Aðalfundur Félags SÞ 10.maí kl 17:00

Secretary-General Ban Ki-moon meets with Lilja Alfreðsdóttir (Minister of Foreign Affairs, Iceland) [Government Guest House]

Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn n.k. miðvikudag þann 10.maí kl. 17. Hefðbundin aðalfundarstörf eru á dagskrá, skýrsla stjórnar kynnt, ársreikningur 2016 lagður fram til samþykktar og kosið verður í nýja stjórn. Allir félagsmenn hjartanlegavelkomnir á fundinn og eru beðnir um að senda línu ef þeir hafa hug á að mæta til starfandi framkvæmdastjóra á hildur@un.is

Heimsmarkmiðin kynnt á Fundi fólksins 2.-3. September

SDG Projections: Massive scale projections and peoples’ voices to celebrate UN70 and visually depict the 17 Global Goals Organized by the United Nations Department of Public Information in partnership with the Executive Office of the Secretary-General, the Office of the Special Adviser on Post-2015 Development Planning, the Global Poverty Project and other partners General Assembly 69th session: High-level Forum on a Culture of Peace Opening Statements by the Acting President of the General Assembly and the Secretary-General, followed by panel discussions

Félag Sameinuðu þjóðanna tekur þátt á Fundi fólksins sem fer fram í Norræna húsinu dagana 2.-3. september. Félagið mun ásamt Junior Chamber International (JCI) á Íslandi kynna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir gestum og gangandi.

Fundur fólksins 2016

Heimsmarkmiðunum, sem eru 17 talsins, er ætlað að stuðla að aukinni sjálfbærni ríkja og snúa m.a. að því að enda hungur og fátækt, auka jöfnuð og stuðla að jafnrétti kynjanna, bæta og tryggja aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu, gera borgir vistvænni, sporna við loftslagsbreytingum og vernda lífríki hafsins og skóga.

193 ríki hafa samþykkt að vinna að þessum markmiðum og reyna að ná þeim fyrir árið 2030. Mun auðveldara verður að uppfylla markmiðin ef að allir leggjast á eitt en það er ýmislegt sem að hver og einn getur gert til þess og verða gestir hátiðarinnar hvattir til þess að velja sér markmið til að vinna að. Hugmyndum verður safnað saman og samantekt birt hér á vefsíðu félagsins eftir að viðburðinum líkur.

Heimsmarkmiðin verða kynnt í kynningartjaldi 2 frá klukkan 12:00-18:00 báða dagana.

Nýr framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna

Vera Knútsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna. Hún var ráðin úr hópi 93 umsækjenda eftir ráðningarferli hjá Capacent.

Vera og Berglind takast í hendur
Berglind Sigmarsdóttir (hægri) tekur í hönd Veru Knútsdóttur (vinstri)

Við erum mjög þakklát fyrir þann sterka hóp umsækjenda heima og erlendis sem sóttu um starfið,“ segir Þröstur Freyr Gylfason, formaður Félags SÞ. „Við teljum að ráðningarferlið hafi skilað okkur afar hæfum framkvæmdastjóra, enda býr Vera að víðtækri reynslu og þekkingu á alþjóða- og þróunarmálum, m.a. af vettvangi í Líbanon og Sómalíu. Við vitum að sú reynsla kemur til með að nýtast mjög vel í störfum félagsins í þágu aukinnar almannavitundar, fræðslu og samfélagsumræðu á Íslandi um Sameinuðu þjóðirnar og þróunarmál.

„Stjórn félagsins er sömuleiðis ánægð með þá sýn um framþróun félagsins og þróun verkefna á næstunni, sem Vera færir inn í starfsemi félagsins,“ segir Þröstur Freyr.

Vera Knútsdóttir hefur um fimm ára reynslu af alþjóðastarfi og þar af þriggja ára reynslu af störfum hjá Sameinuðu þjóðunum. Vera hefur reynslu af mannúðarstarfi og flóttamannaaðstoð og hefur starfað bæði hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í Sómalíu og Flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn, UNRWA, í Líbanon.

Áður var hún í starfsnámi á viðskiptasviði og alþjóða- og öryggissviði utanríkisráðuneytisins, þ.á.m. verkefnum tengdum mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Vera lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2009 og MA-gráðu í öryggis- og varnarmálafræðum frá Georgetown háskóla í Bandaríkjunum árið 2011.

Vera Knútsdóttir (t.v.) tekur við af Berglind Sigmarsdóttur (t.h.), fráfarandi framkvæmdastjóra félagsins. Félag Sameinuðu þjóðanna þakkar Berglind fyrir öflug og vel unnin störf í þágu félagsins síðastliðin fimm ár og býður Veru velkomna til starfa.