Þann 10.desember 2018 verða liðin 70 ár frá því að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Hún er skrifuð í lok Síðari Heimstyrjaldarinnar og í þeim tilgangi að stuðla að því að mannkynið þurfi aldrei aftur að ganga í gegnum hörmunga á borð við Helförina. Yfirlýsingin var undirrituð í París þann 10.desember 1948 og var að Eleanor Roosevelt, sem stýrði fyrsta mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem var einn af aðal höfundum hennar.
Þrátt fyrir að heimurinn hafi gengið í gegnum miklar breytingar, sem erfitt var að sjá fyrir við undirritun yfirlýsingarinnar, þá stendur hún ennþá sem sterkur grunnur þegar kemur að því að ávallt skuli tryggja frelsi, jafnræði og virðingu fyrir alla einstaklinga. Þrátt fyrir að vera ekki lagalega bindandi þá hefur yfirlýsingin verið undirstaða helstu alþjóðasamninga um mannréttindi.
Yfirlýsingin stendur saman af 30 greinum (sjá hér) sem kveða á um mannréttindi sem við öll eigum jafnt tilkall til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis, eða annarra aðstæðna. Hún er sameiginlegt markmið allra þjóða og ríkja með það fyrir augum að sérhver einstaklingur og allar stofnanir samfélagsins hafi yfirlýsinguna ávallt í huga þegar kemur að stefnumótun og aðgerðum.
Herferðin „Stand up for human rights“ eða #standup4humanrights sem Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna stendur fyrir í tilefni afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar miðar að því að efla þekkingu almennings um mannréttindi og að beina sjónum okkar að því hvað Mannréttindayfirlýsingin þýðir fyrir okkur hvert og eitt í daglegu lífi. Á heimsíðu herferðarinnar má nálgast mikið af fræðslu efni ásamt frásögum einstaklinga sem staðið hafa vörð um mannréttindi á einn eða annan hátt.
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi mun ásamt samráðshóps um mannréttindi halda upp á þennan merka dag með þátttöku í hátíðarfundi á vegum stýrihóps Stjórnarráðsins um mannréttindi sem fram fer í Veröld Vigdísar að morgni 10.desember. Dagskráin er hin glæsilegasta en hún hefst klukkan 9:00 með ávarpi dómsmálaráðherra. Forsætisráðherra slítur svo fundi klukkan 10:50. Dagskránna má nálgast hér og viðburður hefur verið settur upp á Facebook hér.
Þá munu Sameinuðu þjóðirnar bjóða til bíósýningar um kvöldið, en klukkan 20:00 verður í Bíó Paradís sýnd myndin Hreinsunardeildin (The Cleaners) og í lok myndarinnar fara fram umræður með þátttöku áhorfenda. Myndin beinir sjónum af því hvernig internetið er hreinsað af „óæskilegu“ efni. Varpað er fram spurningum í myndinni um hver í raun stjórni því hvaða efni fer á internetið og stýri með því hvernig við hugsum, brot úr myndinni má sjá hér. Umræður fara fram eftir að sýningu myndarinnar lýkur og þar hafa framsögu Heiðdís Lilja Magnúsdóttir lögfræðingur hjá fjölmiðlanefnd og Smári McCarthy alþingismaður. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fagnaði Degi Sameinuðu þjóðanna 2018 með þátttöku í tveimur Heimsmarkmiða viðburðum.
Í Salaskóla í Kópavogi stóð félagið, í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Salaskóla, fyrir Heimsins stærstu kennslustund (e. Worlds largest lesson) sem er árlegt átak sem snýr að kennslu á Heimsmarkmiðunum og er styrkt af UNESCO og UNICEF. Þar tóku þátt nemendur úr efstu bekkjum Salaskóla og Landakotsskóla, en þeir skólar ásamt Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Kvennaskólanum í Reykjavík eru í fyrstu skólar sem taka þátt í skólaneti UNESCO á Íslandi. Viðburðurinn hófst á hvatningarorðum frá frú Elizu Reid forsetafrú og verndara Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Að þeim loknum hófst kennslustundin sem gekk út á það að nemendur hugleiddu og ræddum um hvaða styrki og hæfileika þau búa yfir sem gagnast þeim þegar kemur að því að standa vörð um Heimsmarkmiðin. Þarna fóru fram afar merkilega umræður þar sem ungmennin lögðu línunar að bættum heimi fyrir alla og tók forsetafrúin þátt í þeirra vinnu með nemendunum. Þegar kennslustund var lokið kom Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra og veitti viðurkenningu til þeirra skóla sem fyrstir á Íslandi taka þátt í UNESCO skólanetinu. Ráðherra ræddi þá við nemendur um hvað hefði staðið upp úr í kennslustund þeirra og hvatti þau til dáða.
