Síðustu fréttir og greinar

Námskeið fyrir kennara um heimsmarkmiðin

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stendur fyrir námskeiði fyrir kennara um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 10. ágúst næstkomandi. Þetta er í þriðja sinn sem námskeiðið er haldið. Það hefur fengið góðar umsagnir kennara og færri komist að en vildu. Endilega skráið ykkur á þetta spennandi og áhugaverða námskeið!


Eva Harðardóttir nýr stjórnarformaður félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

Aðalfundur félagsins fór fram í gær 31.maí þar sem Eva Harðardóttir var kosinn nýr formaður. Kosið var í nýja stjórn félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (United Nations Association of Iceland) á aðal­fundi þann 31. maí, og kom ársskýrsla út sama dag. Aðalfundurinn var haldinn í nýja húsnæði félagsins að Sigtúni 42, en kosið er til […]


Ársskýrsla félagsins er komin út

Ársskýrsla félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er nú komin út. Ársskýrslan verður kynnt ásamt ársreikningi á morgun, á aðalfundi félagsins kl. 17:00 í Sigtúni 42.  


UNFPA veitir barnshafandi konum lífsnauðsynlega aðstoð í Lýðveldinu Kongó

  „Við heyrðum skothvelli og flúðum. Á þeim tíma var ég komin sjö mánuði á leið“ sagði Tantine, 30 ára fimm barna móðir frá Rusayo, í Norður-Kivu héraði, Lýðveldinu Kongó.     Þegar hópar vopnaðra manna réðust á þorpið hennar lagði hún á flótta með fjölskyldu sinni og leitaði skjóls í búðum fyrir fólk sem […]


„Heimsmarkmiðin“ og ég í Háskóla unga fólksins í sumar

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stendur fyrir námskeiðinu “Heimsmarkmiðin og ég” í Háskóla unga fólksins í sumar og hvetjum við öll hugvitssöm og snjöll ungmenni til að skrá sig. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Kristrún María Heiðberg, kennari og verkefnastjóri UNESCO-skóla munu leiða námskeiðið. Skólinn stendur yfir dagana 12.-16. júní […]


Aðalfundur félags Sameinuðu þjóðanna

Aðalfundur félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 31. maí 2023, kl. 17:00 í nýjum heimkynnum þess að Sigtúni 42. Dagskrá fundarins er: Kosning fundarstjóra og ritara. Framkvæmdastjóri fjallar um verkefni, viðburði og rekstur félagsins þess á síðustu tveimur starfsárum. Rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir starfsárin 2021 og 2022 verða kynntir af framkvæmdastjóra. Lausn stjórnar og annarra […]


UNFF18 fer fram í New York dagana 8.-12. maí

Dagana 8. til 12. maí fer UNFF18 (UN Forum on Forest) fram í New York í átjánda skipti. UNFF er stefnumarkandi fundur háttsettra fulltrúa samstarfsríkja og er tilgangurinn að innleiða samninga er tengjast skógum, efla sameiginlegan skilning á sjálfbærri nýtingu skóga, hafa eftirlit með pólitískum skuldbindingum og fylgja þeim eftir. Á fundinum verður sérstaklega farið yfir […]


Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fagnar 75 árum í dag, 8. maí 2023

  Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fagnar 75 árum í dag!   Í 75 ár hefur félagið vakið athygli á starfsemi Sameinuðu þjóðanna um allan heim. Ótal manns gefið vinnuframlag sitt með sjálfboðavinnu en einnig hafa ótal starfsnemar og starfsfólk í gegnum tíðina unnið heilshugar í þágu málefna Sameinuðu þjóðanna. Verkefnin hafa verið margskonar og […]


Þriðjungur allra barnahjónabanda í heiminum á sér stað á Indlandi

Samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna er áætlað er að um 640 milljónir stúlkna og kvenna sem eru á lífi í dag hafi gifst barnungar. Næstum því helmingur allra barnahjónabanda, eða um 45 prósent, á sér stað í Suður-Asíu, 20 prósent í Afríku sunnan Sahara, 15 prósent í Austur-Asíu og Kyrrahafssvæðinu, en þar á […]


Skelfileg átök í Súdan valda miklum fólksflótta innan- og utanlands

Átökin í Súdan eru á milli súdanska hersins og RSF-uppreisnarhersins og snúast átökin í grófum dráttum um að ná mikilvægum innviðum á sitt vald. RFS-herinn samanstendur af vígasveitum sem mynduðust í stríði sem braust út í Darfur árið 2003, og hefur herinn oft gerst uppvís um ýmis mannréttindabrot. Síðastliðinn laugardag vöknuðu íbúar Khartoum við sprengjur […]