Fyrstu bólusetningar COVAX samstarfsins: tímamót í baráttunni gegn COVID-19

Tímamót urðu í baráttunni gegn kórónaveirunni í gærdag þegar bólusetningar hófust í Gana og á Fílabeinsströndinni. Voru þetta fyrstu bólusetningarnar sem framkvæmdar hafa verið á vegum COVAX samstarfsins. Fílabeinsströndin fékk síðastliðinn föstudaginn 504.000 skammta af COVID-19 bóluefni og 505.000 sprautur í fyrstu úthlutun á vegum COVAX-samstarfsins og hafði Gana fyrr í vikunni fengið 600.000 skammta af bóluefni. Skammtarnir eru meðal annars notaðir til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk, félagsráðgjafa, kennara og áhættuhópa.

COVAX er alþjóðleg áætlun um bóluefni sem miðar að því að tryggja skilvirkar bólusetningar á jafnréttisgrundvelli um allan heim. Samstarfið hefur því það markmið að tryggja að öll lönd fái bóluefni óháð efnahag, en meirihluti bóluefna sem hingað til hefur verið dreift hefur farið til ríkari landa sem hamstrað hafa bóluefni umfram þörf.

COVAX er samstarfsverkefni Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og alþjóðasamtakana GAVI og CEPI. Auk þeirra gegnir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) lykilhlutverki í innkaupum og dreifingu bóluefnisins og nýta þar sérþekkingu sína sem sú stofnun sem hefur verið leiðandi í bólusetningum á alþjóðavísu seinustu áratugina. 192 ríki heims koma að samstarfinu, Ísland þar á meðal.

COVAX-samstarfið vinnur bæði með stjórnvöldum og framleiðendum til að tryggja sanngjarnan aðgang að bóluefnum meðal ríkja heimsins, en markmið samstarfsins er er að útvega tvo milljarða skammta af bóluefni fyrir árslok 2021. Það myndi nægja til að bólusetja alla þá sem eru í sérstökum áhættuhópum í heiminum.

Rannsóknir benda til að aðferð COVAX muni leiða til færri dauðsfalla í heiminum en sú samkeppni sem felur í sér að einokun auðugra ríkja á bóluefni. Í rannsókninni er kannaðar afleiðingar þess ef 80% bóluefnis væri dreift í samræmi við íbúafjölda ríkja. Slíkt myndi fækka dauðsföllum um 61% af völdum veirunnar. Við núverandi aðstæður þar sem auðugustu ríki jarðar kaupa upp allar birgðir fækkar dauðsföllum aðeins um 33%.

COVAX samstarfið er því eitt stærsta og mikilvægasta bólusetningarverkefni sögunnar. Eftir margra mánaða undirbúning er margt búið að gerast síðustu daga og bóluefni, sprautur og annar búnaður farinn að berast. Afhending bóluefnanna á Fílabeinsströndinni og í Gana markar upphafið af fyrstu alþjóðlegu úthlutun bóluefna gegn kórónaveirunni. Fleiri lönd munu bætast í hópinn á næstu dögum og vikum.

 

 

Jóna Þór­ey kjörin ung­menna­full­trúi Ís­lands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mann­réttinda

Jóna Þórey Pétursdóttir hefur verið kjörin nýr ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Kjörið fór fram á sambandsþingi Landssambands ungmennafélaga (LUF) síðastliðinn laugardag.

Sem ungmennafulltrúi Íslands mun Jóna Þórey sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september fyrir hönd ungs fólks á Íslandi.

Jóna Þórey er forseti Rannveigar – Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi, en jafnframtt var hún forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands árin 2019-2020. Þar barðist hún fyrir mannúðlegra háskólasamfélagi og mótmælti tanngreiningum á fylgdarlausum ungmennum og börnum á flótta í samstarfi við No Borders Iceland.

Þá kom Jóna Þórey að skipulagningu jafnréttisþings forsætisráðuneytisins í fyrra, tók þátt í pallborði á Women Political Leaders Forum og sótti loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2019, COP25, þar sem hún tók þátt í pallborðsumræðum til að krefjast aðgerða í þágu kynslóða framtíðarinnar.