Í tilefni dagsins bættum við inn fimm nýjum Heimsmarkmiða kennslustundum á skólavef okkar ásamt því að setja þar inn textað myndband sem sýnir fram á einfaldan hátt hvað við getum sem einstaklingar gert til að standa vörð um Heimsmarkmiðin og vinna að framgangi þeirra, myndbandið má nálgast hér.
Á sama tíma tók félagið þátt í viðburði Festu – miðstöð um samfélagslega ábyrgð þar sem Heimsmarkmiðin voru kynnt fyrir áhugasömum fyrirtækjum. Þar tóku saman höndum verkefnastjórn Heimsmarkmiðana sem stýrt er af forsætisráðuneytinu og Festa og kynntu þau tækifæri sem felast í Heimsmarkmiðunum þegar kemur að samfélagslegri ábyrð fyrirtækja. Um fundarstjórn sá Þröstur Freyr Gylfason formaður Félags Sameinuðu þjóðanna. Upptökur af viðburðinum má nálgast á facebook síðu Festu, hér.
Verkefnastjórn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hefur ritað skýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Í skýrslunni eru kortlögð helstu verkefni, áætlanir og áskoranir stjórnvalda gagnvart tilteknum markmiðum en á grunni þeirrar vinnu leggur verkefnastjórnin jafnframt fram forgangsmarkmið sem munu vísa stjórnvöldum veginn við innleiðingu markmiðanna næstu árin. Skýrsluna ná nálgasta hérna og afmarkaðan lista yfir forgangsmarkmið ríkisstjórnarinnar má nálgast hér.
Verkefnastjórn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna starfar undir forystu forsætisráðuneytis en að henni koma öll ráðuneyti ríkisstjórnarinnar. Þá eiga í henni sæti Hagstofa Íslands og Samband Íslenskra stjórnvalda. Félag Sameinuðu þjóðanna ásamt ungmennráði Sameinuðu þjóðanna eiga áheyrnarfulltrúa í verkefnastjórninni. Fanney Karlsdóttir, sérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, stýrir vinnu verkefnastjórnarinnar.
Opnuð hefur verið sérstök kynningarsíða fyrir Heimsmarkmiðin, www.heimsmarkmidin.is ásamt því að að stofnuð hefur verið síða á facebook í sama tilgangi.
Við hvetjum alla til að fylgjast með framgangi Heimsmarkmiðana hér á landi og taka þátt í að vinna að þeim og efla vitund almennings. Félag Sameinuðu þjóðanna er ávallt reiðubúið til að svara fyrirspurnum um Heimsmarkmiðin.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snúa að því að búa til betri heim fyrir alla. Allir þurfa að taka þátt og stjórnvöld og sveitarfélög skipta þar gríðarlega miklu máli. Ríkisstjórnin samþykkti nýverið þau undirmarkmið sem sett verða í forgang á Íslandi og gaf út stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum. Á málstofunni Betri heimur fyrir alla, sem haldin verður sem hluti af Lýsu 2018, gefst tækifæri til þess að kynnast áætlunum ríkisstjórnarinnar við innleiðingu Heimsmarkmiðanna sem og hvernig markviss innleiðing þeirra á vettvangi ríkis og sveitarfélaga getur stuðlað að betri heilsu og vellíðan íbúa á öllum æviskeiðum.
Fanney Karlsdóttir, forsætisráðuneyti mun kynna áætlun ríkisstjórnarinnar, Áslaug Karen Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Heimsmarkmiðana kynnir verkefni og aðgerðir utanríkisráðuneytisins, Páll Magnússon mun kynna hugmyndir Kópavogs og Gígja Gunnarsdóttir hjá Embætti landlæknis mun fjalla um Heilsueflandi samfélag og tengingu nálgunarinnar við Heimsmarkmiðin.
