þá ferðaðist Emma Ósk ein til […]


Námskeið fyrir kennara: Að vekja ungt fólk til hnattrænnar vitundar

Að vekja ungt fólk til hnattrænnar vitundar: heimsmarkmiðin og Sameinuðu þjóðirnar er námskeið fyrir kennara á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem fer fram miðvikudaginn 14. ágúst, á milli klukkan 13 og 16, í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ í Stakkahlíð. Á námskeiðinu, sem ætlað er fyrir kennara og stjórnendur á leik-, grunn-, og framhaldsskólastigi, verður […]


Boðað til samtals um Sáttmála framtíðarinnar

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi í samstarfi við utanríkisráðuneytið, forsætisráðuneytið, Barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða SÞ, Landssamband ungmennafélaga og Höfða friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands boðar til samtals um Sáttmála framtíðarinnar fimmtudaginn 6. júní frá klukkan 17:00-19:00 í Mannréttindahúsinu. Sjá viðburð hér. Dagana 22.-23. september verður Leiðtogafundur um framtíðina (e. Summit of the Future) haldinn í […]


Ársskýrsla ásamt ársreikningi FSÞ 2023 komin út

Ársskýrsla Félags Sameinuðu þjóðanna fyrir 2023 er nú komin út. Þar er fjallað um öll helstu verkefni ársins ásamt efnahagsreikningum. Skýrslan verður kynnt á aðalfundi Félagsins síðar í dag kl. 17:00 í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42.  


Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna 29. Maí kl. 17:00

Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 29. maí 2024, kl. 17:00 í Mannréttindahúsinu að Sigtúni 42.  Dagskrá fundarins: Kosning fundarstjóra og ritara. Ávarp formanns sem opnar aðalfund. Eva Harðardóttir, formaður og Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri fara yfir verkefni og viðburði og viðburði árið 2023. Vala Karen, framkvæmdastjóri kynnir rekstrar- og efnahagsreikning ársins 2023. Helen Inga […]


Vinningshafar í samkeppni ungs fólks heimsóttu höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York

Á dögunum fóru vinningshafar í samkeppni ungs fólks til New York að heimsækja höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Þau Eybjört Ísól Torfadóttir, nemandi Kvennaskólans í Reykjavík og Þröstur Flóki Klemensson, nemandi Háteigsskóla báru sigur út býtum með sögum sínum um heimsmarkmiðin í tengslum við mannréttindi og frið í heiminum. Feður þeirra beggja ferðuðust með þeim sem forráðamenn […]


Vinnustofa fyrir ungt fólk á aldrinum 16-30 ára um mannréttindi og heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun haldin þann 15. maí nk.

Þann 15. maí næstkomandi býður Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (e. United Nations Association Iceland) upp á vinnustofu fyrir ungmenni um mannréttindi og heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun.  Vinnustofan er fyrir öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára sem hafa áhuga á mannréttindum og sjálfbærri þróun og jafnvel vinna í hagsmunagæslu í ungmennastarfi. Vinnustofan er líka fyrir […]


Ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis hvetur íslensk stjórnvöld til þess að tryggja og efla enn frekar raunverulega og inngildandi aðkomu allra ungmenna að ákvarðanatöku og stefnumótun sem þau varða

Birta B. Kjerúlf var kosin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis á fundi leiðtogaráðs Landssambands ungmennafélaga (LUF) þann 26. apríl 2023. Þar að auki hefur hún setið í stýrihóp forsætisráðuneytisins um kynslóð jafnréttis en það fylgir kjöri í stöðuna. Birta flaug til New York nú í mars þar sem hún var hluti af […]


Miklir möguleikar í þekkingarmiðlun og samstarfi UNESCO-skóla á alþjóðavísu

Á dögunum tók Félag Sameinuðu þjóðanna á móti UNESCO-skólanum Menntaskólanum á Tröllaskaga. Með þeim í för voru nemendur  og kennarar frá vinaskóla þeirra, framhaldsskóla sem staðsettur er í Alcoy, Alicante. Höfðu nemendurnir þá vikuna dvalið á Ólafsfirði þar sem þau voru meðal annars að þróa Erasmus skólaverkefni saman frá grunni. Formaður Félagsins, Eva Harðardóttir, tók á […]