Jóna hlaut nýverið inngöngu í meistaranám í mannréttindalögfræði við háskólann í Edinborg þar sem hún mun sérhæfa sig enn frekar í greininni og loftslagsréttlæti.

Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin

Fræðsluátakið Þróunarsamvinna ber ávöxt sem er á vegum allra helstu íslenskra félagasamtaka í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu, í samstarfi við utanríkisráðuneyti. Í ár framleiddum við heimildarmyndina Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin sem sýnd var á RÚV 11. febrúar.

„Aðgangur að vatni, næring, menntun og ofbeldi. Allt eru þetta hlekkir í keðjuverkun COVID-19 um allan heim.“

Hægt er að horfa á heimildarmyndina í spilaranum hér að neðan:


Að átakinu standa: ABC Barnahjálp, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, CLF á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Hjálparstarf Kirkjunnar, Kristniboðssambandið, Rauði Krossinn á Íslandi, SOS Barnaþorp, Sól í Tógó, Unicef á Íslandi, UN Women á Íslandi og utanríkisráðuneytið.

Sérstakar þakkir fá Sahara og RÚV fyrir frábært samstarf.

Alþjóða móðurmálsdagurinn

21.febrúar fagnar UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, og við öll alþjóða móðurmálsdeginum. Dagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2000 til að stuðla að fjölbreytni í tungumálum, menningu og fjöltyngi. 

Aukin vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi tungumála þegar kemur að þróun sjálfbærra samfélaga. Mikilvægt að tryggja menningarlegan fjölbreytileika sem og að efla samstarf til að tryggja að allir hafi aðgang að góðri menntun.

Þema alþjóða móðurmálsdagsins 2021 er „að hlúa að fjöltyngi til að stuðla að auknum þátttökumöguleikum allra einstaklinga í bæði námi og samfélagi.” Áhersla á tungumál og fjöltyngi getur ýtt undir nám án aðgreiningar og stuðlað að framþróun í áherslu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, að skilja engan eftir. UNESCO telur að menntun, sem byggð er á móðurmáli, verði að hefjast strax í bernsku þar sem fyrstu námsárin byggja upp grunn fyrir áframhaldandi námi.

Audrey Azoulay, framkvæmdastjóri UNESCO, í tilefni alþjóða móðurmálsdagsins:

„Þema dagsins í ár „að hlúa að fjöltyngi til að stuðla að auknum þátttökumöguleikum allra einstaklinga í bæði námi og samfélagi”, hvetur okkur til að styðja við fjöltyngi og notkun móðurmáls, bæði í skóla og í daglegu lífi. Þetta er grundvallaratriði, því þegar 40% íbúa heims hafa ekki aðgang að menntun á því tungumáli sem þeir tala eða skilja best, þá hindrar það nám þeirra sem og aðgang að menningarlegri arfleið sinni og tjáningu. Í ár hugum við sérstaklega að fjöltyngdri menntun frá bernsku, svo öll börn geti notið góðs af móðurmáli sínu.”

Hægt er að fræðast meira um alþjóða móðurmálsdaginn á vef UNESCO.

Alþjóða útvarpsdagurinn

13.febrúar 2021. Útvarpið er enn þann dag í dag einn þeirra fjömiðla sem hefur hvað mesta útbreiðslu.

13.febrúar fagnar UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, og við öll Alþjóða útvarpsdeginum. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur árið 2011 og við fögnum deginum því í 10. skipti nú í ár. Dagurinn var valinn í ljósi þess að þann 13. febrúar 1946 hófu Sameinuðu þjóðirnar starfrækslu útvarps. Fyrsta útvarpsútsending Sameinuðu þjóðanna um heimsbyggðina hófst með þessum orðum:  „Þetta eru hinar Sameinuðu þjóðir sem kalla til íbúa heimsins“. Enn er sent út en starfsemin hefur breyst og er UN Radio nú fyrst og fremst efnisveita fyrir starfandi útvarpsstöðvar og dreifir efni sínu meðal annars um netið.