Fundarstjóri verður Harpa Júlíusdóttir frá Félagi Sameinuðu þjóðanna.
Málstofan fer fram í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, laugardaginn 8.september 2018 frá kl: 15:00-16:15 (vekjum athygli á breyttum tíma, áður auglýst kl: 13:15). Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Anonio Guterres áritar minningarbók um Kofi Annan í Höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York (Mynd: UN Photo / Manuel Elias)
Mynd: David Levine fyrir the Guardian
Kofi Annan, fyrrverandi Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna og handhafi Friðarverðlauna Nóbels er látinn eftir stutt veikindi, áttatíu ára að aldri. Frá þessu hafa fjölmiðlar greint eftir tilkynningu sem barst frá fjölskyldu hans og stofnun honum samnefndri í gær. Hann skyldi eftir sig eiginkonu og þrjú börn, að ógleymdum þeim gríðarmikla arfi sem í lífi hans og störfum fólst.
Kofi Annan var fæddur í Kumsai í Ghana þann 8. apríl árið 1938. Það var svo snemma á lífskeiðinu eftir nám í hagfræði og alþjóðasamskiptum sem Annan hóf störf innan stofnana Sameinuðu Þjóðanna, fyrst árið 1962, hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í Genf (WHO). Síðar átti Annan eftir að gegna hinum ýmsu störfum og embættum, þar á meðal í Efnahagsnefnd fyrir Afríku í Addis Ababa, hjá friðargæslu Sameinuðu Þjóðanna (UNEF II) í Ismalia og hjá Framkvæmdanefnd flóttamannastofnunar Sameinuðu Þjóðanna (UNHCR). Því til viðbótar gegndi Annan ýmsum ábyrgðarstöðum í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York, auk þess sem hann sótti sér aukna menntun í stjórnun og flutti um stutt skeið aftur til Ghana og sinnti þar embætti yfirmanns ferðamála.
Það var svo eftir þennan viðburðarríka feril, í byrjun árs 1997 sem Annan var skipaður Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna. Því embætti átti hann eftir að gegna allt til loka árs 2006, eða í tvö fimm ára tímabil. Á meðan þessu tímabili stóð, gerði Annan það eitt af megin markmiðum sínum að fylgja eftir umfangsmikilli umbótaáætlun sem átti eftir að blása nýju lífi í Sameinuðu Þjóðirnar og gera alþjóðakerfið betra og skilvirkara. Annan var einnig öflugur talsmaður og baráttumaður mannréttinda, réttarríkisins, Þúsaldarmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna og Afríku. Annan hafði raunar orð á því sjálfur sem eitt helsta afrek lífs síns það mark sem hann hafði á tilurð og framgang Þúsaldarmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna.
Það var að frumkvæði Annan sem friðargæsla Sameinuðu Þjóðanna var styrkt til muna, gerandi þeim kleift að takast á við mikla aukningu í fjölda friðargæsluverkefna og þeim mannskap sem því fylgdi. Annan hvatti einnig til og hafði mikil áhrif á tilurð Friðarráðs (PBC) og Mannréttindaráðs (HRC) Sameinuðu Þjóðanna. Annan spilaði líka lykilhlutverk í stofnun alþjóðlegs sjóðs til baráttu gegn alnæmi, berklum og malaríu, innleiðingu á fyrstu samþykkt Sameinuðu Þjóðanna um stefnu í baráttunni gegn hryðjuverkum og samþykki aðildarríkjanna til verndunar mannslífa frá þjóðarmorðum, stríðsglæpum, þjóðernishreinsunum og glæpum gegn mannkyni (R2P).
Annan tók einnig frumkvæði á sviðum stjórnmálanna sem ráðfús og árangursríkur diplómati. Árið 1998 átti Annan þátt í umskiptum til borgaralegrar stjórnar í Nígeríu. Sama ár fór hann til Íraks til að leysa úr hindrunum sem höfðu myndast á milli Íraks og Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna (UNSC) vegna ósamræmis sem gætti vegna samþykkta um vopnaeftirlit. Þetta varð til þess að komast mátti í veg fyrir frekari fjandskap sem var yfirvofandi á þessum tíma. Ári síðar átti Annan eftir að vera djúpt viðriðinn það ferli sem leiddi til sjálfstæðis Austur-Tímor frá Indónesíu. Árið 2000 var Annan svo ábyrgur fyrir staðfestingu á afturköllun Ísraels frá Líbanon og árið 2006 átti hann stóran þátt í að tryggja hlé á ófriði á milli Ísraels og Hezbollah. Sama ár miðlaði Annan einnig málum sem leiddi til lausnar í deilu milli Kamerún og Nígeríu vegna Bakassi skagans.
Eftir að Annan lauk ferli sínum sem Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, lét hann ekki eftir kjurrt liggja. Með stofnun sinni, Kofi Annan Foundation, talaði hann fyrir og hvatti til aukinnar pólitískrar samstöðu í heiminum til að sigrast á hvers konar ógn við friði, þróun og mannréttindum. Annan taldi öll þau tæki, tól og þekkingu þegar vera til staðar svo hægt væri að sigrast á öllum þeim brýnu vandamálum sem mannkynið stendur frammi fyrir að leysa, svo sem hvað varðar fátækt, ofbeldi, átök og lélega stjórnunarhætti. Fyrst og fremst taldi hann framförum haldið aftur vegna skorts á forystu og pólitískum vilja til að nota það sem til staðar er til að bera kennsl á og færa fram lausnir.
Þau voru mörg afrek Annan og mikill var sá arfur og þær hugsjónir sem hann skildi eftir sig fyrir allt mannkyn. Ómögulegt væri að telja upp öll þau verk sem hann kom að eða hafði óbein áhrif á, þó tilraun sé til þess gerð með grófum hætti í þessari grein. Þó er mikilvægt fyrir okkur öll, að arfi hans og hugsjónum sé haldið á lofti í hvívetna svo komandi kynslóðir fái einnig að njóta þess ávaxtar sem líf hans bar.
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi harmar ákvörðun bandarískra stjórnvalda að segja sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á 70 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað 15. mars 2006 með ályktun Allsherjarþingsins nr. 60/251. Í ráðinu sitja 47 ríki sem kjörin eru af Allsherjarþinginu og hafa öll aðildarríkin tækifæri til að bjóða sig fram til setu í ráðinu. Hlutverk Mannréttindaráðsins er að efla, styrkja og vernda mannréttindi um allan heim.
Bandaríkin hafa ávallt haft mikilvægu hlutverki að gegna í að efla og styrkja mannréttindi og talað fyrir mannréttindum um allan heim. Þá voru Bandaríkin, undir forystu Eleanor Roosevelt þáverandi forsetafrúar, leiðandi afl í að mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt 10. desember árið 1948.
Mannréttindi eiga undir högg að sækja víða um heim og því er gríðarlega mikilvægt að sofna ekki á verðinum. Stofnanir eins og Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna þurfa að standa styrkum stoðum og hafa bolmagn til að sinna skyldum sínum. Það er hagur allra ríkja að sitja við borðið þegar að mannréttindi eru á dagskrá, óháð því hversu vel þau standa sig í að framfylgja mannréttindum því það gerir það mögulegt að knýja fram breytingar til hins betra með friðsömum hætti.
Með þátttöku gefst tækifæri til að leiðbeina ríkjum um hvað má betur fara og hvetja þau til að gera betur. Það er von Félags Sameinuðu þjóðanna að Bandaríkin dragi ákvörðun sína til baka og taki aftur sæti í Mannréttindaráðinu.
A student stands in the ruins of one of his former classrooms, which was destroyed in June 2015, at the Aal Okab school in Saada, Saada Governorate, Yemen, Monday 24 April 2017. Students now attend lessons in UNICEF tents nearby,
Since the start of 2017, the humanitarian situation in Yemen has substantially deteriorated. According to analysis by the Humanitarian Country Team released in April 2017, the number of people in need of assistance and protection is 20.7 million. Increasing tensions and hostilities in the western coast since January have left over 50,000 people displaced, many of them in locations where humanitarian access has been extremely challenging. Concerns regarding the continuity of operations of the Al Hudaydah port persist and the potential closure of the main port in Yemen would have significant consequences for the humanitarian operation.