Útvarpið er öflugur miðill til að fagna mannkyninu í allri sinni fjölbreytni og er mikilvægur vettvangur lýðræðislegrar umræðu. Enginn annar miðill nær jafn vel til fólks, hvar sem það er statt. Útvarpið gefur öllum tækifæri til að taka þátt í opinberri umræðu óháð lestrarkunnáttu, kyni, aldri eða félagslegri stöðu. Það kostar lítið að eiga útvarp og það gegnir mikilvægu hlutverki í boðmiðlun þegar neyðarástand ríkir. Sá einstaki kostur útvarpsins að ná til þessa víðtæka áhorfendahóps þýðir að sama skapi að útvarpið hefur tækifæri til að móta upplifun samfélagsins af fjölbreytileika, verið vettvangur fyrir raddir ólíkra hópa, til að á þá sé hlustað. Útvarpsstöðvar ættu að þjóna fjölbreyttum samfélögum og bjóða upp á fjölbreytt úrval dagskrár, sjónarmiða og efnis. Þær ættu að endurspegla fjölbreytni hlustenda í öllum sínum rekstri.

Í tilefni Alþjóða útvarpsdagsins 2021 hvetur UNESCO útvarpsstöðvar til að fagna 10 ára afmæli hans og yfir 110 árum af útvarpi.

Á alþjóðlega útvarpsdeginum er sjónum að þessu sinni beint að þremur meginþemum:

  • ÞRÓUN. Heimurinn breytist, útvarpið þróast.
    Þetta þema vísar til seiglu útvarpsins og sjálfbærni þess;
  • NÝSKÖPUN. Heimurinn breytist, útvarpið aðlagast.
    Útvarpið hefur þurft að laga sig að nýrri tækni til að halda sér í sessi sem helsti miðill upplýsinga, aðgengilegur öllum alls staðar;
  • TENGSL. Heimurinn breytist, útvarpið tengir.
    Þetta þema varpar ljósi á mikilvægi þjónustu útvarpsins fyrir samfélag okkar allra – t.d. þegar kemur að náttúruhamförum, félags-efnahagslegum kreppum, farsóttum o.s.frv.

Ísland hefur undirritað samning við UNESCO um stuðnig við menningarlíf í Beirút eftir þær miklar eyðileggingar og spreningar sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í fyrra.

Unnur Orradóttir Ramette sendiherra í Frakklandi og fastafulltrúi hjá UNESCO og Ernesto Ottone aðstoðarforstjóri UNESCO

 

Undirritaður hefur samningur á milli Íslands og UNESCO um stuðning við menningarlíf í Beirút. Samkvæmt samningnum veitir Ísland um fimmtán milljónum króna til þessa málefnis. Gríðarlega eyðilegging varð í Beirút, höfuðborg Líbanons, á síðasta ári vegna mikillar sprengingar í vörugeymslu í höfninni.

„Á meðal þeirra svæða sem urðu eyðileggingu að bráð voru samfélög og miðstöðvar hins skapandi hagkerfis borgarinnar, Menningarlíf og sköpun eru þungamiðja í því að endurreisa þolgóð samfélög. Þetta fjárframlag greiðir götuna fyrir þvi markmiði,“ segir Ernesto Ottone aðstoðarforstjóri UNESCO.

 

UNESCO hleypti af stokkunum svokölluðu LiBeirut initiative frumkvæði sem miðar að því að styðja endurreisn borgarinnar í formi mennta og menningar.

Framlag Íslands verður notað til að styðja við bakið á listamönnunum sjálfum og menningarsamtökum með stofnun þjálfunaráætlunar í leiklist, sviðslistum, tónlist og kvikmyndum. Þar að auki kemur það að gagni við endurreisn skemmdra listaverka eftir líbanska listamann.

 

„Sköpun, menning og listir skipta hvert samfélag miklu máli,“ sagði Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í Frakklandi og fastafulltrúi hjá UNESCO. „Við erum sannfærð um að þetta framlag muni hjálpa Beirútbúum við að endurlífga menningarlífið með þjálfun og endurbótum.“

 

 

Heimsmarkmiðin – 2. Ekkert hungur

Að útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.

Nú þegar febrúar er genginn í garð kynnum við þema mánaðarins, sem er heimsmarkmið 2 – ekkert hungur. Á árinu 2021

Birtar verða greinar um heimsmarkmið SÞ hvert fyrir sig á árinu 2021. Jafnframt stendur til að það fylgi með tilheyrandi ítarefni og greinagóðar upplýsingar, kynningar og fræðsla um það hvernig einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og bæjarfélög geta unnið að heimsmarkmiðum SÞ. Þannig geti allir þessir ólíku aðilar lagt sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar.  