Between April and July 2017, 400,000 cases of suspected cholera and nearly 1900 associated deaths were recorded. Vital health, water and sanitation facilities have been crippled by more than two years of hostilities, and created the ideal conditions for diseases to spread. Nearly 2 million Yemeni children are acutely malnourished, which makes them more susceptible to cholera. Vital infrastructure, such as health and water facilities, have been damaged or destroyed by the conflict. Adding to the pressure on health services, more than 30,000 health workers have not been paid their salaries in more than 10 months.
Yemen’s education system is also on the brink of collapse, and more than 5 million children risk being deprived of their right to education. As at June 2017, over 193,000 teachers have not received their salaries during the past nine months. Moreover, school infrastructure has been affected, with 222 incidents of attacks on schools documented and verified by the Country Task Force on Monitoring and Reporting of Grave Child Rights Violations (CTF MR) between March 2015 and June 2017. At least 1,279
Mannúðarástandið í Jemen er gríðarlega slæmt. Þúsundir hafa verið drepnir og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Átökin hafa staðið í yfir þrjú ár en þau hófust í mars 2015 eftir að Hútar tóku yfir ríkisstjórn Jemen að Sádí-Arabar blönduðu sér inn í átökin. Núna hefur ein fátækasta þjóð í Miðausturlöndunum orðið að blóðugum vettvangi fyrir innanlandsátök og átök á milli stórveldanna í Miðausturlöndum.
Hvernig byrjaði þetta allt saman? Eftir að einræðisherrum í öðrum ríkjum Miðausturlanda var steypt af stóli í Arabíska vorinu 2011 Jemenar það líka. Forseti Jemen, Ali Abdullah Saleh var neyddur til þess að láta af völdum til Abdrabbuh Mansour Hadi í nóvember 2011, en valdaumskiptin mistókust. Í kjölfarið varð mikið atvinnuleysi, fæðuóöryggi, sjálfsmorðsárásir og aðskilnaðarhreyfing í suður-Jemen varð til. Þá byrjaði borgarastyrjöldin.
Stríðandi fylkingar eru annars vegar Hútar, pólitískur Sjía uppreisnarhópur sem eru hliðhollir fyrrum forseta Jemen, Ali Abdullah Saleh. Og þeir sem hliðhollir eru nýju ríkisstjórninni hans Abdrabbuh Mansour Hadi hins vegar. Árið 2014 náðu Hútar að taka yfir Sanaa höfuðborg Jemen og í byrjun 2015 reyndu þeir að taka yfir allt Jemen og neyddist þá Hadi til að flýja til Sádi-Arabíu. Það var þá sem Sádar litu á Húta sem yfirvofandi ógn og höfðu áhyggjur að þetta gæti verið tækifæri fyrir Íran að ná yfirráðssvæði við landamæri sín. Sádar kenna Írönum um að styðja við Húti uppreisnarmennina en Tehran neitar allri sök, svo Sádar stofnuðu Bandalag með Sameinuðu Furstadæmunum, Senegal, Súdan, Katar og Barein og byrjuðu loftárásir á Jemen.
Ástandinu í Jemen hefur hrakað verulega síðan þá, en yfir tíu þúsund manns hafa látið lífið og þrjár milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Bandalag Sáda vilja endurheimta ríkisstjórn Hadi en ekki hefur tekist að ná aftur yfirráðssvæði Húta í norður-Jemen né höfuðborginni Sanaa. Á meðan að styrjöldin hefur geisað hafa liðsmenn Al-Qaeda og Isis nýtt sér tækifærið og náðu svæði undir sinni stjórn í suður-Jemen, en hafa tapað nánast öllum yfirráðum yfir þeim svæðum.
Eins og í öllum stríðum þá eru helstu fórnarlömb átakanna óbreyttir borgarar og þá sérstaklega börn. Eyðileggingin hefur orsakað mikin skort á matvælum og eldsneyti og hefur það ýtt yfir 16 milljón manna í hungursneyð, af þeim eru 2 milljónir börn og stór hluti þeirra er í lífshættu. Einnig hefur meirihluti landsmanna engan aðgang að hreinu vatni og sorp og skólp mengun veldur sjúkdómafaraldri.