Ein af þeim spurningum sem vert er að velta upp og leita svara við er  þessi: Hvaða tækifæri eru fólgin í heimsmarkmiðum SÞ 

Með samstilltu alþjóðlegu átaki þar sem allir leggjast á eitt getum við friðmælst við okkur sjálf og náttúruna, tekist á við loftslags- og umhverfisbreytingar, slæmt efnahagslegt ástand og félagslegar áskoranir.  

Óhætt er að fullyrða að ef þjóðum heims tekst að ná markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar, mun líf allra og umhverfi batna til mikilla muna en það þarf alla til og samvinnu þvert á landamæri svo að það verði mögulegt. 

2. Ekkert hungur

Töluverðum árangri hafði verið náð á heimsvísu í baráttunni gegn hungri á árunum 2010-2015, en síðan þá hefur staðan farið hratt versnandi og fjöldi vannærðra einstaklinga á heimsvísu aukist hratt. Ljóst er að loftslagsbreytingar og vaxandi átök á ýmsum svæðum hafa sett svip sinn á stöðuna, en síðastliðið ár hafa áhrif Covid-19 jafnframt sett strik í reikninginn.

Samkvæmt skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem birt var í maí 2020, ganga ríflega 820 milljónir manna hungraðar til hvílu á hverju kvöldi og 135 milljónir í 55 löndum eru beinlínis við hungurmörk. Tölurnar eiga þó við árið 2019 og eru frá því áður en heimsfaraldur Covid-19 braust út. Talið er að vegna hans verði 265 milljónir manna í heiminum við hungurmörk á næstu misserum. Hungur í heiminum virðist aukast hratt því fyrir fjórum árum voru 80 milljónir við hungurmörk. 

Vandamálið er þó ekki að ekki sé til nægur matur til að fæða alla jarðarbúa, þar sem að á ári hverju er framleiddur nægur matur í heiminum til að næra alla íbúa heims og helmingi fleiri. Vandamálið liggur heldur í misskiptingu, þar sem stór hluti jarðarbúa hefur ekki nægilegt aðgengi að mat á meðan matur fer til spillis annarsstaðar. Stuðla þarf að sjálfbærri framleiðslu fæðu til frambúðar og aðgengi allra jarðarbúa að næringarríkri fæðu.

Áhrif Covid-19

Heimsfaraldurinn Covid-19 hefur haft í för með sér stórfellt manntjón um allan heim. Faraldurinn hefur stöðvast nánast alla matvælaframleiðslu og komið í veg fyrir flutning matvæla. Hungur í heiminum er komið á mjög hættulegt stig og er talið líklegt að fjöldi þeirra sem deyi úr hungri vegna áhrifa Covid-19 verði fleiri en þeir sem látast af völdum sjúkdómsins. Ljóst er að ástandið er brýnt og grípa þarf til aðgerða.

Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út spálíkön um þróun hungurs í heiminum og sýna verstu spár að um 10% jarðarbúa muni ekki fá nægan mat á árinu. Auk þessa eru enn fleiri sem upplifa annarskonar fæðuóöryggi, t.a.m. að hafa ekki efni á næringarríkri fæðu, sem getur leitt til vannæringar og offitu. Áhrif vannæringar eru langvarandi, ónæmiskerfi veikist, hreyfigeta takmarkast og heilastarfsemi getur jafnvel verið skert. Jafnvel í bestu spám Sameinuðu þjóðanna sýna spálíkön að hungur verði meira næsta áratuginn, en spáð var fyrir heimsfaraldurinn. Gera þarf allt sem hægt er til að verja þá sem minnst mega sín og koma í veg fyrir að faraldurinn eyðileggi líf fólks í löndum þar sem ástandið er viðkvæmt.

David Beasley, framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), hefur biðlað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að grípa í taumana, að án aukinna framlaga sé rík ástæða til að óttast hungursneyð meðal fjölda þjóða sem hafi búið við óstöðugleika árum saman. Heimurinn sé á barmi hungurfaralds. Öll ríki heims verða að setja fæðuöryggi og mannúðaraðstoð í forgang í viðbrögðum sínum við Covid-19 faraldrinum.