Stríðið í Jemen er stríð gegn börnum. UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen undir yfirskriftinni „má ég segja þér svolítið?“ Með þessu átaki vill UNICEF beina sjónum almennings að neyð barna í Jemen og leyfa börnum í landinu að segja sögu sína. Neyðarátakið er byggt á raunverulegum sögum barna sem hafa upplifað hörmungar sem heimurinn horfir framhjá, á hverjum einasta degi. Það sem hefur verið ómetanleg hjálp í Jemen er UNICEF, sem hefur veitt milljónum barna neyðarhjálp síðustu ár við gífurlega erfiðar aðstæður. Framlögin úr neyðarsöfnuninni munu fara í að veita lífsnauðsynlega neyðaraðstoð í Jemen, m.a að meðhöndla börn gegn vannæringu, tryggja vatns- og hreinlætisaðstöðu til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma, bólusetja börn gegn mænusótt, dreifa skólagögnum og setja upp barnvæn svæði þar sem kennsla getur farið fram og hægt er að veita börnum sálræna aðstoð til að vinna úr áföllum sínum.
Stríðandi fylkingar hafa ekki sýnt merki um að gefast upp og er engin lausn í sjónmáli. UNICEF hefur kallað eftir því að allir aðilar að átökunum sem og alþjóðasamfélagið vinni tafarlaust að friðsamlegri lausn og bindi enda á ofbeldið gegn börnum í Jemen. Hægt er að hjálpa með því að senda SMS-ið JEMEN í nr. 1900 og gefa þannig 1900 krónur í neyðaraðgerðir UNICEF í Jemen. Sú upphæð samsvarar t.d rúmlega tveggja vikna meðferð gegn vannæringu fyrir eitt barn.
Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar boðuðu þjóðir heims til ráðstefnu í þágu Sýrlands og nágrannaríkja á sama tíma og reynt er að hleypa nýju lífi í viðræður um að binda enda á þau átök sem eiga sér stað. Tveggja daga ráðstefnan er önnur í röðinni á vegum þessara samtaka og átti sér stað 24. – 25. apríl í Brussel.
„Á næstu 2 dögum viljum við að Sýrlendingar viti að þeir hafa ekki gleymst, að við erum að reyna að finna betri leiðir til að hjápa þeim í þessum hræðilegu aðstæðum. Við leitumst eftir framlögum til þess að aðstoða og vernda sýrlenskar fjölskyldur hvar sem þær eru, þrátt fyrir sprengjur og ofbeldi þá munum við ekki gefast upp” sagði Mark Lowcock, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðaraðstoðar.
Samhæfingarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) áætlar að yfir þrettán milljónir Sýrlendinga þurfi á neyðaraðstoð og vernd að halda. Fjöldi þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín er nánast fordæmalaus en samkvæmt OCHA eru 6,6 milljónir á vergangi í landinu og 5,6 milljónir sýrlenskra flóttamanna hafast nú við í grannríkjunum. OCHA telur að jafnvirði 914 milljarða króna þurfi til neyðaraðstoðar í Sýrlandi og grannríkjunum en eins og sakir standa hefur aðeins um fjórðungur þeirrar upphæðar safnast.
„Stjórnmálamenn koma með loforð í flýti en þeir þurfa að standa við loforð sín gagnvart sýrlensku fólki. Minna en 3% af sýrlenskum flóttamönnum hafa sest að í ríkum löndum til að mynda hafa Bandaríkin einungis tekið á móti 11 sýrlenskum flóttamönnum á þessu ári” sagði Marta Lorence, svæðisstjóri Oxfam.
Mynd frá utanríkisráðuneytinu
Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, áréttaði á ráðstefnunni að framlag Íslands yrði 200 milljónir á þessu ári, myndi hækka í 225 milljónir árið 2019 og verða 250 milljónir árið 2020. Árið 2017 voru framlögin 200 milljónir króna. Samtals hækka því framlög frá íslenskum stjórnvöldum um 75 milljónir vegna Sýrlands.
Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar skuldbundu sig til að fylgjast með þeim skuldbindingum sem áttu sér stað á ráðstefnunni og munu skýra reglulega frá stöðu mála, meðal annars gefa umsagnir á helstu alþjóðlegu viðburðum ársins.
Við erum að vinna í því að koma skólavefnum í loftið í nýrri og betri mynd. Margir hafa haft samband við okkur um aðgengi að námsefninu á meðan að vefurinn liggur niðri og við viljum því benda á að hægt er að nálgast allt námsefnið með því að ýta hér. Ef það er eitthvað sem að vantar ekki hika við að hafa samband við okkur.