Staðan á Íslandi

Þrátt fyrir að Ísland sé velferðarríki og lífskjör almennt talin góð í samanburði við aðrar þjóðir heims, þá er það þó ekki svo að á Íslandi búi ekki einstaklingar og fjölskyldur sem þurfa að líða hungur. Eitt af megin markmiðum heimsmarkmiðanna er að skilja engan eftir og er því brýnt að hafa það að leiðarljósi við innleiðingu annars markmiðsins um að útrýma hungri á Íslandi.

Áhrif Covid-19 leyndu sér heldur ekki á Íslandi og hafa aldrei fleiri þurft að sækja sér mataraðstoð og nú í vetur. Hjálpræðisherinn í Reykjavík greindi frá því að umsóknum um mataraðstoð fyrir jólin hafi aukist um 200% og komust færri að hjá Fjölskylduhjálp Íslands en þurftu. Vandamálið er fjölþætt og er það samtvinnað heimsmarkmiði 1, að útrýma þurfi fátækt. Brýnt er að bregðast við þessu vaxandi vandamáli með útvíkkun og betrumbætingu þeirra úrræða sem þessi viðkvæmi hópur þarf að sækja.

Helstu áskoranir á Íslandi eru:

  • Að tryggja framfærslu allra landsmanna
  • Að stuðla að sjálfbærri þróun í fiskveiðum og landbúnaði
  • Að beita sér fyrir lífrænni og heilnæmri framleiðslu

Á alþjóðlegum vettvangi

Meginmarkmið Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu er að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri velferð á grundvelli kynjajafnréttis, mannréttinda og sjálfbærrar þróunar. Sérstaklega er hugað að réttindum barna og að þau fái tækifæri til að dafna og þroska hæfileika sína. Vannæring getur haft varanleg neikvæð áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna. Aðgangur að næringarríkri fæðu er lykilatriði en aðrir þættir eins og aðgengi að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu, bólusetningar og aðgangur að grunnheilbrigðisþjónustu hafa einnig mikil áhrif. Ísland styður meðal annars Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Báðar stofnanir sinna mikilvægum næringarverkefnum í þróunarlöndum og á mannúðarsvæðum. Stuðningur Íslands er í formi rammasamninga og samninga um útsenda íslenska sérfræðinga auk þess sem Ísland svarar neyðarköllum eftir bestu getu með neyðarframlögum. Ísland hefur m.a. lagt mikla áherslu á stuðning við WFP og UNICEF í Sýrlandi og Jemen sem og beinan stuðning við samstarfsland Íslands, Malaví.

Hvað getum við gert?

Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og samtök geta lagt sitt að liði til að stuðla að því að útrýma hungri í heiminum á ýmsa máta. 

  • Með “appinu” Share the Meal, á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, getur þú greitt fyrir máltíð barns. Allaf þegar þú færð þér að borða, getur þú styrkt vannært barn um máltíð í gegnum appið. Þið getið notið máltíðarinnar saman í sitthvoru heimshorninu. Þú gefur einu barni mat í heilan dag á 105 kr ($0.80).
  • Hægt er að styrkja Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna í gegnum heimasíðu þeirra, þau berjast gegn hungri um allan heim. 
  • Hægt er að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem berjast fyrir réttindum og velferð barna um allan heim.  
  • Hægt er að styrkja og/eða bjóða fram aðstoð sína til hjálpar þeirra sem veita mataraðstoð á Íslandi. Þar má t.a.m. geta Samhjálpar, Mæðrastyrksnefnda um land allt og Hjálpræðishersins.
  • Aukin vitundarvakning er mikilvæg til að stuðla að því markmiði að enginn þurfi að líða hungur í heiminum. Með því að fræðast og fræða aðra um vandamálið og leiðir til að sporna gegn því getur þú lagt þitt á vogarskálarnar.

Ekkert hungur

2.1     Eigi síðar en árið 2030 hafi hungri verið útrýmt og aðgengi allra tryggt, einkum fátækra og fólks í viðkvæmri stöðu, þar á meðal ungbarna, að nægum, öruggum og næringarríkum mat allt árið um kring.