Við biðjumst velvirðingar á þessum töfum við að koma skólavefnum aftur í loftið.
„Veittu því athygli sem er jákvætt” sagði Eliza Reid, forsetafrú og verndari Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, í einlægu ávarpi á málþingi um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Heilsueflandi samfélagi þar sem hún deildi sinni sýn á hamingjunni.
Málþingið var haldið 20. mars sl. í tilefni alþjóðlega hamingjudagins og kynnti Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félag Sameinuðu þjóðanna, störf félagins en það leggur áherslu á margvísleg verkefni til aukinnar almannavitundar, fræðslu- og samfélagsumræðu um Sameinuðu þjóðirnar og þróunarmál.
„Ábyrgðin er ekki einungis á höndum stjórnvalda heldur berum við líka ábyrgð sem einstaklingar á Heimsmarkmiðunum og í dag eru þið að taka þetta skref í þágu Heimsmarkmiðanna” sagði Vera áður en hún taldi upp ýmis atriði sem ber að hafa í huga þegar kemur að sjálfbærni til að mynda að draga úr matarsóun, flokkun plasts, val á vistvænum ferðamáta, mikilvægi þess að nýta kosningaréttinn og taka þannig þátt í stefnumótun samfélagins. „Ég trúi því að með því að uppfylla heimsmarkmiðin þá verða lífsgæði okkar allra mun betri en þau eru í dag, kjarni þeirra er nefnilega að búa til samfélag þar sem allir fá að njóta sín og nýta hæfileika sína, samfélag sem ber virðingu fyrir náttúrunni svo við fáum að njóta fegurðarinnar og þeirra afurða sem hún hefur að gefa. Ég tel að í raun eru Heimsmarkmiðin uppskriftin að hamingjunni” bætti Vera við.
Megin áhersla málþingins var hvernig ríkið og sveitarfélög geta unnið markvisst að Heimsmarkmiðunum en Ásta Bjarnadóttir, frá verkefnisstjórn Stjórnarráðsins um Heimsmarkmiðin, kynnti vinnu stjórnvalda og hvernig þau tengja sína starfsemi við Heimsmarkmiðin. Helsta hlutverk verkefnastjórnarinnar er að greina, innleiða og kynna markmiðin. Þau hafa nú þegar tekið stöðu á öllum undirmarkmiðunum og mun stöðuskýrsla sem inniheldur niðurstöður þeirrar vinnu verða birt fljótlega ásamt tillögum að forgangsmarkmiðum. Stór hluti af vinnunni er alþjóðasamstarf en Ísland mun kynna sína vinnu að Heimsmarkmiðunum á næsta ári á árlegi ráðstefnu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.
„Alþjóðlegar stefnumótanir ásamt Heimsmarkmiðunum geta verið frábær, en þegar uppi er staðið skiptir það mestu máli hvað er að gerast í daglega lífi fólks“ sagði Dr. Kai Ruggeri, lektor við Columbia University Mailman School of Public Health og yfirmaður stefnumótandi rannsókna við University of Cambridge. Í rannsóknum sínum hefur hann fjallað um hversu mikilvæg vellíðan er í stefnumótun ásamt áhrifum markmiðasetningu á komandi áhrif og framfarir. Dr. Ruggeri hefur mikið skoðað hvaða mælikvarða er hægt að nota við mælingu á vellíðan einstaklinga. Áður fyrr var talið að verg þjóðarframleiðsla og vellíðan haldist í hendur en önnur var raunin. Hann lagði áherslu á að skoða hvað aukin vellíðan gefur okkur í stað þess að einblína einungis á hvaða þættir hafa áhrif á vellíðan. Líður okkur betur ef við stöndum okkur betur í vinnu eða námi eða gerir aukin vellíðan það að verkum að við stöndum okkur vel?