2.2     Eigi síðar en árið 2030 heyri vannæring í hvaða mynd sem er sögunni til, þar að auki verði árið 2025 búið að ná alþjóðlegum markmiðum um að stemma stigu við kyrkingi í vexti og tæringu barna undir fimm ára aldri, og hugað að næringarþörfum unglingsstúlkna, þungaðra kvenna, kvenna með börn á brjósti og aldraðra.

2.3     Eigi síðar en árið 2030 verði framleiðni og tekjur þeirra sem framleiða í litlu magni tvöfölduð, einkum kvenna, frumbyggja, bændafjölskyldna, hirðingja og sjómanna, til að mynda með öruggu og jöfnu aðgengi að landi, öðrum frjósömum auðlindum og aðföngum, þekkingu, fjármálaþjónustu, mörkuðum og tækifærum til virðisauka og starfa utan býla.

2.4     Eigi síðar en árið 2030 verði sjálfbærni í matvælaframleiðslu tryggð og teknir upp starfshættir sem auka framleiðni og framleiðslu í landbúnaði, sem viðheldur vistkerfunum, dregur úr hættu af völdum loftslagsbreytinga, veðurofsa, þurrka, flóða og annarra hamfara og bætir land og jarðveg til lengri tíma litið.

2.5     Eigi síðar en árið 2020 verði staðinn vörður um erfðafræðilega fjölbreytni fræja, ræktaðra plantna, húsdýra og skyldra villtra tegunda, meðal annars með vel reknum fræ- og plöntustöðvum á alþjóðlegum vettvangi, á landsvísu eða svæðisbundið, auk þess sem tryggt verði aðgengi að jafnri og sanngjarnri skiptingu á þeim ávinningi sem hlýst af nýtingu erfðafræðilegra auðlinda og þekkingu sem hefur hlotist þar af, í samræmi við alþjóðlegar samþykktir.

2.A     Fjárfestingar verði auknar, meðal annars með aukinni alþjóðlegri samvinnu, í innviðum á svæðum utan þéttbýlis, landbúnaðarrannsóknum, tækniþróun og erfðagreiningu plantna og búpenings í því skyni að bæta landbúnaðarframleiðslu í þróunarlöndum, einkum þeim sem skemmst eru á veg komin.

2.B     Komið verði í veg fyrir hindranir á heimsmörkuðum með landbúnaðarafurðir, meðal annars með samhliða afnámi allra útflutningsstyrkja í landbúnaði og allra annarra ráðstafana tengdra útflutningi sem hafa sömu áhrif, að teknu tilliti til Doha-samningalotunnar.

2.C    Samþykktar verði ráðstafanir til þess að tryggja eðlilega starfsemi matvörumarkaða og afleiddra viðskipta og séð verði til þess að markaðsupplýsingar verði aðgengilegar og berist í tæka tíð, meðal annars um matvælabirgðir, í því skyni að sporna við miklum verðsveiflum.

UNHCR fagnar aðild Íslands að samningum um ríkisfangsleysi

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur fagnað því að Ísland hafi gerst aðili að samningum Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangsleysi.

„Við fögnum ákvörðun Íslands sem færir okkur nær því að binda enda á ríkisfangsleysi í heiminum, segir Pascale Moreau, forstjóri Evrópuskrifstofu UNHCR.

Hálf milljón ríkisfangslausra í Evrópu

500 þússund eru ríkisfangslaus í Evrópu, en tölur sem ná til alls heimsins liggja ekki á lausu. 4.2 milljónir manna eru í þeim 79 ríkjum sem hafa gefið upplýsingar en búist er við að heildartalan sé miklu hærri.

Ísland gekk frá aðild að tveimur samningum Sameinuðu þjóðaanna 26.janúar síðastliðnn. Annars vegar er það Samningur um töðu ríkisfangslausra frá 1954 og hins vegar Samningur frá 1961 um að draga úr fjplda ríkisfangslausra.

Aðild Íslands kemur í kjölfarmikilvægra skrefa sem stigin hafa verið í þá átt að laga löggjöf að ákvæðum samninganna. Þar á meðal í því skyni að koma í veg fyrir, skilgreina, fækka og vernda ríkisfangslausa.

#IBelong herferðin

„Ég tilheyri“

Herferðin miðar að því að varpa ljósi að einstaklingum sem eru ríkisfangslausir. Eflaust eru þeir margir sem velta vöngum yfir hvað það þýði að vera ríkisfangslaus og hvernig einstaklingar/ fólk verði „ríkisfangslaust“.

Dæmi um slíkt eru eftirfarandi:

  • Ekki er til fæðingarvottorð eða að fæðingarskráning var aldrei gerð.
  • Ríkisfangslausir einstaklingar eignast barn og verður það því ríkisfangslaust.
  • Stjórnmálabreytingar sem breyta þjóðernisstöðu.
  • Átök milli tveggja landa.
  • Eyðiegging á opinbrerum gögnum.
  • Breyting á þjóðerni við hjónaband.
  • Skilnaður milli hjóna frá mismunandi löndum.
  • Lög um takmörkun ríkisborgararéttar.
  • Lög sem takmarka rétt kvenna til að barn þeirra fái þjóðerni móður.
  • Lög sem varða börn fædd eru utan hjónabands eða fæðast þegar foreldar eru að flytja sig á milli landa.

Helsti talsmaður ríkislausra einstaklinga er kona að nafni Maha Mayo .

Maha Mayo og systkyni hennar eru ein af mörgum sem fæddust ríkisfangslaus. Foreldrar hennar eru frá Sýrlandi. Móðir Maho var múslimi og faðir hennar kristinn. Í Sýrlandi er það ólöglegt fyrir kristna menn að kvænast múslinskum konum. Því var var hjónband þeirra dæmt ólöglegt og börnin þeirra því ríkisfangslaus.

Að vera ríkisfangslaus hefur hefur það í för með sér að þú hefur ekki rétt á einföldustu hlutum í lífinu, sem margir taka sem sjálfsögðum. Þetta á við um atriði eins og að fá símkort, bókasafnskort eða ökuskirteini. Maha og systkyni hennar börðust í þrjátíu ár og leituðu landi sem tæki þau að sér og vildi viðurkenna þau sem sína borgara. Það varð að lokum Braslía,  eina landið af fjölmörgum sem systkynin höfðu samband við, sem opnaði hliðin og gaf þeim ríkisborgararétt.

Áætlað er að um 4,2 milljónir manns út um allan heim eru ríkisfangslaus en sú tala gæti verið mun hærri, því það er erfitt að telja einstaklinga sem eru hvergi skráðir.

 

Í grófum dráttum má segja að ríkisfangslausir einstaklingar búi við eftirfarandi:

Þau geta ekki unnið

Þau geta ekki fengið ökuskírteini

Þau geta ekki fengið símkort

Þau geta ekki gengið í skóla

Þau geta ekki ferðast

Þau geta ekki farið til læknis

Þau geta ekki gifst

Þau geta ekki opnað bankareikning

Þau geta ekki unnið

Ríkisfangslausum einstaklingum er synjað að njóta allra þeirra grunnréttinda sem fylgja því að vera partur af samfélagi og eiga þau því í raun hvergi heima.

Ef við prufum að setja okkur í þeirra spor, þá sjáum við að binda þarf endi á fyrirkomulag sem þetta. …. #Endstatelessness

Það fólk sem verður fyrir þessu líður þau örlög að verða skuggar í samfélaginu. Hverjum er það bjóðandi?

UNCHR hefur gert mjög gott fræðslu myndband sem sjá má hér:

UNCHR MYNDBNAD

COVID-19: týnd kynslóð í menntakerfinu?

COVID-19 faraldurinn hefur valdið mestu truflun á menntun sem um getur. Ef ekki verður að gert kunna börn að hafa orðið fyrir óbætanlegum skaða. Þau glíma ýmist við þann vanda sem fylgir fjarnámi og/eða lokun skóla.

Alþjóðlegi menntadagurinn var 24.janúar síðastliðin. Að þessu sinni er kastljósinu beint að nauðsyn þess að efla samvinnu og alþjóðlega samstöðu. Menntun og símenntun ber að vera miðlæg í endurreisnaraðgerðum eftir COVID-19. Ekki síst í umbreytingunni í átt til öruggari og sjálfbærari samfélaga í þágu allra.