Embætti landlæknis ber ábyrgð á heilsueflingu og forvarnastarfi þar sem unnið er heildstætt með helstu áhrifaþætti heilbrigðis. Birgir Jakobsson, landlæknir, fjallaði um Heilsueflandi samfélag (HSAM) og lærdóm þess verkefnis sem landlæknir. Birgir vitnaði í Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina þegar hann minnti á að heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma og örorku. Embætti landlæknis leggur ýmislegt til við vinnu Heilsueflandi samfélaga til dæmis ráðgjöf, stuðning, fræðslusefni ásamt því að standa fyrir vinnustofum og námskeiðum. Þá gefur embættið gefur út lýðheilsuvísi eftir heilbrigiðsumdæmum til þess að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðu svæðis, finna styrkleika og veikleika hvers svæðis og skilja þannig betur þarfir íbúa. Birgir sagði mikilvægt að átta sig á að ávinningur Heilsueflandi samfélags væri bæði fyrir almenning og þá sem stýra sveitarfélögunum. Í dag er um 75% landsmanna hluti af HSAM og er hlutverk embættisins að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis og kennslustjóri diplómanáms í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun HÍ, kynnti niðurstöður rannsókna Embættis landlæknis um hamingju og vellíðan í íslenskum sveitarfélögum. Dóra gerði grein fyrir því hvernig þau gátu greint niðurstöður á sveitarfélög og munu heilsueflandi sveitarfélög geta fengið upplýsingar m.a. um stöðu hamingju og vellíðan í þeirra samfélagi á heilsueflandi.is. Þegar skoðuð voru tengsl milli hamingju unglinga og hagvaxtar kom í ljós að þegar hagvöxtur minnkaði þá fór hamingja unglinga upp. Þetta munstur má finna á öllum Norðurlöndum nema í Finnlandi en ekki er einfalt svar við þeim niðurstöðum. Þá leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að tekjur skýra minna en 1% af hamingju íslendinga.
„Þetta er lykilatriði, við verðum að hætta að horfa á geðheilsu sem heilbrigðisvandamál og horfa í stað þess á þetta sem samfélagsáskorun” sagði Dr. Fredrik Lindencrona sem kemur frá Sambandi sænskra sveitarfélaga þar sem hann er yfirmaður stefnumótandi umbóta og alþjóðlegs samstarfs í geðheilbrigðismálum. Dr. Fredrik greindi frá leiðum sem sænsk sveitarfélög hafa farið til þess að ná Heimsmarkmiði 3.4 og lagði áherslu á samvinnu allra, frá stjórnendum til stjórnmálamanna. „Auðvelt er að sjá hver kostnaðurinn er en erfiðara er að sjá hverjar tekjurnar verða“ sagði Dr. Fredrik og lýsti því hvernig Svíar hafa búið til kerfi til að meta fjárfestingar í félagslegum þáttum eins og geðheilsu.
Reykjavíkurborg var fyrsta sveitarfélagið til að taka þátt með Embætti Landlækni í Heilsueflandi samfélagi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði frá þeim fjölmörgu verkefnum sem borgin hefur hrint í framkvæmt og eru til að mynda allir leik- og grunnskólar í Reykjavík hluti af Heilsueflandi samfélagi. Þá hefur Reykjavíkurborg einnig lagt áherslu á Heilsueflinu eldri borgara með því að bjóða eldri borgurum frítt í sund, aðgengi að hreyfingu og 17 félagsheimilum. Ellert Örn Erlingsson, deildarstjóri íþróttadeildar hjá Akureyrarbæ, lýsti því vel hvernig Akureyrarbær mátaði Heimsmarkmiðin við það sem hefur verið gert, er verið að gera og það sem þau vilja gera. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir kynnti fyrir hönd stýrihóps Hafnafjarðar þau 3 Heimsmarkmið sem bærinn vinnur að. Hún tók þó fram að þetta sé langhlaup, en ekki spretthlaup því góðir hlutir gerast hægt.
Björg Magnúsdóttir stýrir umræðum í lok málþings
Í lok málþingsins stýrði Björg Magnúsdóttir, dagskrárgerðarkona hjá RÚV, pallborðsumræðum þar sem ræðumenn málþingsins sátu í pallborði. Ýmist var rætt um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag og voru allir panelgestir sammála um að ekki sé hægt að einblína á eitt Heimsmarkmið fremur en annað þar sem mikilvægt er að líta á þau sem eina heild. Þá sköpuðust einlægar umræður á meðal panelgesta þar sem þau deildu hvað þau gera sem einstaklingar til þess að vera hamingjusöm.
Fundarstjóri var Þröstur Freyr Gylfason, formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Hægt er að horfa á upptöku af málþinginu hér.