 

Alþjóða menntadagurinn

Menntun er ekki aðeins grundvallar mennréttindi. Í henni felast réttindi sem læsar úr læðingi önnur mannréttindi. Þau eru sameiginleg gæði og einn af helstu drifkröftum framafara í öllum 17 Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Þegar menntakerfi hrynur er tómt mál að tala um frið, velmegun og framleiðin samfélög. Nú meir en nokkru sinni fyrr er þýðingarmikið að tryggja ,,jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla”, eins og segir í fjórða málefni Heimsmarkmiðanna.

 

Ójöfnuður eykst

Áður en heimsfaraldurinn braust út var þegar við ramman reip að draga að tryggja fyrirheitið sem fólst í því að viðurkenna menntun sem mannréttindi.  COVID-19 hefur enn hnykkt á ójöfnuði hvað varðar tækifæri til menntunar. UNICEF hefur varað við því að fyrirliggjandi ójöfnuður í aðgangi að tækjum og tólum dýpki enn núverandi náms-kreppu í heiminum. https://www.unicef.org/press-releases/unequal-access-remote-schooling-amid-covid-19-threatens-deepen-global-learning

 

Alþjóða menntadagurinn

11 milljónir stúlkna eiga kannski ekki afturkvæmt á skólabekk.

„Brýn þörf er á að tryggja aðganguað tækni og öðrum nauðsynlegum gögnum til að nám geti haldið áfram eftir lokun skóla,“ segir Robert Jenkins menntastjóri UNICEF. Hann segir að þarna sé mikill ójöfnuður í heiminum. „Þá standa börn sem njóta lítils stuðnings í námi heimafyrir mjög höllum fæti. Það skiptir sköpum ef hægt er að tryggja aðgang að ýmiss konar kennslugögnum og hraða aðgangi allra barna að internetinu í hverjum skóla.” Hann bætti við: „Það var náms-kreppa ríkjandi áður en COVID-19 braust út. Nú er gjáin enn breiðari og kreppan dýpri.“

 

11 milljónir stúlkna eiga hugsanlega ekki afturkvæmt

Fjarnám og lokun skóla kann að grafa undan áratuga gamalli framþróun í auknu jafnrétti kynjanna í menntun og fleiri sviðum. Um allan heim eykst hætta á barneignum á unglingsaldri, snemmbærum og þvinguðum hjónaböndum auk ofbeldis. Fyrir margar stúlkur er skólinn ekki aðeins lykill að betri framtíð heldur líflína.

Sjá mynband ,, When girls do not get education“

Áður en heimsfaraldurinn reið yfir sátu 130 milljónir stúlkna í heiminum ekki á skólabekk. Að mati UNESCO eiga 11 milljónir til viðbótar á hættu að eiga ekki afturkvæmt á skólabekk. UNESCO og samstarfsaðilar stofnunarinnar í Alheims menntabandalaginu (Global Education ) hafa hleypt af stokkunum herferðinn #NámStöðvastAldrei  til að tryggja að allar stúlkur geti lært á meðan skólar eru lokaðir.

 

Litli prinsinn í heimsókn á Alþjóða menntadaginn

Burtséð frá aðgangi að tækni til fjarnáms og jafnfréttishliðinni, þá hefur COVID-19 svipt börn um allan heim skólavist. Hún hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna í því að skapa samstöðu og samfélagskennd. Börnin hitta ekki vini sína og eru einmana heima hjá sér.

Sjá myndband um litla prins

Á Alþjóða menntadaginn hleypti Menntastofnun Sameinuðu þjóðanna af stokkunum námshátíð 24.og 25.januar. Litli prinsinn, hin ástsæla söguhetja samnefndrar sögu franskakemur í heimsókn. Börnum var boðið að taka þátt í keppni í ritleikni um hvað þau myndu ræða við Littla prinsinn um ef hann kæmi í heimsókn á meðan skólar væru lokaðir. Nærri áttatíu árum eftir útkomuna á Litli prinsinn enn erindi við okkur. Hann flytur okkur fangaðarerindi „um afl bókmenntanna og ímyndunaraflsins sem virkja má andspænis hinu óþekkta. Að læra að lesa heiminn og sjá hann í nýju ljósi,“ segir Audrey Azoulay forstjóri UNESCO